Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1666
**1666. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, þriðjudaginn 17. september 2024 og hófst hann kl. 14:00.**
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir, varaformaður, (í Teams), Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, (í Teams) og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar óskar formaður eftir að taka inn 2 mál með afbrigðum sem 7. og 8. mál:
7. 2406066 Umsókn um byggingarleyfi - Bjarmaland - breytt stærð á lóð.
8. 2407038 Umsókn um byggingarleyfi - breytingu á stærð lóðar - Bláa lónið.
Samþykkt samhljóða
Dagskrá:
**1. Skólasókn barna á grunnskólaaldri - Lyktir máls - 2409019**
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.
Lagt fram til kynningar erindi MRN um skólasókn barna á grunnskólaaldri og lyktir þess.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með framkvæmdanefndinni varðandi málið.
**2. Starfsstyrkir á frístunda- og menningarsviði 2025 - 2408037**
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Lagt fram yfirlit yfir samstarfssamninga á frístunda- og menningarsviði og kostnað vegna þeirra.
Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að segja upp samstarfssamningum við félagasamtök á frístunda- og menningarsviði frá og með næstu áramótum. Grindavíkurbær hefur í gegnum tíðina stutt mjög myndarlega við ýmis félög og verkefni í sveitarfélaginu. Forsendur í rekstri sveitarfélagsins hafa hins vegar gjörbreyst á undanförnum mánuðum og hvílir sú skylda á bæjarstjórn Grindavíkur að reka sveitarfélagið með sjálfbærum hætti. Sviðsstjóra er jafnframt falið að semja að nýju við þau félagasamtök sem verða starfandi á næsta ári og leggja drög að samningum fyrir bæjarráð.
**3. Afnot af íbúðum í eigu bæjarins - 2409020**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar (í Teams) og sérfræðingur á tæknisviði.
Viðbragðsaðilar og starfsfólk Grindavíkurbæjar geta þurft við sérstakar aðstæður að dvelja og hvílast í Grindavík um stundarsakir og væri það góður kostur í því sambandi að hafa aðgengi að einhverjum íbúðum í eigu bæjarins.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að útfæra málið.
**4. Kalka sorpeyðingarstöð - gámaplan og sorpílát á tímum náttúruhamfara - 2406299**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar (í Teams) og sérfræðingur á tæknisviði.
Minnisblað tæknideildar, dags. 11.09.2024, um sorpmál í Grindavík lögð fram.
Bæjarráð leggur til að settir verði grenndargámar í Grindavík í stað þess að hafa ruslatunnur við íbúðarhúsnæði.
**5. Veitur Grindavíkurbæjar - staða mála - 2409024**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar (í Teams) og sérfræðingur á tæknisviði.
Gögn vegna aðgerðaráætlunar veitna Grindavíkurbæjar frá forstöðumanni þjónustumiðstöðvar, dags. 12.09.2024, eru lögð fram.
Bæjarráð þakkar fyrir vel unna greinargerð og felur bæjarstjóra og forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að kynna málið fyrir framkvæmdanefndinni.
**6. Fasteignir Grindavíkurbæjar - aðgerðaráætlun - 2409025**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar (í Teams) og sérfræðingur á tæknisviði.
Lögð fram gögn um aðgerðaráætlun fasteigna í eigu Grindavíkurbæjar frá forstöðumanni þjónustumiðstöðvar, dags. 12.09.2024.
Bæjarráð þakkar fyrir vel unna greinargerð og samþykkir tillögur aðgerðaráætlunarinnar.
**7. Umsókn um byggingarleyfi - Bjarmaland -breytt stærð á lóð - 2406066**
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sérfræðingur tæknideildar.
Eigandi Bjarmalands sækir um smávægilega breytingu á lóð undir Bjarmalandi þar sem bílskúrinn stendur inn á annarri lóð í hans eigu sem hann ætlar ekki að selja til Þórkötlu. Lóðin Þórkötlustaðir eystri (Minni-Hólaskák) minnkar á kostnað stækkunar á lóðinni Bjarmaland.
Bæjarráð samþykkir breytinguna og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
**8. Umsókn um breytingu á stærð lóða - Bláa lónið - 2407038**
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sérfræðingur tæknideildar.
Unnin var breyting á deiliskipulagi máls nr. 2403185. Óskað er eftir breytingu á lóðarstærðum skv. breytingu á deiliskipulagi. Deiliskipulagbreytingin er fylgigagn sem sveitarfélagið hefur í fórum sér og landeigandafélagið gaf umsögn við deiliskipulag og þar kemur fram að félagið er samþykkt breytingunni en gera þarf í kjölfarið nýjan lóðaleigusamning. Lóðin að Norðurljósavegi 9 minnkar á kostnað lóðarinnar að Norðurljósavegi 9a. Breytingar þurftu að eiga sér stað vegna nýs þjónustuhúss en varnargarður fór yfir gamla þjónustuhúsið á Norðurljósavegi 9a.
Bæjarráð samþykkir breytinguna.
**9. Fjárhagsáætlun 2025-2028 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2409018**
Farið yfir forsendur skatttekna á árinu 2025 og fyrirséðan launakostnað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20.
Bæjarráð / 8. október 2024
[Fundur 1667](/v/27370)
Bæjarráð / 17. september 2024
[Fundur 1666](/v/27369)
Bæjarstjórn / 24. september 2024
[Fundur 577](/v/27354)
Bæjarráð / 10. september 2024
[Fundur 1665](/v/27342)
Bæjarráð / 3. september 2024
[Fundur 1664](/v/27335)
Bæjarstjórn / 27. ágúst 2024
[Fundur 576](/v/27327)
Bæjarstjórn / 21. ágúst 2024
[Fundur 575](/v/27316)
Bæjarráð / 14. ágúst 2024
[Fundur 1663](/v/27305)
Bæjarstjórn / 23. júlí 2024
[Fundur 574](/v/27293)
Bæjarstjórn / 2. júlí 2024
[Bæjarstjórn nr. 573](/v/27284)
Bæjarstjórn / 25. júní 2024
[Fundur 572](/v/27283)
Bæjarstjórn / 11. júní 2024
[Fundur 571](/v/27265)
Bæjarstjórn / 3. júní 2024
[Fundur 570](/v/27264)
Bæjarstjórn / 30. maí 2024
[Fundur 569](/v/27263)
Bæjarstjórn / 21. maí 2024
[Fundur 568](/v/27262)
Bæjarstjórn / 7. maí 2024
[Fundur 567](/v/27261)
Skipulagsnefnd / 3. júní 2024
[Fundur 133](/v/27259)
Skipulagsnefnd / 8. maí 2024
[Fundur 132](/v/27249)
Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023
[Fundur 128](/v/27248)
Bæjarstjórn / 30. apríl 2024
[Fundur 566](/v/27205)
Bæjarstjórn / 23. apríl 2024
[Fundur 565](/v/27194)
Bæjarstjórn / 17. apríl 2024
[Fundur 564](/v/27184)
Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024
[Fundur 131](/v/27169)
Bæjarstjórn / 4. apríl 2024
[Fundur 562](/v/27168)
Bæjarstjórn / 10. apríl 2024
[Fundur 563](/v/27163)
Bæjarstjórn / 26. mars 2024
[Fundur 561](/v/27138)
Skipulagsnefnd / 25. mars 2024
[Fundur 130](/v/27133)
Skipulagsnefnd / 25. mars 2024
[Fundur 130](/v/27131)
Bæjarstjórn / 19. mars 2024
[Fundur 560 ](/v/27114)
Bæjarstjórn / 12. mars 2024
[Fundur 559](/v/27096)