Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 15. (948)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarstjórn Garðabæjar**
|
|**15. (948). fundur**
|
|
|17.10.2024 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Harpa Þorsteinsdóttir varabæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
|
Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.
Fundargerð bæjarstjórnar frá 3. október 2024 lögð fram.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2410006F - Fundargerð bæjarráðs frá 8/10 '24.**
|Björg Fenger ræddi 2.tl., Vífilsstaði - framtíð svæðis og lagði fram eftirfarandi bókun:
|
"Vífilsstaðir eru perla í bæjarlandinu með sterka sögulega skírskotun. Svæðið býður upp á margþætta möguleika enda er staðsetningin einstök. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja ráðherra og ríkisvaldið til skjótra svara og góðrar samvinnu um mótun skipulags og framtíðarsýnar um svæðið."
Guðfinnur Sigurvinsson ræddi 2.tl., Vífilsstaði - framtíð svæðis.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 2.tl., Vífilsstaði - framtíð svæðis. Jafnframt þakkaði hún bæjarstjóra fyrir vel heppnaða íbúafundi.
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 2.tl., Vífilsstaði - framtíð svæðis og tók undir þakklæti fyrir vel heppnaða íbúafundi.
Fundargerðin sem er 9.tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2410015F - Fundargerð bæjarráðs frá 15/10 ' 24.**
|Brynja Dan Gunnarsdóttir ræddi 2.tl., barnavernd í Garðabæ - kynningu.
|
Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 6.tl., þróun og uppbyggingu Garðatorgs.
Björg Fenger ræddi 3.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar - Hnoðraholt-háholt
aðalskipulagsbreytingu og 4.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar Hnoðraholt-háholt, deiliskipulag.
Sigríður Hulda Jónsdóttir tók til máls að nýju og ræddi 2.tl., barnavernd í Garðabæ - kynningu.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi 2.tl., barnavernd í Garðabæ - kynningu og 6.tl., þróun og uppbyggingu Garðatorgs.
Fundargerðin sem er 11.tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|2410080 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Hnoðraholt - Háholt - Aðalskipulagsbreyting
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkirafgreiðslu skipulagsnefndar vegna tillögu að verkefnislýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nær til svæðis á háholti Hnoðraholts. Þeir landnotkunarreitir sem tillagan nær til eru 4.04 Íb (Hnoðraholt suður), 4.18 Op (Hnoðraholt-Vífilsstaðir), 4.05 S (Hnoðraholt-leikskóli) og 4.22 I (Hnoðraholt veitumannvirki). Skipulagsnefnd samþykkti verkefnislýsinguna í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skal hún auglýst á vef Garðabæjar, á vef skipulagsgáttar og send umsagnaraðilum.
|
|
|
|
|
|2409103 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Hnoðraholt-háholt, deiliskipulag
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar vegna tillögu að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag á svæði efst á Hnoðraholti. Verkefnislýsingin er sameiginleg fyrir breytingu á aðalskipulagi sem nær til sama svæðis. Skipulagsnefnd samþykkti verkefnislýsinguna í samræmi við 11. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skal hún auglýst á vef Garðabæjar og send umsagnaraðilum.
|
|
|
|
|
|2302193 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Ásahverfi, farsímasamband.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu deiliskipulags Hraunsholts vestra (Ásahverfis) sem gerir ráð fyrir staðsetningu farsímasendis við Ásabraut ásamt athugasemdum sem borist hafa. Skipulagsstjóri og sviðsstjóri umhverfissviðs gerðu skipulagsnefnd grein fyrir fundum með Mílu og Íslandsturnum vegna málsins. Skipulagsnefnd lagði til að tillögunni yrði breytt og gert yrði ráð fyrir jafn háum sendi við norðurenda göngubrúar yfir Hafnarfjarðarveg. Skipulagsnefnd vísaði tillögu þess efnis til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2410010F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar frá 9/10 '24.**
|Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl., íþróttaþing Garðabæjar, 2.tl., forvarnarviku Garðabæjar 2024, 3.tl., sumarnámskeið 2024 og 4.tl., samninga við félög til undirritunar 2024.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2409045F - Fundargerð samráðshópar um málefni fatlaðs fólks frá 3/10 '24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2410004F - Fundargerð skipulagsnefndar Garðabæjar frá 11/10 ' 24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2409036F - Fundargerð skólanefndar Garðabæjar frá 30/9 '24.**
|Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 1.tl., þróunarsjóð grunnskóla 2024, síðari úthlutun.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2409043F - Fundargerð skólanefndar Garðabæjar frá 2/10 '24.**
|Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 2.tl., starfsáætlanir grunnskóla 2024-2025, 3.tl., menntadaginn 2024, 4.tl., börn með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn og 5.tl., kynningu og samtal við stjórnendur Álftanesskóla.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2410013F - Fundargerð öldungaráðs frá 14/10 '24.**
|Harpa Rós Gísladóttir ræddi 1.tl., fjölgun rýma í dagdvöl Ísafoldar, 2.tl., samskiptasáttmála Garðabæjar 2023, 3.tl., kynningu á haustdagskrá Félags eldri borgara og 5.tl., hönnun og útboð Lambamýrar, fjölnota aðstöðu fyrir eldri borgara.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2401136 - Fundargerð stjórnar SSH (Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu) frá 7/10 '24.**
|Almar Guðmundsson ræddi 1.tl., samgöngusáttmálann, verkefni, 2.tl., fyrirkomulag almenningssamgangna ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, 3.tl., skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins og 9.tl., skilavegi - yfirfærslu til sveitarfélaga.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2401133 - Fundargerðir stjórnar SORPU frá 4/9 og 18/9 ' 24.**
|Fundargerðirnar eru lagðar fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2401134 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13/9 '24.**
|Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl., fjárhagsáætlun - staðan, 2.tl. Klappið - cEMV og markaðsmál., 3.tl. evrópuverkefni og inngildingu, 4.tl,. fargjaldaálag - reglur og ferla, 5.tl., innra eftirlit og 6.tl., kjaramál.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2410252 - Tillaga Garðabæjarlistans um stofnun starfshóps vegna seinkunar á upphafi skóladags á unglingastigi**
|Harpa Þorsteinsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram tillögu að stofnun starfshóps vegna seinkunar á upphafi skóladags á unglingastigi.
|
Greinargerð:
"Góður svefn er öllum nauðsynlegur til að geta tekist á við viðfangsefni dagsins. Svefn hefur meðal annars jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, á námsgetu og einbeitingu, hjálpar heilanum að festa upplýsingar í minni og er nauðsynlegur fyrir vöxt og þroska barna.
Umræða um seinkun skólabyrjunar í Garðabæ er ekki ný af nálinni. Það er áskorun fyrir skólana að taka þetta skref og sérstaklega ef að sveitarfélagið styður ekki vel við bakið á þeim því breytingin á sér ekki eingöngu stað innan skólanna. Það þarf að rýna vel hvernig skipulag sveitarfélagsins styður við og ég hef fulla trú á því að tækifærin séu til staðar í okkar góða samfélagi.
Við viljum fjárfesta í heilsunni með aðgerðum sem stuðla að bættum svefni. Við þurfum að þora að taka skrefið og seinka skólabyrjun á unglingastigi ásamt því að auka vægi fræðslu um mikilvægi svefns. Þannig getum við stutt við heilbrigða framtíð, með mótvægisaðgerð eins og að seinka skólabyrjun lengjum við svefn ungmenna og erum með því að sporna við þeim áhættuþáttum sem við erum að takast á við í auknum mæli í samfélaginu, t.d. streitu og kvíða.
Lagt er til að skipaður verði starfshópur með fulltrúum skóla, íþrótta og tómstunda í Garðabæ, sem verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um mögulegar leiðir til að seinka upphafi skóladags í á unglingastigi í Garðabæ. Mikilvægt er að kalla eftir samráði við nemendur, kennara, starfsfólk, skólastjóra, fulltrúa íþrótta- og tómstundastarfs ásamt því að tekið verði tillit til reynslu annarra sveitarfélaga sem nú þegar stefnt í þessa átt. Einnig er lagt til að starfshópurinn muni greina frá vinnu sinni til upplýsinga og umræðu til skólanefndar og íþrótta- og tómstundanefndar og þá sé stefnt að því skýrsla liggi fyrir 20. febrúar 2025."
Sigríður Hulda Jónsdóttir tók til máls og ræddi framkomna tillögu og lagði til að tillögunni yrði vísað til umfjöllunar í skólanefnd grunnskóla og íþrótta- og tómstundaráði.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls og ræddi framkomna tillögu og lagði til að málið yrði jafnframt rætt í ungmennaráði.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og ræddi framkomna tillögu.
Almar Guðmundsson tók til máls og ræddi framkomna tillögu.
Harpa Þorsteinsdóttir tók til máls að nýju.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls að nýju.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa framkomunni tillögu til umfjöllunar í skólanefnd grunnskóla. íþrótta- og tómstundaráði og ungmennaráði.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)