Reykjavíkurborg
Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 50
**Íbúaráð Laugardals**
Ár 2024, mánudagurinn, 14. október, var haldinn 50. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.39. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorleifur Örn Gunnarsson, Birna Hafstein, Huginn Þór Jóhannsson, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir og Stefanía Fanney Björgvinsdóttir. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning á umferðaröryggismálum í borgarhlutanum. MSS22100009
Bjarni Rúnar Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Lagt fram erindi Íbúasamtaka Laugardals um ósk um samstarf við undirbúning opins íbúafundar um stöðu leik- og grunnskóla í hverfinu. MSS24100034
Íbúaráð Laugardals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Laugardals tekur vel í hugmyndir Íbúasamtaka Laugardals og lýsir yfir áhuga um samstarf að undirbúa og standa að framkvæmd fundar á borð við þann sem borinn er upp í erindinu. Ráðið tilnefnir Stefaníu Fanneyju Björgvinsdóttur, fulltrúa foreldrafélaga hverfisins, til að vinna að undirbúningi fundarins fyrir hönd ráðsins. Næstu skref og aðrar tilnefningar verða teknar í samráði við formann íbúaráðsins.
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. september 2024, um að opið er fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar frá 15. september til 15. október. MSS24030095
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. september 2024, um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22020161
Fylgigögn
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 3. september 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Borgartún og 4 við Guðrúnartún. USK23110063
Samþykkt að gera ekki athugasemdir.
Fylgigögn
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Skólahljómsveitar Austurbæjar, dags. 3. október 2024, vegna verkefnisins Tónfundir út í nærsamfélagið. MSS24030095
**Fundi slitið kl. 18:01**
Þorleifur Örn Gunnarsson Huginn Þór Jóhannsson
Birna Hafstein Lilja Sigrún Jónsdóttir
Stefanía Fanney Björgvinsdóttir Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 14. október 2024**