Reykjavíkurborg
Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts - Fundur nr. 46
**Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts**
Ár 2024, þriðjudaginn 8. október var haldinn 46. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Árseli og hófst kl. 16.37. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorkell Heiðarsson, Arnór Heiðarsson, Björn Gíslason, Lina Marcela Giraldo og Vera Sveinbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Fram fer umræða um skóla- og æskulýðsmál í borgarhlutanum. MSS23090175
Dagbjört J. Þorsteinsdóttir, Bjarni Þórðarson og Sandra Dís Káradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. september 2024, um að opið er fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar frá 15. september til 15. október. MSS24030095
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. september 2024, um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22020161
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 19. september 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 – Keldur og nágrenni, verklýsing skipulagsgerðar og umhverfismat. USK24080321
Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest.
Fylgigögn
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts – haust 2024. MSS22080127
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
Lagt fram bréf íbúa í hverfinu, dags. 7. október 2024, um fáliðun í leikskóla í hverfinu. MSS24100057
Samþykkt að senda skóla- frístundasviði til upplýsingar.
Fylgigögn
Lögð fram greinargerð Sigmar Þórs Matthíassonar, dags. 24. september 2024 vegna verkefnisins Lifandi tónlist í Elliðaárstöð og á Bístró. MSS23030157
**Fundi slitið kl. 18:10**
Þorkell Heiðarsson Arnór Heiðarsson
Björn Gíslason Vera Sveinbjörnsdóttir
Lina Marcela Giraldo
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts 8. október 2024**