Reykjavíkurborg
Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 310
**Endurskoðunarnefnd**
Ár 2024, mánudaginn 28. október var haldinn 310. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Einar S. Hálfdánarson. Jafnframt tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
**Þetta gerðist:** **Þetta gerðist:**
Lögð fram starfsskýrsla fagsviðs persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf fyrir starfsárið 2023. IER24060005
Kristín Lilja Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram til samþykktar erindisbréf fagsviðs persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf, útg. 3.0, dags. 28.10.2024, ásamt fylgibréfi dags. sama dag. IER24100010
Ingunn Ólafsdóttir og Kristín Lilja Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt.
Fylgigögn
Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgni Innri endurskoðunar og ráðgjafar með úttekt á aðfangaferli Orkuveitunnar og samstæðu frá febrúar 2023 og lagðar fram eftirfylgniskýrslur fyrir Ljósleiðarann, ON, Veitur, Carbfix og móðurfélag Orkuveitunnar dags. 28.10.2024. IER24050035
Ingunn Ólafsdóttir og Guðjón Hlynur Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á eftirfylgniúttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á aðfangaferli hjá samstæðu Orkuveitunnar. Endurskoðunarnefnd samþykkir að vísa eftirfylgniskýrslum með niðurstöðum til stjórna félaganna.
Fram fer umræða um eftirfylgni endurskoðunarnefndar með ábendingum ytri endurskoðenda sem gerðar voru við endurskoðun ársreikninga ársins 2023. IER24100011
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd óskar eftir upplýsingum frá stjórnendum Reykjavíkurborgar og B hluta félaga um viðbrögð við ábendingum ytri endurskoðenda við endurskoðun ársreiknings ársins 2023 og óskar eftir því að svör berist nefndinni eigi síðar en 29. nóvember nk.
Fram fer umræða um starfsskýrslur endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2023-2024 og lögð fram kafladrög. IER24080012
Frestað.
Lögð fram lokadrög að starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2024-2025. IER24080013
Samþykkt.
Lögð fram til kynningar trúnaðarmerkt skýrsla vinnuhóps Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða um sjálfbærni og rekstur Félagsbústaða, dags. 25. mars 2024. IER24100006
Lagt fram til umræðu bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings Reykjavíkurborgar 2023, dags. 01.10.2024. IER24100026
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd ítrekar fyrri bókanir sem beint hefur verið til skrifstofu borgarstjórnar og fjármála- og áhættustýringarsviðs varðandi erindi sem berast frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Nefndin ítrekar að hún hefur eftirlitshlutverki að gegna sbr. 2. gr. samþykktar borgarstjórnar fyrir endurskoðunarnefnd. Nefndin fer fram á og telur brýnt að erindi sem tengjast hlutverki hennar berist henni eins og tilefni er til.
Fylgigögn
**Fundi slitið kl. 12:24**
Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson
Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð endurskoðunarnefndar 28. október 2024**