Vopnafjarðarhreppur
Menningar- og atvinnumálanefnd - 24
== Fundur nr. 24 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
FBF
Fanney Björk FriðriksdóttirNefndarmaður
BM
Bobana MicanovicNefndarmaður
USÖS
Urður Steinunn Önnudóttir SahrNefndarmaður
HG
Hreiðar GeirssonNefndarmaður
JH
Jón HaraldssonNefndarmaður
DS
Dagný SteindórsdóttirNefndarmaður
VOH
Valdimar O. HermannssonSveitarstjóri
ÍEJ
Íris Edda JónsdóttirStarfsmaður
Fundur nr. 24 kjörtímabilið 2022-2026 í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps verður haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps þriðjudaginn 23. október klukkan 8:30.
Þrjár umsóknir bárust til menningarsjóðs Vopnafjarðarhrepps.
Jane Kavanagh-Lauridsen sækir um styrk fyrir kaffihúsi í Kaupvangi. Sótt er um 200.000 kr.
Snætindur sækir um fyrir kayakleigunni Saga Kayak. Sótt er um 200.000 kr.
Greitt var atkvæði um að gera aðra atkvæðagreiðslu.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt með 5 atkvæðum. Hreiðar situr hjá.
Arlette Monserat sækir um fyrir viðburði á Dögum myrkurs, Dag hinna dauðu. Sótt er um 150.000 kr.
Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir styrkbeiðnina.
Menningar- og atvinnumálanefnd leggur eftirfarandi tillögur fram til fjárhagsáætlunar 2025.
• Aukið fjármagn í Menningarsjóð Vopnafjarðar
• Aukið fjármagn í Vopnaskak
• Fjármagn svo nefndin hafi svigrúm til að framkvæmda viðburði
• Setja aukinn kraft í markaðssetningu og uppbyggingu ferðamannastaða
Umræða var um störf nefndarinnar í desember. Áætlað er að tendrun jólatrés verði í tengslum við aðventuröl 29. nóvember og jólaball í Miklagarði 28. desember.
Nefndin hefur ákveðið að fela starfmanni nefndarinnar, Írisi Eddu Jónsdóttur, að vera framkvæmdastjóri Vopnaskaks 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:08