Fjarðabyggð
Bæjarstjórn - 385
[Til baka](javascript:history.back()) [Prenta](#)
[Bæjarstjórn - 385](
DisplayDocument.aspx?audio=true&attachmentid=&itemid=&FileName=&meetingid=O0mGE8sPEqPcn8TGO2A1)
**
**
Haldinn í fjarfundi,
31.10.2024 og hófst hann kl. 16:00
**Fundinn sátu: **Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Birgir Jónsson aðalmaður, Pálína Margeirsdóttir varamaður, Arndís Bára Pétursdóttir varamaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Haraldur Líndal Haraldsson embættismaður.
**Fundargerð ritaði: **Gunnar Jónsson, bæjarritari
**Dagskrá: **
**1. 2011203 - Stjórnkerfisnefnd 2020-2024**
|Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu.|
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar tillögum stjórnkerfisnefndar um breytingar á stjórnkerfi fjölskyldusviðs þar sem barnaverndarmál eru sameinuð velferðarmálum og samþættingu þjónustu barna undir einn stjórnanda.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu að breytingu á stjórnskipulagi fjölskyldusviðs. Bæjarstjóra er falin endanleg útfærsla breytinga sem leiða af ákvörðun þessari þ.m.t. breytingum sem snúa að skipulagi og útfærslum stöðugilda, starfslýsingum starfsmanna, stjórnsýslu, samþykktum, ferlum, reglum og fjárhagsáætlun málaflokka sem um ræðir.
**2. 2011203 - Stjórnkerfisnefnd 2020-2024**
|Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu.|
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar tillögum stjórnkerfisnefndar að breytingum á stjórnskipun Fjarðabyggðar. Tillagan felur í sér að skipulags- og framkvæmdasviði verði skipt niður í fjórar deildir í stað fimm. Deildirnar verði: þjónustu- og framkvæmdamiðstöð, Fjarðabyggðarhafnir, veitur Fjarðabyggðar og umhverfis- og skipulagsmál. Yfir hverri deild verði stjórnandi sem stýrir faglegu starfi hennar og heyri beint undir sviðsstjóra. Þrjár stöður verkstjóra verði í þjónustu- og framkvæmdamiðstöð í stað einnar í dag. Fasteignaumsýsla og viðhald færist undir þjónustu- og framkvæmdamiðstöð. Breytingar taki gildi 1. janúar 2025.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum tillögur bæjarráðs um breytingar á stjórnkerfi sveitarfélagsins og er bæjarstjóra falin endanleg útfærsla breytinga sem leiða af ákvörðun þessari þ.m.t. breytingum sem snúa að skipulagi og útfærslum stöðugilda, starfslýsingum starfsmanna, stjórnsýslu, samþykktum, ferlum, reglum og fjárhagsáætlun málaflokka sem um ræðir.
**3. 2205172 - Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026**
|Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um breyting á nefndaskipan.|
Tillaga Fjarðalista um breytingu á fullrúum listans í fjölskyldunefnd og hafnarstjórn. Einar Hafþór Hreiðarsson taki sæti Stefáns Þórs Eysteinssonar sem aðalmanns í hafnarstjórn og Birta Sæmundsdóttir taki sæti Einars sem varamanns. Stefán Þór Eysteinsson taki sæti Birtu Sæmundsdóttur sem aðalmanns í fjölskyldunefnd.
Aðrar tillögur ekki fram bornar.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum breytingu á nefndaskipan.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10 **
[Til baka](javascript:history.back(-1)) [Prenta](#)