Reykjavíkurborg
Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 154
**Heilbrigðisnefnd**
Ár 2024, fimmtudaginn 17. október kl. 11:01, var haldinn 154. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birna Hafstein, Hjálmar Sveinsson, Oktavía Hrund Jóns, Sandra Hlíf Ocares, og fulltrúi frá samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas G. Gíslason, Guðjón Ingi Eggertsson, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Hreinn Ólafsson, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Helgi Guðjónsson og Sigurjóna Guðnadóttir. Fundarritari var Harpa Fönn Sigurjónsdóttir.
**Þetta gerðist:**
Lögð fram til afgreiðslu drög að fjárhagsáætlun 2025 fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Samþykkt. HER24010001
Lögð fram til afgreiðslu, drög að gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir árið 2025.
Samþykkt. HER24010001
Lögð fram til kynningar, drög að gjaldskrá Sorphirðu fyrir árið 2025. HER24010001
- Kl. 11:55 víkja Hreinn Ólafsson fjármálastjóri og Guðmundur Benedikt Friðriksson skrifstofustjóri af fundi.
Fram fer kynning á stöðu nýs tölvukerfis fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Sólveig Skaftadóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur leggur fram svohljóðandi bókun:
Heilbrigðisnefnd fagnar því hve vel vinna við kaup og innleiðingu á nýju tölvukerfi heilbrigðiseftirlitsins síðastliðna mánuði hefur gengið. Hefur sú vinna verið til fyrirmyndar og tilefni til þess að hrósa starfsfólki heilbrigðiseftirlitsins og verkefnastjóra verkefnisins fyrir þá vinnu.
Lögð fram skipulagslýsing Borgarspítalareits, dags. maí 2024 þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 748/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. september 2024. HER24010001
Fylgigögn
Lögð fram skipulagslýsing Kjalarness, Hrafnhóla, dags. 1. júlí 2024 þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 1035/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 18. september 2024. HER24010001
Fylgigögn
Lögð fram lýsing Aðalskipulags Reykjavíkur 2040, Kjalarnes og dreifbýl svæði, dags. júní 2024 þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 927/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. september 2024. HER24010001
Fylgigögn
Lögð fram skipulagslýsing Safamýrar, Framsvæðis, dags. maí 2024 þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 747/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. september 2024. HER24010001
Fylgigögn
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12. september 2024, 17. september 2024, 19. september 2024, 26. september 2024 og 3. október 2024. HER24010001
Fylgigögn
**Fundi slitið kl. 12:23**
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein
Oktavía Hrund Jóns Sandra Hlíf Ocares
Hjálmar Sveinsson Ólafur Hvanndal Jónsson
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 17. október 2024**