Fjarðabyggð
Bæjarráð - 866
**1. 2404213 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2025**
|Farið yfir stöðu launaáætlunar í fjárhagsáætlunarvinnu 2025.|
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2025.
| |
__Gestir__
|Fjármálastjóri - 00:00|
**2. 2410017 - Fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 3**
|Framlögð tillaga fjármálstjóra að viðauka 3 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2024.|
Bæjarráð samþykkir viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
| |
__Gestir__
|Fjármálastjóri - 00:00|
**3. 2410031 - Bréf til sveitarstjórnar frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga**
|Framlagt til kynningar bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.|
Vísað til bæjarstjórnar.
| |
__Gestir__
|Fjármálastjóri - 00:00|
**4. 2403089 - Líkamsrækt Reyðafjarðar**
|Tekinn fyrir að nýju samningur um sölu líkamsræktartækja Líkamsræktarinnar í íþróttamiðstöðinni á Reyðarfirði til Eyrinnar heilsuræktar ehf. |
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Stjórnanda íþróttamála falið að kynna útfærslu breytinga fyrir notendum þjónustunnar.
| |
__Gestir__
|Fjármálastjóri - 00:00|
**5. 2410015 - Íbúakönnun 2024**
|Fjallað um viðhorfskönnun Gallup þar sem mæld eru viðhorf íbúa til þjónustuþátta stærstu sveitarfélaga landsins. |
Bæjarráð samþykkir að gerð verði viðhorfskönnun.
**6. 2409067 - Styrkumsókn vegna afnota af íþróttahúsi Reyðarfjarðar vegna árshátíðar starfsmanna.**
|Framlögð beiðni Skemmtifélags starfsmanna Fjarðabyggðar um endurgjaldslaus afnot af íþróttahúsi Fjarðabyggðar þann 10. maí 2025.|
Bæjarráð samþykkir að styrkja félagið sem nemur húsaleigu vegna viðburðarins, tekið af liðnum óráðstafað 21690.
**7. 2401142 - Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024**
|Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambandsins lögð fram til kynningar.|
**8. 2409263 - Ársskýrsla Fiskeldissjóðs fyrir árið 2023**
|Framlögð til kynningar ársskýrsla Fiskeldissjóðs fyrir árið 2023.|
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun.
Mikilvægt er að útdeiling tekna af gjaldtöku í fiskeldi í sjó renni til sveitarfélaga þar sem nýting auðlindarinnar og starfsemi fyrirtækja í fiskeldi fari fram og þörfin til uppbyggingar þjónustu sé mest. Við setningu laga nr. 89/2019 um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð var lögð áhersla á að hlutverk sjóðsins væri að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.
Skorað er á Matvælaráðherra að endurskoða útdeilingar sjóðsins með það fyrir augum að leggja Fiskeldissjóð niður. Tekjur vegna gjaldtöku fiskeldis í sjó og ætlað er til innviðauppbyggingar í sveitarfélögum þar sem sjókvíaeldi er stundað ætti að renna beint til sveitarfélaga án aðkomu Fiskeldissjóðs miðað við lífmassa, burðarþol- eða áhættumat fjarða.
**9. 2410029 - Ferðaþjónustudagurinn 2024**
|Framlagt til kynningar boð á ferðaþjónustudaginn 7. október nk.|
**10. 2403087 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024**
|Fundargerð 76. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar.|
**11. 2404224 - Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2025**
|Fjallað um starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokka bæjarráðs.|
Slökkviliðsstjóri fór yfir gerð fjárhagsáætlunar slökkviliðsins fyrir árið 2025 og stöðu slökkviliðsins.
| |
__Gestir__
|Fjármálastjóri - 00:00|
|Slökkviliðsstjóri - 00:00|
**12. 2404220 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2025**
|Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlunargerð hafnarinnar.|
Farið yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 og stöðu Fjarðabyggðarhafna.
| |
__Gestir__
|Verkefnastjóri hafna - 00:00|
|Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - 00:00|
|Formaður hafnarstjórnar - 00:00|
|Fjármálastjóri - 00:00|
**13. 2404222 - Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025**
|Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlunargerð fjölskyldusviðs.|
Farið yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 og stöðu fjölskyldusviðs.
| |
__Gestir__
|Fjármálastjóri - 00:00|
|Sviðsstjóri fjölskyldusviðs - 00:00|
|Stjórnandi fjölskylduþjónustu - 00:00|
**14. 2404221 - Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags - og framkvæmdanefndar 2025**
|Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlunargerð skipulags- og framkvæmdanefndar.|
Farið yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 og stöðu skipulags- og framkvæmdasviðs.
| |
__Gestir__
|Fjármálastjóri - 00:00|
|Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - 00:00|
**15. 2404223 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2025**
|Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlunargerð menningarmála.|
Farið yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 og stöðu menningarmála.
**16. 2410004F - Rýnihópur um breytingar í grunnskólum - 3**
|Framlögð til afgreiðslu fundargerð rýnihóps um breytingar í grunnskólum frá 3. október.|
Fundargerð staðfest.
**17. 2409025F - Starfshópur um breytingar í leikskólum - 3**
|Framlögð til afgreiðslu fundargerð starfshóps um breytingar í leikskólum frá 24. september.|
Fundargerð staðfest.