Hveragerðisbær
Bæjarstjórn
= Bæjarstjórn =
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Halldór Benjamín Hreinsson, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
=== 1.Fundargerð bæjarráðs frá 19. september 2024 ===
2409004F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 11.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Liður 11 "Minnisblað byggingarfulltrúa - tillaga að lækkun gjalda á tvær parhúsalóðir og raðhúsalóð við Varmá" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að lækka byggingarréttargjöld á tveimur parhúsalóðum og einni raðhúsalóð við Varmá í samræmi við eftirfarandi tillögu byggingarfulltrúa:
Álag á tvær parhúsalóðir við Álfafell 1-3 og Álfaklett 1-3 lækkar úr 40% í 20%.
Álag á raðhúsalóð við Álfaklett 2-6 lækkar úr 40% í 20%.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir að lækka byggingarréttargjöld á tveimur parhúsalóðum og einni raðhúsalóð við Varmá í samræmi við eftirfarandi tillögu byggingarfulltrúa:
Álag á tvær parhúsalóðir við Álfafell 1-3 og Álfaklett 1-3 lækkar úr 40% í 20%.
Álag á raðhúsalóð við Álfaklett 2-6 lækkar úr 40% í 20%.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 2.Fundargerð bæjarráðs frá 3. október 2024 ===
2409010F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 5.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sigmar Karlsson, Pétur G. Markan og Njörður Sigurðsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sigmar Karlsson, Pétur G. Markan og Njörður Sigurðsson.
Liður 5 "Bréf frá Reykjadalsfélaginu frá 30. september 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að styðja umsókn Reykjadalsfélagsins til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til lagfæringa og endurbóta á Reykjadalsgönguleiðinni.
Bæjarstjórn samþykkir einnig að framlag bæjarins í umsóknina verði kr. 8 milljónir og að gert verði ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Gert er ráð fyrir að framlag Hveragerðisbæjar komi að hluta til úr bílastæðasjóði.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir að styðja umsókn Reykjadalsfélagsins til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til lagfæringa og endurbóta á Reykjadalsgönguleiðinni.
Bæjarstjórn samþykkir einnig að framlag bæjarins í umsóknina verði kr. 8 milljónir og að gert verði ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Gert er ráð fyrir að framlag Hveragerðisbæjar komi að hluta til úr bílastæðasjóði.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 3.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 1. október 2024 ===
2409006F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 3, 4, 7, 8 og 9.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir og Njörður Sigurðsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir og Njörður Sigurðsson.
Liður 3 "Erindi vegna bílastæða og reiðvega við Reykjadal" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að loka bílastæði við blindhæð.
Liður 4 "Leikskólinn Óskaland - óveruleg deiliskipulagsbreyting" afgreiddur sérstaklega.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi við Réttarheiði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti eða formi gildandi deiliskipulags. Minnihlutinn situr hjá.
Liður 7 "Bréf um umferðarþunga í Þelamörk" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að lækka hámarkshraða á Þelamörk á milli Sunnumerkur og Breiðumerkur í 30 km/klst hraða og samþykkir að hugað verði að lagfæringum á rofinni gönguleið við botnlanga Heiðarbrúnar 1 sem og merktum gangbrautum yfir Þelamörk.
Liður 8 "Sólstofan - verkefni nema við LHÍ" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að hafna umsókninni þar sem fyrirhuguð staðsetning Sólstofunnar fellur ekki nógu vel við þegar hafna hönnunarvinnu vegna göngustígs meðfram Varmá sem bærinn hefur fengið styrk til frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Liður 9 "Fundadagatal skipulags- og umhverfisnefndar 2024-2025" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir fundadagatal skipulags- og umhverfisnefndar 2024-2025.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir að loka bílastæði við blindhæð.
Liður 4 "Leikskólinn Óskaland - óveruleg deiliskipulagsbreyting" afgreiddur sérstaklega.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi við Réttarheiði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti eða formi gildandi deiliskipulags. Minnihlutinn situr hjá.
Liður 7 "Bréf um umferðarþunga í Þelamörk" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að lækka hámarkshraða á Þelamörk á milli Sunnumerkur og Breiðumerkur í 30 km/klst hraða og samþykkir að hugað verði að lagfæringum á rofinni gönguleið við botnlanga Heiðarbrúnar 1 sem og merktum gangbrautum yfir Þelamörk.
Liður 8 "Sólstofan - verkefni nema við LHÍ" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að hafna umsókninni þar sem fyrirhuguð staðsetning Sólstofunnar fellur ekki nógu vel við þegar hafna hönnunarvinnu vegna göngustígs meðfram Varmá sem bærinn hefur fengið styrk til frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Liður 9 "Fundadagatal skipulags- og umhverfisnefndar 2024-2025" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir fundadagatal skipulags- og umhverfisnefndar 2024-2025.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 4.Fundargerð menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar frá 5. september 2024 ===
2409001F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 2.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sigmar Karlsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sigmar Karlsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Liður 2 "Byggðamerki Hveragerðisbæjar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að skýra reglur um notkun byggðamerkis Hveragerðisbæjar hvað varðar leturgerð og fleira. Bæjarstjórn samþykkir einnig að uppfæra byggðamerkið og að það verði skráð hjá Hugverkastofu eftir uppfærsluna og einnig að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þess við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir að skýra reglur um notkun byggðamerkis Hveragerðisbæjar hvað varðar leturgerð og fleira. Bæjarstjórn samþykkir einnig að uppfæra byggðamerkið og að það verði skráð hjá Hugverkastofu eftir uppfærsluna og einnig að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þess við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 5.Fundargerð notendaráðs velferðarþjónustu frá 12. september 2024 ===
2409003F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 1.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Liður 1 "Nefndarmenn og fundartími" var afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir fundadagatal notendaráðs.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir fundadagatal notendaráðs.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 6.Fundargerð skólanefndar frá 2. október 2024 ===
2409007F
Liðir afgreiddir sérstaklega: 1, 2 og 9.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sandra Sigurðardóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Sandra Sigurðardóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Liður 1 "Erindisbréf skólanefndar 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á erindisbréfi skólanefndar eins og þær voru samþykktar á fundi nefndarinnar.
Liður 2 "Reglur um umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um skólavist utan lögheimilissveitarfélags og að þær taki gildi þegar breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar, sem var samþykkt til síðari umræðu 5. september 2024, verður endanlega samþykkt á fundi bæjarstjórnar. Fyrirhugað er að það verði á næsta fundi bæjarstjórnar 7. nóvember nk.
Liður 9 "Starfsáætlun skólanefndar ´24-´25" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir fundadagatal skólanefndar 2024-2025.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á erindisbréfi skólanefndar eins og þær voru samþykktar á fundi nefndarinnar.
Liður 2 "Reglur um umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um skólavist utan lögheimilissveitarfélags og að þær taki gildi þegar breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar, sem var samþykkt til síðari umræðu 5. september 2024, verður endanlega samþykkt á fundi bæjarstjórnar. Fyrirhugað er að það verði á næsta fundi bæjarstjórnar 7. nóvember nk.
Liður 9 "Starfsáætlun skólanefndar ´24-´25" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir fundadagatal skólanefndar 2024-2025.
Fundargerðin er að öðru leyti staðfest.
=== 7.Fundargerð aðalfundar Fasteignafélags Hveragerðis ehf. frá 20. september 2024 ===
2409005F
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Fundargerðin er staðfest.
=== 8.Fundargerð öldungaráðs frá 30. september 2024 ===
2410009
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór B. Hreinsson og Friðrik Sigurbjörnsson
Fundargerðin er staðfest.
=== 9.Samningur við nemendur 7. bekkjar í Grunnskólanum í Hveragerði um umhverfishreinsun ===
2409025
Lagður fram til samþykktar samningur við nemendur 7. bekkjar í Grunnskólanum í Hveragerði um umhverfishreinsun.
Sigmar Karlsson vék af fundi undir þessum lið og næsta liði nr. 10 kl. 17:42.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Sandra Sigurðardóttir.
Sigmar Karlsson vék af fundi undir þessum lið og næsta liði nr. 10 kl. 17:42.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Sandra Sigurðardóttir.
Bæjarstjórn samþykktir samninginn.
=== 10.Samingur við nemendur 10. bekkjar um aðstoð við skólastarf í Grunnskólanum í Hveragerði ===
2409024
Lagður fram til samþykktar samingur við nemendur 10. bekkjar um aðstoð við skólastarf í Grunnskólanum í Hveragerði.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykktir samninginn.
=== 11.Afmæli Hveragerðisbæjar 2026 ===
2410013
Sigmar Karlsson kom inn á fundinn kl. 17:44.
Lögð fram tillaga að stofnun afmælisnefndar vegna 80 ára afmæli Hveragerðisbæjar á árinu 2026.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Njörður Sigurðsson.
Lögð fram tillaga að stofnun afmælisnefndar vegna 80 ára afmæli Hveragerðisbæjar á árinu 2026.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir að skipa afmælisnefnd vegna 80 ára afmælis Hveragerðisbæjar á árinu 2026. Í nefndinni eiga sæti Njörður Sigurðsson, fulltrúi meirihluta í bæjarstjórn, Magnús K. Hannesson, fulltrúi minnihluta í bæjarstjórn, og Pétur G. Markan, bæjarstjóri.
=== 12.Fyrirspurn frá D-lista - kostnaður vegna íþróttamannvirkja ===
2410015
Bæjarfulltrúar D-listans óska eftir eftirfarandi upplýsingum.
Hver er heildarkostnaður Hveragerðisbæjar vegna rútuaksturs og salarleigu fyrir æfingar Íþróttafélagsins Hamars utan Hveragerðis frá ágúst 2022 til dagsins í dag?
Hver er heildar hönnunar- og ráðgjafakostnaður við íþróttamannvirki í Hveragerðisbæ frá júní 2022 til dagsins í dag? Hér er átt við heildarkostnað við hönnun og ráðgjöf vegna Hamarshallarbyggingarinnar sem fór í útboð en var síðar hætt við, hugmyndir um íþróttahús í iðnaðarhúsnæði fyrir neðan þjóðveg sem búið var að gera einhverjar teikningar að sem síðar var hætt við, gervigrasvöll sem nú er í undirbúningi, viðbyggingu við íþróttahúsið við Skólamörk og aðrar hugmyndir sem gætu hafa komið upp á síðustu tveimur árum.
Friðrik Sigurbjörnsson
Sigmar Karlsson
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Hver er heildarkostnaður Hveragerðisbæjar vegna rútuaksturs og salarleigu fyrir æfingar Íþróttafélagsins Hamars utan Hveragerðis frá ágúst 2022 til dagsins í dag?
Hver er heildar hönnunar- og ráðgjafakostnaður við íþróttamannvirki í Hveragerðisbæ frá júní 2022 til dagsins í dag? Hér er átt við heildarkostnað við hönnun og ráðgjöf vegna Hamarshallarbyggingarinnar sem fór í útboð en var síðar hætt við, hugmyndir um íþróttahús í iðnaðarhúsnæði fyrir neðan þjóðveg sem búið var að gera einhverjar teikningar að sem síðar var hætt við, gervigrasvöll sem nú er í undirbúningi, viðbyggingu við íþróttahúsið við Skólamörk og aðrar hugmyndir sem gætu hafa komið upp á síðustu tveimur árum.
Friðrik Sigurbjörnsson
Sigmar Karlsson
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Hér að neðan eru svör við fyrirspurn D-listans.
Kostnaður við salarleigu er kr. 6.832.000,-.
Kostnaður við rútuakstur er frá því að akstri var breytt í september 2023, kr. 21.158.000,-.
Sérfræðikostnaður vegna Hamarshallar er kr. 17.134.000,-.
Sérfræðikostnaður vegna íþróttahúss fyrir neðan þjóðveg er kr. 1.661.000,-.
Sérfræðikostnaður vegna gervigrasvallar er kr. 12.068.000,-.
Sérfræðikostnaður vegna viðbyggingar við íþróttahúsið er kr. 4.521.000,-.
Kostnaður við salarleigu er kr. 6.832.000,-.
Kostnaður við rútuakstur er frá því að akstri var breytt í september 2023, kr. 21.158.000,-.
Sérfræðikostnaður vegna Hamarshallar er kr. 17.134.000,-.
Sérfræðikostnaður vegna íþróttahúss fyrir neðan þjóðveg er kr. 1.661.000,-.
Sérfræðikostnaður vegna gervigrasvallar er kr. 12.068.000,-.
Sérfræðikostnaður vegna viðbyggingar við íþróttahúsið er kr. 4.521.000,-.
=== 13.Tillaga frá D-lista - umhverfishönnun undir Hamri ===
2410016
Tillaga frá bæjarfulltrúum D-listans.
Á fundi bæjarráðs í byrjun september 2022 lagði fulltrúi D-listans til að leitað yrði tilboða í umhverfishönnun undir Hamrinum. Fulltrúar meirihlutans tóku vel í tillöguna og var tillagan samþykkt samhljóða.
Síðan þá virðist ekkert hafa gerst í þessu máli og því leggja bæjarfulltrúar D-listans aftur til að farið verði í umhverfishönnun undir Hamrinum.
Greinagerð
Lengi hefur staðið til að koma upp heildstæðu skipulagi á útvistarsvæðinu undir Hamrinum, en svæðið er eitt helsta útvistarsvæði Hvergerðinga. Þar er að finna fótboltavöll, frisbígolfvöll, útikennslustofu, fallegar göngu- og hjólaleiðir í og meðfram skóginum og ærslabelg ásamt úti líkamsræktartækjum. Á svæðinu væri einnig hægt að koma fyrir fleirum möguleikum til útivistar eins og fjallahjólabraut og útivistarsvæði og jafnvel framtíðar húsnæði fyrir Skátafélagið svo eitthvað sé nefnt. Þá væri einnig tilvalið í kjölfarið að óska eftir hugmyndum frá íbúum bæjarins að frekari notkun á svæðinu.
Friðrik Sigurbjörnsson
Sigmar Karlsson
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Sandra Sigurðardóttir, Sigmar Karlsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Á fundi bæjarráðs í byrjun september 2022 lagði fulltrúi D-listans til að leitað yrði tilboða í umhverfishönnun undir Hamrinum. Fulltrúar meirihlutans tóku vel í tillöguna og var tillagan samþykkt samhljóða.
Síðan þá virðist ekkert hafa gerst í þessu máli og því leggja bæjarfulltrúar D-listans aftur til að farið verði í umhverfishönnun undir Hamrinum.
Greinagerð
Lengi hefur staðið til að koma upp heildstæðu skipulagi á útvistarsvæðinu undir Hamrinum, en svæðið er eitt helsta útvistarsvæði Hvergerðinga. Þar er að finna fótboltavöll, frisbígolfvöll, útikennslustofu, fallegar göngu- og hjólaleiðir í og meðfram skóginum og ærslabelg ásamt úti líkamsræktartækjum. Á svæðinu væri einnig hægt að koma fyrir fleirum möguleikum til útivistar eins og fjallahjólabraut og útivistarsvæði og jafnvel framtíðar húsnæði fyrir Skátafélagið svo eitthvað sé nefnt. Þá væri einnig tilvalið í kjölfarið að óska eftir hugmyndum frá íbúum bæjarins að frekari notkun á svæðinu.
Friðrik Sigurbjörnsson
Sigmar Karlsson
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Sandra Sigurðardóttir, Sigmar Karlsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Nú er yfirstandandi vinna við heildarendurskoðun á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar. Síðasti vettvangur í þeirri vinnu var vel sóttur íbúafundur í grunnskólanum þar sem íbúar gátu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Þar kom glögglega fram að íbúar Hveragerðisbæjar meta umhverfi Hamarsins mikils, þó svo ólíkar hugmyndir séu á lofti.
Ráðgert er að heildarendurskoðuninni ljúki á fyrri parti næsta árs. Þá er skynsamlegt og mikilvægt að byrja að huga að umhverfishönnun Hamarsins og deiliskipulagi.
Bæjarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir umhverfishönnun undir Hamrinum í yfirstandandi fjárhagsáætlunargerð og hefja vinnuna á næsta ári.
Ráðgert er að heildarendurskoðuninni ljúki á fyrri parti næsta árs. Þá er skynsamlegt og mikilvægt að byrja að huga að umhverfishönnun Hamarsins og deiliskipulagi.
Bæjarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir umhverfishönnun undir Hamrinum í yfirstandandi fjárhagsáætlunargerð og hefja vinnuna á næsta ári.
=== 14.Skipan í nefndir og ráð ===
2410014
Snorri Þorvaldsson hefur óskað eftir lausn frá setu sem aðalmaður í skólanefnd Hveragerðisbæjar.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að Kristinn Ólafsson verði aðalmaður í skólanefnd Hveragerðisbæjar í stað Snorra Þorvaldssonar.
=== 15.Bréf frá Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur frá 2. október 2024 ===
2410007
Lagt fram bréf frá Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur frá 2. október 2024 þar sem hún óskar eftir leyfi frá störfum í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar af persónulegum ástæðum frá 8. október 2024 - 11. júní 2025.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Klukkan 18:00 var gert fundarhlé.
Klukkan 18:11 hélt fundur áfram.
Eftirtaldir tóku til máls: Halldór Benjamín Hreinsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Klukkan 18:00 var gert fundarhlé.
Klukkan 18:11 hélt fundur áfram.
Bæjarstjórn samþykkir tímabundið leyfi.
Bæjarstjórn hefur borist bréf frá Andra Helgasyni og Lóreley Sigurjónsdóttur 1. og 2. varamönnum af B-lista. Þar kemur fram að þau gefi ekki kost á sér að taka sæti í bæjarstjórn og bæjarráði.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi:
Að Thelma Rún Runólfsdóttir verði bæjarfulltrúi í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur.
Í bæjarráð muni setjast sem aðalmaður og varaformaður Halldór Benjamín Hreinsson og mun Thelma Rún Runólfsdóttir koma inn sem varamaður í bæjarráð í stað Halldórs.
Í Fasteignafélagi Hveragerðis verði Andri Helgason varamaður í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur.
Í Nefnd um Eignarsjóð verði Andri Helgason varamaður í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur.
Að Thelma Rún Runólfsdóttir verði aðalfulltrúi Hveragerðisbæjar á ársfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), aðalfundi Bergrisans og aðalfundi heilbrigðisnefndar Suðurlands (HES) í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur.
Að Snorri Þorvaldsson verði varafulltrúi Hveragerðisbæjar á ársfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), aðalfundi Bergrisans og aðalfundi heilbrigðisnefndar Suðurlands (HES) í stað Andra Helgasonar.
Að Arnar Ingi Ingólfsson verði varfulltrúi Hveragerðisbæjar á ársfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), aðalfundi Bergrisans og aðalfundi heilbrigðisnefndar Suðurlands (HES) í stað Lóreleyjar Sigurjónsdóttur.
Að Halldór Benjamín Hreinsson verði aðalfulltrúi Hveragerðisbæjar í Héraðsnefnd Árnesinga í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur og varafulltrúi Hveragerðisbæjar í Héraðsnefnd Árnesinga verði Thelma Rún Runólfsdóttir í stað Halldórs.
Að varafulltrúi Hveragerðisbæjar á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga verði Halldór Benjamín Hreinsson í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur.
Bæjarstjórn hefur borist bréf frá Andra Helgasyni og Lóreley Sigurjónsdóttur 1. og 2. varamönnum af B-lista. Þar kemur fram að þau gefi ekki kost á sér að taka sæti í bæjarstjórn og bæjarráði.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi:
Að Thelma Rún Runólfsdóttir verði bæjarfulltrúi í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur.
Í bæjarráð muni setjast sem aðalmaður og varaformaður Halldór Benjamín Hreinsson og mun Thelma Rún Runólfsdóttir koma inn sem varamaður í bæjarráð í stað Halldórs.
Í Fasteignafélagi Hveragerðis verði Andri Helgason varamaður í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur.
Í Nefnd um Eignarsjóð verði Andri Helgason varamaður í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur.
Að Thelma Rún Runólfsdóttir verði aðalfulltrúi Hveragerðisbæjar á ársfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), aðalfundi Bergrisans og aðalfundi heilbrigðisnefndar Suðurlands (HES) í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur.
Að Snorri Þorvaldsson verði varafulltrúi Hveragerðisbæjar á ársfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), aðalfundi Bergrisans og aðalfundi heilbrigðisnefndar Suðurlands (HES) í stað Andra Helgasonar.
Að Arnar Ingi Ingólfsson verði varfulltrúi Hveragerðisbæjar á ársfundi Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), aðalfundi Bergrisans og aðalfundi heilbrigðisnefndar Suðurlands (HES) í stað Lóreleyjar Sigurjónsdóttur.
Að Halldór Benjamín Hreinsson verði aðalfulltrúi Hveragerðisbæjar í Héraðsnefnd Árnesinga í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur og varafulltrúi Hveragerðisbæjar í Héraðsnefnd Árnesinga verði Thelma Rún Runólfsdóttir í stað Halldórs.
Að varafulltrúi Hveragerðisbæjar á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga verði Halldór Benjamín Hreinsson í stað Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Getum við bætt efni síðunnar?