Reykjavíkurborg
Velferðarráð - Fundur nr. 490
**Velferðarráð**
Ár 2024, föstudagur 11. október var haldinn 490. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 14:05 í Hofi, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, og Þorvaldur Daníelsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Sandra Hlíf Ocares og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Agnes Sif Andrésdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning á drögum að fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2025. VEL24090003.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum.
Velferðarráð leggur fram tillögu sem færð er í trúnaðarbók. Trúnaður er um málið þar til fjárhagsáætlun hefur verið samþykkt. VEL24100045.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
Lögð fram að nýju drög að gjaldskrám velferðarsviðs 2025, sbr. 7. lið fundargerðar velferðarráðs frá 3. október 2024. VEL2410004.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum. Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Umsögn velferðarráðs um tillögur starfshóps um stefnumörkun félagsmiðstöðva, samfélags- og menningarhúsa. MSS24060032.
Frestað.
**Fundi slitið kl. 16:44**
Heiða Björg Hilmisdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Þorvaldur Daníelsson Helga Þórðardóttir
Magnús Davíð Norðdahl Sandra Hlíf Ocares
Magnea Gná Jóhannsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð velferðarráðs frá 11. október 2024**