Garðabær
Skipulagsnefnd Garðabæjar - 13
|
|**Skipulagsnefnd Garðabæjar**
|11.10.2024 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Kjartan Vilhjálmsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson aðalmaður, Rakel Steinberg Sölvadóttir varaáheyrnarfulltrúi, Ingvar Arnarson varamaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2203422 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 10. Stígakerfi í þéttbýli og þjónustukerfi**
|Hrönn Hafliðadóttir verkefnisstjóri og Þráinn Hauksson skipulagsráðgjafi kynntu drög að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nær til stígakerfis sem sett er fram í kafla 4.2 í greinargerð og á uppdráttum. Einnig voru kynnt drög að hjólreiðastefnu Garðabæjar.
|
Skipulagsnefnd vísar drögunum til umfjöllunar og umsagnar í umhverfisnefnd, íþrótta-og tómstundaráði, skólanefnd grunnskóla, velferðarráði, öldungaráði, ungmennaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2111064 - Breyting á vaxtarmörkum svæðisskipulags í landi Garðabæjar. Aðal- og svæðisskipulagsbreyting.**
|Skipulagsstjóri fór yfir valkosti varðandi nálgun verkefnisins og næstu skref.
|
Vísað til áframhaldandi mótunar hjá skipulagsstjóra og skipulagsráðgjafa.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2110128 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 8.Arnarnesháls/Arnarland**
|Formaður skipulagsnefndar og skipulagsstjóri gerðu nefndinni grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað á tillögunni í ljósi þeirra athugasemda sem bárust við auglýsta tillögu.
|
Vísað til áframhaldandi úrvinnslu hjá umhverfissviði, skipulagsráðgjafa og þróunaraðila.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2110129 - Arnarland. Deiliskipulag**
|Formaður skipulagsnefndar og skipulagsstjóri gerðu nefndinni grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað á tillögunni í ljósi þeirra athugasemda sem bárust við auglýsta tillögu.
|
Vísað til áframhaldandi úrvinnslu hjá umhverfissviði, skipulagsráðgjafa og þróunaraðila.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2410080 - Hnoðraholt - Háholt - Aðalskipulagsbreyting**
|Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nær til svæðis á háholti Hnoðraholts. Þeir landnotkunarreitir sem tillaga nær til eru 4.04 Íb (Hnoðraholt suður), 4.18 Op (Hnoðraholt-Vífilsstaðir), 4.05 S (Hnoðraholt-leikskóli) og 4.22 I (Hnoðraholt veitumannvirki).
|
Skipulagsnefnd samþykkir verkefnislýsinguna í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skal hún auglýst á vef Garðabæjar, á vef skipulagsgáttar og send umsagnaraðilum.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2409103 - Hnoðraholt-háholt, deiliskipulag**
|Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag á svæði efst á Hnoðraholti. Verkefnislýsingin er sameiginleg fyrir breytingu á aðalskipulagi sem nær til sama svæðis.
|
Skipulagsnefnd samþykkir verkefnislýsinguna í samræmi við 11. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skal hún auglýst á vef Garðabæjar og send umsagnaraðilum.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2409319 - Hátún 3 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram umsókn um framlengingu stöðuleyfis vegna geymslugáms sem tengist framkvæmdum á lóð einbýlishússins og er staðsettur innan lóðamarka norðanmegin við götu. Ekki er gert ráð fyrir gangstétt við götuna að sunnanverðu, þ.e. með norðurmörkum lóðarinnar.
|
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlengingu á stöðuleyfi til skamms tíma.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2302193 - Ásahverfi, farsímasamband.**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hraunsholts vestra (Ásahverfis) sem gerir ráð fyrir staðsetningu farsímasendis við Ásabraut ásamt athugasemdum sem borist hafa.
|
Skipulagsstjóri og sviðsstjóri umhverfissviðs gerðu grein fyrir fundum með Mílu og Íslandsturnum vegna málsins.
Skipulagsnefnd leggur til að tillögu verði breytt og gert verði ráð fyrir jafn háum sendi við norðurenda göngubrúar yfir Hafnarfjarðarveg.
Skipulagsnefnd vísar tillögu þess efnis til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2406836 - Miðbær, Svæði I og II, Garðatorg 1, dsk breyting**
|Skipulagsstjóri kynnti drög að verkefnislýsingu vegna tillögu að breytingu deiliskipulags Miðbæjar.
|
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2408081 - Birkiás 1 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um staðsetningu smáhýsis á lóð að lokinni grenndarkynningu. Athugasemd barst frá eigendum aðliggjandi lóðar. Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2410008F - Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 12**
|
|
|2410038 - Framkvæmdir - Stofnlögn hitaveitu milli Hraunhóla og Hraunholtslækjar
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2409397 - Furulundur 9 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2409278 - Vinastræti 28 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2410016F - Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 13**
|
|
|2409020 - Þorraholt 17 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2409021 - Þorraholt 15 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2409217 - Stekkholt 22 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2409145 - Stekkholt 12 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2409525 - Vorbraut 17 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2410170 - Deiliskipulag - Kinnargata 39
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2410051 - Steinprýði 11 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2409436 - Birkiholt 13 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2410109 - Sjávargata 30 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|