Garðabær
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar - 32
|
|**Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar**
|09.10.2024 kl. kom Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Hrannar Bragi Eyjólfsson formaður, Harpa Rós Gísladóttir aðalmaður, Laufey Jóhannsdóttir aðalmaður, Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson aðalmaður, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskipta- og kynningarfulltrúi, Kári Jónsson íþrótta-,tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Gunnar Richardson tómstundafulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Kári Jónsson íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi.
|
||Gestur fundarins er Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri Garðabæjar undir fyrsta lið á dagskrá.
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2404116 - Íþróttaþing Garðabæjar**
|Samþykkt var að stefna að dagsetningu íþrótta- og tómstundaþings 5. febrúar 2025.
|
Spurningalistar verða sendir á rýnihópa 1. nóvember.
Fyrir þingið verði framboð á íþrótta- og tómstundastarfi í Garðabæ tekið saman og flokkað niður á aldur og kyn sem verður notað til grundvallar umræðna á þinginu.
Að sama skapi verður fjöldi iðkenda og iðkana hjá frjálsu félögunum í bænum greindur og útlistaður. Niðurstöður úr öðrum rannsóknum verða teknar saman, s.s. úr Rannsóknum & Greiningu, Æskulýðsrannsókninni o.fl.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2409265 - Forvarnavika Garðabæjar 2024**
|Dagskrá forvarnaviku Garðabæjar 1. til 8. nóvember var til áfram haldandi umræðu.
|
Áherslan verður á „Góð samskipti“ og S-in fimm í Samskiptasáttmála Garðabæjar sem eru:
Samkennd, seigla, sjálfsstjórn, sjálfstæði, skapandi hugsun.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2402380 - Sumarnámskeið 2024**
|Farið var yfir skýrslu íþrótta-, tómstunda og forvarnafulltrúa um sumarnámskeið í Garðabæ 2024. Samið var við stærstu félögin í Garðabæ um að halda úti sumarnámskeiðum sem þjónuðu börnum á aldrinum 6-9 ára frá klukkan 9:00 til 15:00 sem flesta daga. Til að auðvelda félögunum þetta greiddi Garðabær sérstaklega fyrir yfirstjórn og skipulagningu námskeiðanna. Að auki fengu félögin úthlutað starfsmönnum úr sumarvinnuátaki ungmenna.
|
Með þessum stuðningi vill Garðabær tryggja framboð til þessara barna um afþreyingu og faglegt starf allt sumarið, um leið og kostnaði er haldið í lágmarki.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2404316 - Samningar við félög til undirritunar 2024**
|Farið var yfir samstarfssamninga Garðabæjar sem voru til endurnýjunar á árinu 2024 við einstök félög í bænum. Félögin sem um ræðir eru:
|
Skátafélagið Vífill - sérákv. um 17. júní og sumardaginn fyrsta, Skátafélagið Svanir, Golfklúbburinn Álftanesi, Golfklúbburinn Oddur, Golfklúbbur GKG, Hestamannafélagið Sprettur, Knattspyrnufélag Garðabæjar KFG, Tennisfélag Garðabæjar TFG, Taflfélag Garðabæjar TG, Hestamannafélagið Sóti, Garðasókn.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. .
|