Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1668
**1668. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 22. október 2024 og hófst hann kl. 14:00.**
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður og Ásrún Helga Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka mál á dagskrá með afbrigðum sem 4. mál:
2410025 - Merkingar innanbæjar í Grindavík.
Samþykkt samhljóða
Dagskrá:
**1. Fyrirkomulag stuðnings við atvinnulíf í Grindavík - 2410010**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Skarphéðinn Berg Steinarsson, ráðgjafi og hafnarstjóri. Frá framkvæmdanefnd: Árni Þór Sigurðsson, Viðar Helgason og Pétur M U Tómasson.
Lagt fram minnisblað frá GRN, dags. 17. október 2024 um mögulegar aðgerðir til stuðnings atvinnulífi í Grindavík og Grindavíkurbæ.
Bæjarráð leggur áherslu á að unnið verði markvisst að þeim tillögum sem fram koma í minnisblaðinu.
**2. Verkefni skólaþjónustu - flutningur verkefna til framkvæmdanefnda - 2409026**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs. Frá framkvæmdanefnd: Árni Þór Sigurðsson, Viðar Helgason og Pétur M U Tómasson.
Lagt fram bréf til innviðaráðherra frá GRN dags. 14.10.2024 - Aðgerðaráætlun vegna flutnings verkefna frá Grindavíkurbæ til Grindavíkurnefndar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við hlutfallslega skiptingu kostnaðar við verkefni á sviði fræðslumála sem fram kemur í tillögu að framkvæmdaáætlun framkvæmdanefndar. Bæjarráð setur hins vegar almennan fyrirvara um að uppgjör verði á grundvelli raunkostnaðar og væntir þess að sá kostnaður verði a.m.k. ekki hærri en áætlun.
**3. Fjárhagsáætlun 2025-2028 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2409018**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. Frá framkvæmdanefnd: Árni Þór Sigurðsson, Viðar Helgason og Pétur M U Tómasson.
Bæjarráð bendir á að töluverð óvissa er um lögbundna tekjustofna sveitarfélagsins á árinu 2025 og felur bæjarstjóra að eiga sem fyrst fund með hlutaðeigandi ráðuneytum um nauðsynlegar lagabreytingar.
**4. Merkingar innanbæjar í Grindavík - 2410025**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar. Frá framkvæmdanefnd: Árni Þór Sigurðsson, Viðar Helgason og Pétur M U Tómasson.
Lagt fram minnisblað, frá Aton ehf. vegna merkinga innanbæjar í Grindavík.
Bæjarráð samþykkir að miðlungsleið verði til grundvallar en hún felur í sér hófstilltar merkingar innanbæjar.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með opnun Grindavíkurbæjar og þakkar framkvæmdanefndinni fyrir gott samstarf í þessu mikilvæga máli.
**5. Verkefni Innviðanefndar - 2410015**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og Skarphéðinn Berg Steinarsson, ráðgjafi.
Gert er ráð fyrir því að fastanefndir boði fulltrúa framkvæmdanefndar á fundi þegar við á, þar með talið fulltrúa þjónustuteymis.
Bæjarstjóra er falið að ræða nánara fyrirkomulag við framkvæmdanefnd.
**6. Stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur óskar eftir stuðningi - 2406086**
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Lögð fram beiðni um stuðning við knattspyrnudeild UMFG á árinu 2024.
Bæjarráð samþykkir að styrkja UMFG um 10.000.000 kr. og felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að fylgja málinu eftir.
**7. Ósk um kaup á búnaði - 2410019**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.
Bæjarráð felur sviðsstjórum að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
**8. Staða óvarinna rafstrengja í og við Grindavík - 2410009**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hafnarstjóri og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Lögð fram erindi sem varða frágang rafstrengja og álit HMS um að fram þurfi að fara áhættumat til að greina hættu af háspennustrengjum.
Guðjón Bragason vék af fundi kl. 16:30
**9. Öryggisgæsla - Tollhús við Tryggvagötu - 2406298**
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útfæra aðgangsmál í aðalandyri Tollhússins í samræmi við umræður á fundinum.
**10. Kalka sorpeyðingarstöð - gámaplan og sorpílát á tímum náttúruhamfara - 2406299**
Lagt fram yfirlit yfir útlagðan kostnað Kölku vegna sorphirðu í Grindavík og reksturs gámaplans það sem af er ári 2024 ásamt áætluðum kostnaði við rekstur grenndargáma, ásamt tilboði frá björgunarsveitinni í flutning á sorptunnum frá Grindavík til Kölku.
Bæjarráð samþykkir tilboð björgunarsveitarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10.
Bæjarráð / 22. október 2024
[Fundur 1668](/v/27374)
Bæjarráð / 8. október 2024
[Fundur 1667](/v/27370)
Bæjarráð / 17. september 2024
[Fundur 1666](/v/27369)
Bæjarstjórn / 24. september 2024
[Fundur 577](/v/27354)
Bæjarráð / 10. september 2024
[Fundur 1665](/v/27342)
Bæjarráð / 3. september 2024
[Fundur 1664](/v/27335)
Bæjarstjórn / 27. ágúst 2024
[Fundur 576](/v/27327)
Bæjarstjórn / 21. ágúst 2024
[Fundur 575](/v/27316)
Bæjarráð / 14. ágúst 2024
[Fundur 1663](/v/27305)
Bæjarstjórn / 23. júlí 2024
[Fundur 574](/v/27293)
Bæjarstjórn / 2. júlí 2024
[Bæjarstjórn nr. 573](/v/27284)
Bæjarstjórn / 25. júní 2024
[Fundur 572](/v/27283)
Bæjarstjórn / 11. júní 2024
[Fundur 571](/v/27265)
Bæjarstjórn / 3. júní 2024
[Fundur 570](/v/27264)
Bæjarstjórn / 30. maí 2024
[Fundur 569](/v/27263)
Bæjarstjórn / 21. maí 2024
[Fundur 568](/v/27262)
Bæjarstjórn / 7. maí 2024
[Fundur 567](/v/27261)
Skipulagsnefnd / 3. júní 2024
[Fundur 133](/v/27259)
Skipulagsnefnd / 8. maí 2024
[Fundur 132](/v/27249)
Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023
[Fundur 128](/v/27248)
Bæjarstjórn / 30. apríl 2024
[Fundur 566](/v/27205)
Bæjarstjórn / 23. apríl 2024
[Fundur 565](/v/27194)
Bæjarstjórn / 17. apríl 2024
[Fundur 564](/v/27184)
Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024
[Fundur 131](/v/27169)
Bæjarstjórn / 4. apríl 2024
[Fundur 562](/v/27168)
Bæjarstjórn / 10. apríl 2024
[Fundur 563](/v/27163)
Bæjarstjórn / 26. mars 2024
[Fundur 561](/v/27138)
Skipulagsnefnd / 25. mars 2024
[Fundur 130](/v/27133)
Skipulagsnefnd / 25. mars 2024
[Fundur 130](/v/27131)