Hveragerðisbær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
=== 1.Bréf frá dómsmálaráðuneytinu frá 4. október 2024 ===
2410056
Lagt fram bréf frá dómsmálaráðuneyti þar sem boðið er upp á þátttöku í samráðsferli í samráðsgátt vegna draga að frumvarpi til laga um breytingu á 44. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 (fjöldaflótti), mál nr. 199/2024.
Lagt fram til kynningar.
=== 2.Bréf frá innviðaráðuneytinu frá 3. október 2024 ===
2410055
Í bréfinu er fjallað um árlegan alþjóðlegan minningardag um fórnarlömb umferðarslysa sem haldinn verður 17. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga frá 1. október 2024 ===
2410101
Í bréfinu er fjallað um ársreikning Hveragerðisbæjar fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
Bæjaryfirvöld leggja ríka áherslu á að Hveragerðisbær uppfyllir öll skilyrði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um fjármál sveitarfélaga. Það er markmið og stefna Hveragerðisbæjar að treysta enn betur fjárhag sveitarfélagsins á komandi árum. Áætlað er að bærinn verði innan marka þegar bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um fjármál sveitarfélaga fellur úr gildi.
Bæjaryfirvöld leggja ríka áherslu á að Hveragerðisbær uppfyllir öll skilyrði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um fjármál sveitarfélaga. Það er markmið og stefna Hveragerðisbæjar að treysta enn betur fjárhag sveitarfélagsins á komandi árum. Áætlað er að bærinn verði innan marka þegar bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um fjármál sveitarfélaga fellur úr gildi.
=== 4.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélag frá 7. október 2024 ===
2410054
Í bréfinu er kynnt staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2024 og 2025, útgefin af þróunarsviði Sambandsins.
Lagt fram til kynningar.
=== 5.Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) frá 16. október 2024 ===
2410102
Í bréfinu er bæjarstjórn Hveragerðisbæjar boðið á stjórnarfund SASS sem halda á miðvikudaginn 30. október 2024 í tilefni af ársþingi SASS sem haldið verður í Hveragerði.
Bæjarráð Hveragerðisbæjar þiggur boð stjórnar SASS og hlakkar til að eiga uppbyggilegar samræður um áherslur og málefni Suðurlands.
=== 6.Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 9. október 2024 ===
2410075
Í bréfinu er boðað til aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem haldinn verður á Hótel Örk í Hveragerði 1. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar.
Hveragerðisbær á 6 fulltrúa á fundinum.
Hveragerðisbær á 6 fulltrúa á fundinum.
=== 7.Bréf frá Orkuveitunni frá 15. október 2024 ===
2406114
Í bréfinu er fjallað um umsókn Orkuveitunnar um leyfi til rannsókna og leitar að jarðhita í Ölfusdal og mögulegan íbúafund í sveitarfélaginu.
Bæjarráð vísar í bókun sína frá fundi 13. júní sl. þar sem skýr krafa kom fram um að Orkuveitan héldi opinn fund með íbúum í ágúst sl. þar sem áform Orkuveitunnar yrðu kynnt. Í bréfi Orkuveitunnar nú kemur fram að ekki standi til að halda fund fyrr en svar Orkustofnunnar við umsókn hennar um leyfi til rannsókna og leitar að jarðhita í Ölfusdal liggur fyrir.
Bæjarráð telur að vel sé hægt og mikilvægt að kynna áform Orkuveitunnar þrátt fyrir að Orkustofnun hafi ekki afgreitt umsóknina.
Um málið í heild sinni minnir bæjarráð á bókanir sem samþykktar voru á fundi bæjarráðs 2. mars 2023, á fundi bæjarstjórnar 29. nóvember 2023 og á fundi bæjarráðs 7. desember 2023.
Bæjarráð telur að vel sé hægt og mikilvægt að kynna áform Orkuveitunnar þrátt fyrir að Orkustofnun hafi ekki afgreitt umsóknina.
Um málið í heild sinni minnir bæjarráð á bókanir sem samþykktar voru á fundi bæjarráðs 2. mars 2023, á fundi bæjarstjórnar 29. nóvember 2023 og á fundi bæjarráðs 7. desember 2023.
=== 8.Bréf frá Landsvirkjun frá 15. október 2024 ===
2410096
Í bréfinu er boð á haustfund Landsvirkjunar sem haldinn verður á Selfossi 30. október 2024.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóri mun sækja fundinn fyrir hönd Hveragerðisbæjar.
Bæjarstjóri mun sækja fundinn fyrir hönd Hveragerðisbæjar.
=== 9.Bréf frá Landskjörsstjórn frá 14. október 2024 ===
2410079
Í bréfinu er fjallað um fyrirhugaðar kosningar til Alþingis í nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar.
=== 10.Bréf frá Festi hf. frá 16. október 2024 ===
2410116
Í erindinu er óskað eftir framlengingu á lóðarleigusamningi vegna Breiðumarkar 1 í Hveragerði, landnúmer 171130, til að gera félaginu kleift að fara í frekari uppbyggingu á lóð og koma fyrir rafhleðslustöðvum.
Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með áform um uppbyggingu á hraðhleðslugarði á lóð Festi hf.(N1) og samþykkir að fela bæjarstjóra að framlengja lóðarleigusamninginn.
=== 11.Bréf frá Gallup frá 24. september 2024 ===
2410098
Lagt fram bréf frá Gallup þar sem Hveragerðisbæ er boðið að taka þátt í þjónustukönnun sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samstarfs við Gallup um þjónustukönnun sveitarfélaga fyrir árið 2024.
=== 12.Bréf frá Fit4Digital frá 12. september 2024 ===
2410058
Í bréfinu er verk- og kostnaðartillaga í ráðgjöf fyrir Hveragerðisbæ er varðar stafræna stöðu, stefnu og aðgerðaráætlun ásamt upplýsingum um fyrirtækið.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
=== 13.Bréf frá Klúbbnum Strók frá 9. október 2024 ===
2410076
Í bréfinu er sótt um fjárhagslegan stuðning til Klúbbsins Stróks, virknimiðstöðvar á Selfossi.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
=== 14.Bréf frá Lionsklúbbi Hveragerðis frá 16. október 2024 ===
2410110
Í erindinu er óskað eftir leyfi Hveragerðisbæjar fyrir rafknúnu farartæki á tilteknum göngu- og reiðstígum í bænum og nágrenni hans.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
=== 15.Bréf frá Hestamannafélaginu Ljúfi frá 20. október 2024 ===
2410120
Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Ljúfi þar sem óskað er eftir styrk vegna uppbyggingar og viðhalds reiðvega.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
=== 16.Notendaráð félagsþjónustu ===
2409190
Lagt fram minnisblað bæjarritara um notendaráð félagsþjónustu.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans þykir að frekar hefði átt að velja valkost 3. þar sem að notendaráð félagsþjónustu yrði lagt niður, enda er til annar samráðshópur um málefni fatlaðs fólks starfandi á vegum Bergrisans sem Hveragerðisbær á aðild að. Þá verði samþykktum bæjarins breytt þannig að fulltrúi úr hagsmunasamtökum t.d. Öryrkjabandalaginu tilnefni fulltrúa fatlaðs fólks sem hefur rétt til setu á fundum velferðar- og fræðslunefndar með málfrelsi og tillögurétt þegar mál sem varða fatlað fólk er til umræðu.
Friðrik Sigurbjörnsson
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á 3. tölul. C-liðar 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023 með síðari breytingum þar sem nafni notendaráðs félagsþjónustu verði breytt í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks og að þar verði vísað sérstaklega til ákvæðis 2. mgr. 42. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaganna nr. 40/1991.
Fulltrúi D-listans þykir að frekar hefði átt að velja valkost 3. þar sem að notendaráð félagsþjónustu yrði lagt niður, enda er til annar samráðshópur um málefni fatlaðs fólks starfandi á vegum Bergrisans sem Hveragerðisbær á aðild að. Þá verði samþykktum bæjarins breytt þannig að fulltrúi úr hagsmunasamtökum t.d. Öryrkjabandalaginu tilnefni fulltrúa fatlaðs fólks sem hefur rétt til setu á fundum velferðar- og fræðslunefndar með málfrelsi og tillögurétt þegar mál sem varða fatlað fólk er til umræðu.
Friðrik Sigurbjörnsson
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á 3. tölul. C-liðar 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar nr. 923/2023 með síðari breytingum þar sem nafni notendaráðs félagsþjónustu verði breytt í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks og að þar verði vísað sérstaklega til ákvæðis 2. mgr. 42. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaganna nr. 40/1991.
=== 17.Íbúaþing 60plús ===
2410060
Lagt fram minnisblað forstöðumanns stuðningsþjónustu og málefna aldraðra er varðar fyrirhugað íbúaþing 60plús í mars 2025.
Bæjarráð fagnar fyrirhuguðu íbúaþingi 60plús og samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
=== 18.Tímabundin hækkun á yfirdráttarheimild í Arion banka ===
2410104
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra þar sem óskað er eftir samþykki bæjarráðs fyrir tímabundinni hækkun á yfirdráttarheimild í Arion banka fyrir allt að 80 mkr. til áramóta.
Skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Bæjarráð samþykkir tímabundna hækkun á yfirdráttarheimild í Arion banka fyrir allt að 80 mkr. til næstu áramóta og vísar málinu til samþykktar bæjarstjórnar.
=== 19.Stjórnendamælaborð fyrir kjörna fulltrúa ===
2410106
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra um stjórnendamælaborð fyrir kjörna fulltrúa.
Skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Lagt fram til kynningar.
=== 20.Staða fjárfestinga 15. október 2024 ===
2410117
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra ásamt fylgigögnum um stöðu fjárfestinga Hveragerðisbæjar 15. október 2024.
Skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti málið.
Lagt fram til kynningar.
=== 21.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista um fjölda barna í leik- og grunnskóla, mönnun leikskóla og biðlista ===
2410114
Fulltrúi D-listans óskar eftir upplýsingum um hver fjöldi barna í leikskólum og grunnskóla Hveragerðisbæjar hefur verið í upphafi hvers skólaárs síðustu 10 ár frá 2014 til 2024.
Einnig óskar fulltrúi D-listans eftir upplýsingum um hvort að allar deildir leikskólanna Undralands og Óskalands séu fullmannaðar og hvort að verið sé að fullnýta pláss í öllum deildum.
Þá er óskað eftir upplýsingum um hversu mörg börn séu á biðlista eftir leikskólaplássum í Hveragerði. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig aldursdreifing barna á biðlistum sé og hvernig skiptingin á biðlista er milli leikskólanna Óskalands og Undralands og þeirra sem sækja um á báðum leikskólum.
Friðrik Sigurbjörnsson
Einnig óskar fulltrúi D-listans eftir upplýsingum um hvort að allar deildir leikskólanna Undralands og Óskalands séu fullmannaðar og hvort að verið sé að fullnýta pláss í öllum deildum.
Þá er óskað eftir upplýsingum um hversu mörg börn séu á biðlista eftir leikskólaplássum í Hveragerði. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig aldursdreifing barna á biðlistum sé og hvernig skiptingin á biðlista er milli leikskólanna Óskalands og Undralands og þeirra sem sækja um á báðum leikskólum.
Friðrik Sigurbjörnsson
Lagt fram minnisblað deildarstjóra þar sem fram koma svör við spurningum fulltrúa D-listans.
Í því kemur m.a. fram að staðan á mönnun leikskólanna beggja er sú að deildir leikskólanna eru fullsetnar og fullmannaðar samkvæmt svari beggja leikskólastjóra. Nánari upplýsingar er hægt að finna í starfsáætlunum leikskólanna sem voru kynntar á fundi skólanefndar 21. október sl.
Á biðlista eru alls 59 börn. Af þeim eru 30 börn sem ekki eru orðin eins árs. Af þeim 59 börnum á biðlista eru 18 börn sem hafa umsókn í báða leikskólana, 31 í Undraland og 19 í Óskaland.
Í því kemur m.a. fram að staðan á mönnun leikskólanna beggja er sú að deildir leikskólanna eru fullsetnar og fullmannaðar samkvæmt svari beggja leikskólastjóra. Nánari upplýsingar er hægt að finna í starfsáætlunum leikskólanna sem voru kynntar á fundi skólanefndar 21. október sl.
Á biðlista eru alls 59 börn. Af þeim eru 30 börn sem ekki eru orðin eins árs. Af þeim 59 börnum á biðlista eru 18 börn sem hafa umsókn í báða leikskólana, 31 í Undraland og 19 í Óskaland.
=== 22.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista um kostnað við rútuakstur ===
2410115
Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista.
Í svari við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-listans á síðasta bæjarstjórnarfundi kom fram að kostnaður við rútuakstur frá því að akstri var breytt í september 2023 hafi verið kr. 21.158.000,-. Á fundinum var óskað eftir kostnaði frá júní 2022 við nokkra liði, þar á meðal við rútuakstur. Því er óskað eftir upplýsingum um hver kostnaður við rútuakstur vegna aksturs fyrir Íþróttafélagið Hamar hafi verið á tímabilinu júní 2022 til september 2023.
Friðrik Sigurbjörnsson
Í svari við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-listans á síðasta bæjarstjórnarfundi kom fram að kostnaður við rútuakstur frá því að akstri var breytt í september 2023 hafi verið kr. 21.158.000,-. Á fundinum var óskað eftir kostnaði frá júní 2022 við nokkra liði, þar á meðal við rútuakstur. Því er óskað eftir upplýsingum um hver kostnaður við rútuakstur vegna aksturs fyrir Íþróttafélagið Hamar hafi verið á tímabilinu júní 2022 til september 2023.
Friðrik Sigurbjörnsson
Á árinu 2022 var í gildi samningur um rútuakstur vegna íþrótta sem hljóðaði upp á kr. 750.000.- á mánuði og gilti sá samningur þar til nýr var gerður í september 2023. Auk þess var greitt fyrir aukaakstur á Selfoss.
Alls var því kostnaður við rútuakstur frá júní 2022 til september 2023 kr. 7.692.000,-
Alls var því kostnaður við rútuakstur frá júní 2022 til september 2023 kr. 7.692.000,-
=== 23.Verkfundargerð - Hlíðarhagi frá 18. september 2024 ===
2410118
Fundargerðin er staðfest.
=== 24.Verkfundargerð - Reykjadalur frá 26. september 2024 ===
2410119
Fundargerðin er staðfest.
=== 25.Verkfundargerð - Hrauntunga frá 2. október 2024 ===
2410113
Fundargerðin er staðfest.
=== 26.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. september 2024 ===
2410052
Lagt fram til kynningar.
=== 27.Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 20. september 2024 ===
2410051
Lagt fram til kynningar.
=== 28.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 27. september 2024 ===
2410053
Lagt fram til kynningar.
=== 29.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 9. október 2024 ===
2410074
Lagt fram til kynningar.
=== 30.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 8. október 2024 ===
2410081
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:16.
Getum við bætt efni síðunnar?