Reykjavíkurborg
Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 51
**Íbúaráð Kjalarness**
Ár 2024, fimmtudagurinn, 10 október, var haldinn 51. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir,Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sátu einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning á verklýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 – Kjalarnes og dreifbýl svæði. USK24060309
Frestað.
Fylgigögn
Fram fer kynning á verklýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 – Álfsnes, Esjumelar. USK24060310
Frestað.
Fylgigögn
Fram fer umræða um verkefni á sviði félagsauðs í hverfinu. MSS22100035
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Kjalarness, dags. 10. október 2024 um áfangaskýrslu um kostamat fyrir mögulegar staðsetningar íþróttamiðstöðvar skotíþrótta, einnig lagt fram bréf stýrihóps um framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta, dags. 26. september 2024, ásamt áfangaskýrslu – kostamat fyrir mögulegar staðsetningar. MSS23100050
Samþykkt.
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. september 2024, um að opið er fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar frá 15. september til 15. október. MSS24030095
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. september 2024, um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22020161
Fylgigögn
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Kjalarness – haust 2024. MSS22080127
Samþykkt með þeirri breytingu að desember fundur fari fram 5.desember.
Fylgigögn
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
**Fundi slitið kl. 17:32.**
Kristjana Þórarinsdóttir Sigrún Jóhannsdóttir
Þorkell Sigurlaugsson Hildur Guðbjörnsdóttir
Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Kjalarness 10. október 2024 **