Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 41. (2142)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarráð Garðabæjar**
|
|**41. (2142). fundur**
|
|
|05.11.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Rakel Steinberg Sölvadóttir varamaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Guðný Hrönn Antonsdóttir samskipta- og kynningarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2025-2028)**
|Bæjarstjóri fór almennt yfir meginatriði varðandi vinnu við gerð frumvarps að fjárhagsáætlun 2025 og fór yfir forsendur, framkvæmdayfirlit og gjaldskrár.
|
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að frumvarpi að fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2026-2028) til fyrri umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3.mgr. 62.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. einnig 2.mgr. 40.gr. Samþykkta um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022. Fyrri umræða fer fram í bæjarstjórn fimmtudaginn 7. nóvember 2024.
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2410186 - Skuldabréfaútboð Garðabæjar - lántaka**
|Á fund bæjarráðs mætti Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og gerði grein fyrir tilboðum í lántöku.
|
Skuldabréfaútboði Garðabæjar í skuldabréfaflokknum GARD 11 1 lauk í 4. nóvember 2024. Heildartilboð í flokkinn námu samtals 3.600 m.kr. að nafnverði.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að samþykkja tilboð samkvæmt útboðinu að fjárhæð allt að 2.500 m.kr. að nafnverði, með ávöxtunarkröfu upp á 3,7%. Markaðsvirði útgáfunnar nemur 3.537.386.425 kr.
Fyrir útboðið var útistandandi í skuldabréfaflokknum GARD 11 1 að nafnverði 500 m.kr., en heildarstærð flokksins eftir útboðið verður því 3.000 m.kr. að nafnverði.
Lántaka á B-hluta, Samveitur Garðabæjar verði 3.000 m.kr. af heildarfjárhæðinni í samræmi við samþykktar lántökuheimildir.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að í tengslum við útboðið verði heimild til langtímalántöku í fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2024 hækkuð um 540 mkr. úr 4.500 m.kr. í 5.040 m.kr.
Viðbótarfjárhæðinni verði varið í uppgreiðslu skammtímalána fyrir sömu fjárhæð.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2409145 - Stekkholt 12 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Gleipni verktökum ehf., kt. 691208-0950, leyfi til að byggja tvílyft einbýlishús með innbyggðum bílskúr, að Stekkholti 12.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2409278 - Vinastræti 28 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Þróunarsjóði Oddfellowreglunnar, kt. 441208-1460, leyfi fyrir byggingu samkomuhúss, að Vinastræti 28.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2409021 - Þorraholt 15 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita ÞG Hnoðraholti ehf., kt. 660124-0470, leyfi fyrir byggingu 7 íbúða fjölbýlishúss á þremur hæðum að Þorraholti 15.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2409020 - Þorraholt 17 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita ÞG Hnoðraholti ehf., kt. 660124-0470, leyfi fyrir byggingu 7 íbúða fjölbýlishúss að Þorraholti 17.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2410482 - Verkfallsboðun kennara í Garðaskóla.**
|Lagt fram bréf Félags grunnskólakennara dags. 23. október 2024. Í bréfinu kemur fram að Kennarasamband Íslands og Félag grunnskólakennara boði til vinnustöðvunar (verkfalls) félagsmanna Félags grunnskólakennara sem janframt eru félagsmenn Kennarasambands Íslands og starfa í Garðaskóla í Garðabæ.
|
Lagt fram sambærilegt bréf barst frá Skólastjórafélagi Íslands dags. 23. október 2024, þar sem fram kemur að Kennarasamband Íslands og Skólastjórafélag Íslands boði til vinnustöðvunar (verkfalls) félagsmanna Skólastjórafélags Íslands sem jafnframt eru félagsmenn í Kennarasambandi Íslands og starfa í Garðaskóla.
Vinnustöðvun er tímabundin og hefst 25. nóvember kl. 00:01 og lýkur 20. desember kl. 23:59. Vinnustöðvunin tekur aðeins til Garðaskóla
Bæjarráð vísar erindunum til bæjarstjóra.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2403266 - Sorphirðusamþykkt Garðabæjar**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Garðabæ, skv. ákvæðum 2.mgr. 8.gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, sbr. 2.mgr. 59.gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Frá sama tíma falli úr gildi samþykkt Garðabæjar nr. 438, um meðhöndlun úrgangs í Garðabæ.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2407394 - Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn.**
|Ekki bárust athugasemdir við drög að reglum um stuðningsfjölskyldur.
|
Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2410466 - Bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands varðandi ágóðahlutagreiðslu 2024, dags. 25. október 2024.**
|Lagt fram bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands þar sem fram kemur að ágóðahluti Garðabæjar fyrir árið 2024 er að fjárhæð kr. 1.810.000.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2410505 - Bréf Stígamóta varðandi framlag til starfseminnar fyrir árið 2025, dags. 30. október 2024.**
|Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu við úthlutun styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2410509 - Bréf Skjólsins um styrk, dags. 29. október 2024.**
|Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu við úthlutun styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2410516 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi fjárhagsáætlun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 30. október 2024. **
|Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2410518 - Bréf Lionsklúbbs Álftaness varðandi húsnæði fyrir skötuveislu á Þorláksmessu, dags. 30. október 2024.**
|Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2410521 - Bréf Lionsklúbbs Álftaness varðandi afnot af húsnæði fyrir þorrablót, dags. 30. október 2024**
|Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)