Garðabær
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 13
|
|
|
|**1. 2409020 - Þorraholt 17 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir af fjölbýlishúsi að Þorraholti 17 sem fylgja umsókn um byggingarleyfi. Umsögn deiliskipulagshöfundar lögð fram ásamt greinargerð hönnuðar hússins þar sem brugðist er við umsögninni.
|
Samkvæmt skipulagi skulu svalir fara að hámarki 0,6 m út fyrir byggingarreit. Samkvæmt afstöðumynd á aðaluppdrætti ná svalir á vesturgafli og suðurgafli byggingar lengra allt að 0,8 m út fyrir byggingarreit. Breidd byggingar á 4 m kafla er 16,6 m en samkvæmt skipulagi skal hámarksbreidd byggingar vera 15 m.
Skipulagsstjóri lítur svo á að ákvæði um bílastæðafjölda sé lágmarksákvæði.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis verði vikið frá kröfum 2. mgr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar hvað svalir og breidd byggingar varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
|
|
|
|
|
|**2. 2409021 - Þorraholt 15 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir af fjölbýlishúsi að Þorraholti 15 sem fylgja umsókn um byggingarleyfi. Umsögn deiliskipulagshöfundar lögð fram ásamt greinargerð hönnuðar hússins þar sem brugðist er við umsögninni.
|
Samkvæmt skipulagi skulu svalir fara að hámarki 0,6 m út fyrir byggingarreit. Samkvæmt afstöðumynd á aðaluppdrætti ná svalir á vesturgafli og suðurgafli byggingar lengra allt að 0,8 m út fyrir byggingarreit. Breidd byggingar á 4 m kafla er 16,6 m en samkvæmt skipulagi skal hámarksbreidd byggingar vera 15 m.
Skipulagsstjóri lítur svo á að ákvæði um bílastæðafjölda sé lágmarksákvæði.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis verði vikið frá kröfum 2. mgr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar hvað svalir og breidd byggingar varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
|
|
|
|
|
|**3. 2409217 - Stekkholt 22 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja byggingarleyfi fyrir Stekkholt 22. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|
|**4. 2409145 - Stekkholt 12 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Stekkholt 12, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|
|**5. 2409525 - Vorbraut 17 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn fyrir fjölbýlishúsið Vorbraut 17, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verði vikið frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar hvað varðar uppbrot úthliða, sem minnst er á í umsögn deiliskipulagshöfundar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
|
|
|
|
|
|
|**6. 2405525 - Gásamýri 14-28 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Króks sem nær til raðhúslóðanna Gásamýri 14-28. Tillagan gerir ráð fyrir breikkun byggingarreits hverrar raðhúsaeiningar um 2 m úr 10 m í 12 m. Byggingarreitir endahúsa færast því til norðurs um 4 metra og til suðurs um 4 metra. Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar þar sem fram kemur að breytingin sé til bóta fyrir gæði húsanna.
|
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Króks í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum að Svanamýri 25-33 og Gásamýri 1-15 og 17-27. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
|
|
|
|
|
|**7. 2405524 - Gásamýri 2-12 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Króks sem nær til raðhúslóðanna Gásamýri 2-12. Tillagan gerir ráð fyrir breikkun byggingarreits hverrar raðhúsaeiningar um 1 m við Gásamýri 2-6, úr 10 m í 11, og um 2 m við Gásamýri 8-12, úr 10 m í 12 m. Byggingarreitir endahúsa við Gásamýri 2-6 færast því til suðurs um 3 metra. Byggingarreitir endahúsa við Gásamýri 8-12 færast því til suðurs um 2 metra og til norðurs um 4 metra.
|
Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar þar sem fram kemur að breytingin sé til bóta fyrir gæði húsanna.
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Króks í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum að Gásamýri 1-15 og 14-20. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
|
|
|
|
|
|**8. 2410170 - Deiliskipulag - Kinnargata 39**
|Lagðir fram lóðaruppdrættir sem fylgja ósk um deiliskipulagsbreytingu við Kinnargötu 39-41. Fyrirspurnin felur í sér byggingu smáhýsis sem er 14,5 m² og 2,5 m á hæð á báðum lóðum. Deiliskipulagsskilmálar fyrir deiliskipulag Urriðaholts austurhluta 1. áfanga kveða á um að smáhýsi skal ekki vera stærra en 10 m². Skipulagsstjóri vísar umsókn til skipulagsnefndar.
|
|
|
|
|
|
|**9. 2410051 - Steinprýði 11 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn fyrir Steinprýði 11, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|
|**10. 2409436 - Birkiholt 13 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi **
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja fyrirspurn er varðar uppbyggingu á skjólvegg og smáhýsi við lóðarmörk Birkiholts 13 og opins svæðis í landi Garðabæjar. Smáhýsið er 14,5 m² og 2,4 m á hæð. Grindverkið er frá 0,9-1,8 m á hæð. Engin ákvæði eru um smáhýsi í deiliskipulagi Breiðamýri og norðanvert Sviðholt. Garðabær er eigandi aðliggjandi lands og því þarf samþykki sveitarfélagsins fyrir smáhýsi sem er nær lóðarmörkum en 3 m. Áður en skipulagsstjóri afgreiðir málið fyrir hönd Garðabæjar skal samþykki allra eigenda Birkiholts 7, 9 og 11 liggja fyrir.
|
|
|
|
|
|
|**11. 2410109 - Sjávargata 30 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn vegna viðbyggingar við Sjávargötu 30, Álftanesi. Núverandi hús er 209 m² og verður 247 m². Viðbygging er innan byggingarreits og innan skilmála er varðar nýtingarhlutfall, sem er samkvæmt ákvæðum deiliskipulags Sjávargötu 0,3. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við fyrirspurn.
|
|
|