Reykjavíkurborg
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 53
**Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis**
Ár 2024, þriðjudaginn 22. október, var haldinn 53. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Bjarney Kristín Ólafsdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir, Ívar Orri Aronsson og Sigurður Lúðvík Stefánsson. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning á verkefnum samgöngusáttmála í borgarhlutanum. MSS22090034
Þorsteinn R. Hermannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 16.40 tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. október 2024, vegna samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs á tillögu íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um lækkun hámarkshraða á Suðurlandsbraut. MSS23090113
Fylgigögn
Lögð fram umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 1. október 2024 um skipulagslýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Borgarspítalareit. USK24050386
Fylgigögn
Lögð fram umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um skipulagslýsingu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Safamýri-Álftamýri (Framsvæðið). USK24050280
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. september 2024, um að opið er fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar frá 15. september til 15. október. MSS24030095
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. september 2024, um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22020161
Fylgigögn
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
**Fundi slitið kl. 18.09**
Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson
Friðjón R. Friðjónsson Sigurður Lúðvík Stefánsson
Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Bjarney Kristín Ólafsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 22. október 2024**