Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 38. (2139)
|15.10.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir varamaður, Rakel Steinberg Sölvadóttir varamaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2410186 - Skuldabréfaútboð Garðabæjar - kynning**
|Ólafur Bjarki Ágústsson og Kristján Óli Eiríksson frá Arion banka kynntu samantekt um skuldabréfaútgáfu Garðabæjar. Ólafur Bjarki og Kristján Óli véku af fundi að kynningu lokinni.
|
Bæjarráð samþykkir að leita til Arion banka að sjá um skuldabréfaútboð á vegum bæjarins og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við bankann um verkefnið.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2410193 - Barnavernd í Garðabæ - kynning**
|Anna Eygló Karlsdóttir, deildarstjóri barnaverndar, kynnti stöðu barnavendarmála í Garðabæ.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2410080 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Hnoðraholt - Háholt - Aðalskipulagsbreyting**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar vegna tillögu að verkefnislýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nær til svæðis á háholti Hnoðraholts. Þeir landnotkunarreitir sem tillagan nær til eru 4.04 Íb (Hnoðraholt suður), 4.18 Op (Hnoðraholt-Vífilsstaðir), 4.05 S (Hnoðraholt-leikskóli) og 4.22 I (Hnoðraholt veitumannvirki).
|
Skipulagsnefnd samþykkti verkefnislýsinguna í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skal hún auglýst á vef Garðabæjar, á vef skipulagsgáttar og send umsagnaraðilum.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2409103 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Hnoðraholt-háholt, deiliskipulag**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar vegna tillögu verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag á svæði efst á Hnoðraholti. Verkefnislýsingin er sameiginleg fyrir breytingu á aðalskipulagi sem nær til sama svæðis.
|
Skipulagsnefnd samþykkti verkefnislýsinguna í samræmi við 11. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skal hún auglýst á vef Garðabæjar og send umsagnaraðilum.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2302193 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Ásahverfi, farsímasamband.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar vegna tillögu breytingu deiliskipulags Hraunsholts vestra (Ásahverfis) sem gerir ráð fyrir staðsetningu farsímasendis við Ásabraut ásamt athugasemdum sem borist hafa.
|
Skipulagsstjóri og sviðsstjóri umhverfissviðs gerðu skipulagsnefnd grein fyrir fundum með Mílu og Íslandsturnum vegna málsins.
Skipulagsnefnd lagði til að tillögunni yrði breytt og gert yrði ráð fyrir jafn háum sendi við norðurenda göngubrúar yfir Hafnarfjarðarveg.
Skipulagsnefnd vísaði tillögu þess efnis til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2410196 - Þróun og uppbygging Garðatorgs.**
|Bæjarstjóri kynnti málefni Garðatorgs og fyrirhugaða uppbyggingu á torginu. Gerð hafa verið drög að verkefnislýsingu vegna tillögu að breytingu deiliskipulags Miðbæjar, sem eru í skoðun í skipulagsnefnd. Jafnframt er í vinnslu viljayfirlýsing milli eigenda Garðatorgs 1 og Garðabæjar um uppbyggingu á svæðinu.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2410183 - Fyrirspurn Garðabæjarlistans varðandi greiðslur til fasteignasala**
|Fyrirspurn Garðabæjarlistans varðandi greiðslur til fasteignasala: Hversu mikið hefur Garðabær greitt fyrir þjónustu fasteignasala á síðastliðnum fjórum árum. Óskað er eftir sundurliðun á milli ára ásamt sundurliðun verkefna/eigna.
|
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2410184 - Fyrirspurn Garðabæjarlistans varðandi samninga um greiðslumiðlun**
|Fyrirspurn Garðabæjarlistans um samninga Garðabæjar um greiðslumiðlun.
|
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar hjá fjármála- og stjórnsýslusviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2410179 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu um endurskoðaða áætlun útgjaldajöfnunarframlaga árið 2024, dags. 9. október 2024.**
|Tillaga ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða áætlun útgjaldajöfnunarframlaga til sveitarfélaga árið 2024 á grundvelli nýrrar tekjuskerðingar, lögð fram. Áætlað útgjaldajöfnunarframlag til Garðabæjar, vegna 2024 nemur kr. 273.451.125.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2410181 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu um áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2025, dags. 3. október 2024.**
|Lagðar fram tillögur ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaðar úthlutanir á árinu 2025.
|
Í áætluð framlög vegna íslensku sem annað tungumál er ráðgert framlag til Garðabæjar kr. 26.694.105.
Í áætluð framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda er ráðgert framlag til Garðabæjar kr. 133.011.823.
Í áætlun um greiðslur almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla árið 2025 er ráðgert framlag til Garðabæjar, kr. 529.525.985
Í áætlun um útgjaldajöfnunarframlag ársins 2024 er ráðgert framlag til Garðabæjr kr. 259.855.118.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2410126 - Bréf innviðaráðuneytisins um minningardag fórnarlamba umferðarslysa, dags. 3. október 2024.**
|Lagt fram bréf innviðaráðuneytisins þar sem tilkynnt er um að árlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verði haldinn sunnudaginn 17. nóvember 2024.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|