Vopnafjarðarhreppur
Fjölskylduráð - 25
== Fundur nr. 25 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:15
Berglind Steindórsdóttir ritaði fundargerð
BS
Berglind SteindórsdóttirNefndarmaður
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
DJB
Dorota Joanna BurbaNefndarmaður
JHH
Jenný Heiða HallgrímsdóttirNefndarmaður
AI
Arnar IngólfssonNefndarmaður
ÞH
Þráinn HjálmarssonNefndarmaður
VOH
Valdimar O. HermannssonSveitarstjóri
ÞS
Þórhildur SigurðardóttirVerkefnastjóri
SK
Sandra KonráðsdóttirLeikskólastjóri
KRS
Katla Rán SvavarsdóttirÁheyrnarfulltrúi leikskóla
MÓÓ
Matthildur Ósk ÓskarsdóttirÁheyrnarfulltrúi foreldra
SY
Stephen YatesSkólastjóri Tónlistarskóla Vopnafjarðar
Fundur nr. 25 kjörtímabilið 2022-2026. Fundur var haldinn í fjölskylduráði 8. október kl. 8:15 í Félagsheimilinu Miklagarði.
**a. Tímabil sumarlokunar næstu þrjú árin**
Gerðar hafa verið kannanir um sumarlokun leikskóla hjá foreldrum, starfsfólki og meðal atvinnulífsins um hvernig hægt sé að koma til móts við þarfir sem flestra.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
2025: 19. júní - 24. júlí
2026: 25. júní - 30. júlí / 2. júlí - 6. ágúst
2027: 2. júlí - 6. ágúst / 8. júlí - 12. Ágúst
Kosið um dagsetningu 2026. Annars vegar 25. júní - 30. júlí og hins vegar 2. júlí - 6. ágúst.
Fyrri dagsetninguna samþykkja Berglind, Aðalbjörg, Jenný, Dorota og Axel. Seinni dagsetninguna kjósa Arnar og Þráinn.
Tillagan í heild borin upp til samþykktar:
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi sumarlokanir fyrir leikskólann Brekkubæ: 2025: 19. júní - 24. júlí 2026: 25. júní - 30. júlí 2027: 8. júlí - 12. ágúst Unnið verði að lausnum um útfærslu á vinnustyttingu o.fl.
Samþykkt af Berglindi, Aðalbjörgu, Axel, Jenný Heiðu, Arnari og Dorotu. Þráinn situr hjá.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
Lagt er til að foreldrar sem vilja lengja sumarfrí öðru hvoru megin/báðu megin við sumarlokun geti sótt um niðurfellingu leikskólagjalda þá daga. Væri það til viðbótar við þá gjaldfrjálsu daga sem boðið er uppá núna. Til þess að fá niðurfellingu leikskólagjalda þarf að sækja um hjá leikskólastjóra fyrir 1. maí. Er þetta gert til þess að rýmka fyrir um orlofstöku starfsfólks. Skoðað verður í framhaldi hámarkslengd.
Frestað til næsta fundar, verður skoðað í sambandi við hitt gjaldfrjálsa fríið.
Leikskólastjóri óskar eftir því að dagar á milli jóla- og nýárs verði skráningardagar. Þ.e. að börn sem ætli að mæta þessa daga verði skráð með ákveðnum fyrirvara og sú skráning sé bindandi.
Lagt er til að skráningardagar verði á milli jóla- og nýárs þar sem börn sem nýta leikskólapláss verði skráð fyrir 20. nóvember. Skráning verður bindandi. Gjald verður fellt niður fyrir þá sem eru í fríi.
Samþykkt samhljóða.
Skólastjóri tónlistarskóla lagði fram til kynningarvskóladagatal tónlistarskóla. Kenndar eru 16 vikur fyrir áramót og 16 eftir áramótin. Nemendur eru 33 í tónlistarskóla í vetur og skiptist á mörg hljóðfæri. Flestir eru í yngri bekkjunum. Fleiri nemendur en í fyrra. Barnakórinn byrjar þegar líður á veturinn.
Reglur um akstursþjónustu voru teknar fyrir í sveitarstjórn og fjölskylduráði en hafa ekki verið kláraðar. Lagt er til að erindið verði sent aftur til sveitarstjórnar til samþykktar með breytingartillögum fjölskylduráðs til hliðsjónar.
Samþykkt samhljóða.
Starfsmanni fjölskylduráðs falið að klára reglur og sendir á sveitastjórn til samþykktar.
1. Eftirlitsmyndavélar við skóla og leikskóla. Meðal annars til að koma í veg fyrir skemmdarverk og slæma umgengni og til að skoða alvarleg atvik komi þau upp.
2. Sundnámskeið fyrir börn í 1. og 2. bekk í lok sumars. Mikil ánægja var með sundnámskeiðið sem var í sumar og væri gaman að bjóða uppá það aftur.
3. Annar áfangi skólalóðar.
4. Bjóða uppá afslátt ef keypt er bæði árskort í sund og líkamsrækt. Tillaga kom upp um lýðheilsukort, fyrirmynd á Akureyri, samhliða heilsueflandi samfélagi.
5. Útisvæði við Sundabúð. Laga ójafnar hellur og kanta fyrir ofan og neðan hús. E.t.v. planta einhverjum gróðri.
• Nýtt gervigras á sparkvöll, þarf að vera lokið árið 2026. Starfsmaður fjölskylduráðs ætlar að athuga styrk frá íþróttasjóð.
• Bíll í akstursþjónustu sem getur tekið farþega í hjólastól. Gögn hafa áður verið send til sveitarstjórnar þar sem iðjuþjálfi, Hafdís Bára Óskarsdóttir, skoðaði málið að beiðni fjölskylduráðs.
• Leikvellir í holtum, Kolbeinsgötu og á milli fagrahjalla og lónabrautar. Skoða að setja nýtt undirlag og eitt nýtt leiktæki.
• Fjölga ruslafötum í bænum.
• Fleiri gangbrautir.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:35