Ísafjarðarbær
Velferðarnefnd 482. fundur
= Velferðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Kvennaathvarfið - umsókn um styrk - 2024090096 ===
Tekin fyrir á ný umsókn Kvennaathvarfsins um rekstararstyrk að upphæð kr. 200.000.- fyrir árið 2025.
Velferðarnefnd vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
=== 2.Gjaldskrár 2025 - 2024030141 ===
Lagt fyrir minnisblað sviðstjóra um gjaldskrá velferðarsviðs fyrir árið 2025.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að tillögur velferðarnefndar um gjaldskrár fyrir árið 2025 verði samþykktar.
=== 3.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2024 - endurskoðun á tekjuviðmiðum fyrir 2025 - 2024100024 ===
Lagt fram minnisblað deildarstjóra í félagsþjónustu um breytt tekjuviðmið í sérstökum húsnæðisstuðningi og hækkun á hámarksstuðningi.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að tekjuviðmið sérstaks húsnæðisstuðnings hækki um 5,6% líkt og almennnar hækkanir í gjaldskrám Ísafjarðarbæjar. Einnig leggur velferðarnefnd til að hámarksstuðningur hækki samhliða. Fullur bótaréttur geti að hámarki orðið kr 95.000,- á mánuði.
=== 4.Framkvæmdaáætlun 2025 til 2035 - 2024030143 ===
Lögð fram til kynningar framkvæmdaáætlun 2025 til 2035.
Málinu verði frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?