Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 40. (2141)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarráð Garðabæjar**
|
|**40. (2141). fundur**
|
|
|29.10.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Gunnar Valur Gíslason varamaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2025-2028)**
|Bæjarstjóri fór almennt yfir meginatriði varðandi vinnu við gerð frumvarps að fjárhagsáætlun 2025.
|
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2025 og árin 2026-2028, ásamt forsendum og framkvæmdayfirliti.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2026-2028) til fyrri umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3.mgr. 62.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. einnig 2.mgr. 40.gr. Samþykkta um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð fimmtudaginn 7. nóvember 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2307150 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar - Viðauki nr. 2**
|Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri, kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir eftirfarandi viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2024. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024 samkvæmt 2.mgr. 63.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
|
Viðauki 2
Kjarasamningar
Gengið var frá kjarasamningum við Starfsmannafélag Garðabæjar og Verkalýðfélagið Hlíf í júní sl. með afturvirkum hækkunum frá apríl sl. Einnig var gerður kjarasamningur við félög tónlistarskólakennara í desember sl. eftir samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Kostnaðarhækkanir vegna þessara kjarasamninga nema á árinu 2024 kr. 171,6 m.kr.
Velferðasvið kr. 21.850.000
Fræðslumál kr. 82.700.000
Menningarmál kr. 1.500.000
Æskulýðs- og íþróttamál kr. 33.300.000
Skipulags- og byggingarmál kr. 3.750.000
Umhverfismál kr. 8.500.000
Sameiginlegur kostnaður kr. 13.100.000
Eignasjóður kr. 1.100.000
Þjónustumiðstöð kr. 3.800.000
Samveitur kr. 2.000.000
Samtals kr. 171.600.000
Leiðrétting á innri færslum
Æskulýðs og íþróttamál
Í fjárhagsáætlun 2024 er vanreiknuð húsnæðisnotkun íþróttafélaga upp á um 60,5 m.kr. vegna Miðgarðs. Bæta þarf við fjárhagsáætlun ársins eftirfarandi færslum vegna þessa.
Reiknuð afnot UMFÁ kr. 3.473.862 06825-9912
Reiknuð afnot Stjarnan kr. 57.034.253 06820-9912
Samtals kr. 60.508.115
Tekjur Íþróttamannvirkja kr.-60.508.115
Breytingin hefur engin áhrif á sjóðsstreymi
Fræðslumál
Innri leiga hefur verið uppfærð vegna Urriðabóls í Kauptúni samtals að fjárhæð kr. 136.439.374 sem bæta þarf við fjárhagsáætlun ársins.
Einingaleikskóli við Kauptún kr. 136.439.374 31167-0341
Eignasjóður innri leiga kr.-136.439.374 04169-4411
Breytingin hefur engin áhrif á sjóðsstreymi
Umferðar- og samgöngumál
Bæta þarf við fjármagni til snjómokstur og hálkuvarna vegna ársins 2024 um 60 millj. kr.
Snjómokstur kr. 60.000.000 10610-4521
Útgjaldaauki kr. 231.600.000
Fjármögnun viðauka
Varasjóður kr. - 171.600.000 31916-7179
Staðgreiðsla útsvars kr. -60.000.000 00010-0021
Samtals kr. -231.600.000
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2407268 - Skerpluholt 3 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Admin ehf., kt. 550304-2870, leyfi fyrir byggingu einbýlishúss á einni hæð með innbyggðum bílskúr, að Skerpluholti 3.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2408437 - Vorbraut 29-39 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hnoðrabyggð ehf., kt. 590324-0860, leyfi til að byggja tveggja hæða raðhús að Vorbraut 29.
|
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hnoðrabyggð ehf., kt. 590324-0860, leyfi til að byggja tveggja hæða raðhús að Vorbraut 31.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hnoðrabyggð ehf., kt. 590324-0860, leyfi til að byggja tveggja hæða raðhús að Vorbraut 33.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hnoðrabyggð ehf., kt. 590324-0860, leyfi til að byggja tveggja hæða raðhús að Vorbraut 35.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hnoðrabyggð ehf., kt. 590324-0860, leyfi til að byggja tveggja hæða raðhús að Vorbraut 37.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hnoðrabyggð ehf., kt. 590324-0860, leyfi til að byggja tveggja hæða raðhús að Vorbraut 39.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2410388 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í Brekkubyggð.**
|Umrætt mannvirki er samkvæmt aðalskipulagi Garðabæjar skilgreint á íbúðasvæði. Ekki er samþykkt deiliskipulag af svæðinu.
|
Bæjarráð leggst gegn því að leyfi verði veitt fyrir gistiheimili á umræddum stað.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2410431 - Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi ársreikning Garðabæjar árið 2023, dags. 1. október 2024.**
|Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga lagt fram til kynningar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2410449 - Bréf Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun um vörsluskyldu búfjár, dags. 23. október 2024.**
|Bréf Skógræktarfélags Íslands lagt fram, þar sem ríki og sveitarfélög eru hvött til að fylgja eftir vörsluskyldu búfjár.
|
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)