Fjarðabyggð
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 20
**1. 2410119 - Staða verkefnisins endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna**
|Staða verkefnisins endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna, erindi frá Vegagerðinni. Sviðsstjóra falið að setja sig í samband við Vegagerðina og fylgja eftir áherslum sveitafélagsins.|
**2. 2410132 - Umsögn varðandi vindorkugarð í Fljótdalshreppi**
|Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna vindorkugarðs í Fljótsdalshreppi, nr. 1259/2024: Kynning matsáætlunar (Mat á umhverfisáhrifum) Kynningartími er frá 21.10.2024 til 19.11.2024. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að vinna að umsögn í samráði við bæjarstjóra og leggja fyrir nefndina.|
**3. 2410162 - Umsókn um stækkun á lóð fyrir bílastæði**
|Óskað er eftir stækkun á lóð að Hafnarbraut 40 fyrir bílastæði. Skipulags- og framkvæmdanefnd getur ekki orðið við beiðni um stækkun lóðar þar sem um er að ræða svæði þar sem búið er að koma fyrir lögnum vegna byggingar Hafnargötu 38-40 og þar að leiðandi ekki gert ráð fyrir öðrum bílastæðum en sem nú þegar eru við húsið.|
**4. 2410164 - Olíutankar á Reyðarfirði.**
|Minnisblað vegna skipulagsmála að Óseyri 2,4 og 6 á Reyðarfirði framlagt. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa í samráði við bæjarrstjóra að halda áfram viðræðum við lóðarhafa um framtíð starfsemi þeirra.|
**6. 2410167 - Opnunartími móttökustöðvar á Stöðvarfirði**
|Opnunartími móttökustöðvar á Stöðvarfirði. Erindi frá Sterkum Stöðvarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd hefur nú til skoðunar málefni tengd móttökustöðvum og sorphirðu á næstu mánuðum í vinnu sinni. Erindinu er vísað til skoðunar í þeirri vinnu.|
**5. 2404185 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2024**
|Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2024. Fundargerð nr.180 og 181 lagðar fram til kynningar.|