Fjarðabyggð
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 21
**1. 2301057 - Eignarsjóður 735 Grunnskólinn Eskifirði**
|Framlagt innra vinnuskjal frá Nestak varðandi vinnu þeirra við klæðningu grunnskólans á Eskifirði. Áætluð verklok eru í byrjun desember næstkomandi. Skipulags- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að verkinu ljúki sem fyrst.|
| |
__Gestir__
|Jón Grétar Margeirsson - 00:00|
**2. 2402026 - Kirkjubólseyri 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Óskað er eftir breyttu nýtingarhlutfalli á lóð að Kirkjubólseyri 2. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi og leggja fyrir nefndina að nýju.|
**3. 2411001 - Byggingarleyfi breytingar inni Egilsbraut 22**
|Jón Björn Hákonarson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu þessa liðar. |
Sótt er breytingu á notkun Egilsbraut 22 sem er í dag skráð sem geymsluhúsnæði sem breytist í veislusal út frá veitingahúsi fyrir ca. 50 manns. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytinguna.
**4. 2410182 - Byggingarleyfi Búðareyri 25 - breytt notkun**
|Sótt er um breytingu á notkun að Búðareyri 25. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útfæra málið frekar og leggja fyrir nefndina að nýju.|
**5. 2410129 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Sæbakki 28**
|Umsókn um stækkun á lóð að Sæbakka 28. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að yfirfara beiðnina m.t.t væntanlegs göngustígs og leggja fyrir nefndina að nýju.|
**6. 2409211 - Framkvæmdir á eignarlóð að Strandgötu 94,735**
|Framlögð drög að svari við bréfi lóðareiganda Strandgötu 94 á Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir drög að svari og felur sviðsstjóra að ganga frá því og senda.|
**7. 2410168 - Umsókn um auka lóð Strandgata 58 Esk**
|Strandgata 58, Eskifirði er eignarlóð. Sótt er um leigulóð til vesturs fyrir sólpall. Skipulags- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindið en staðsetja þarf lagnir hitaveitu áður en úthlutun stækkunar á lóðinni fer fram. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að staðsetja lagnir á teikningu og leggja fyrir nefndina að nýju.|
**8. 2410177 - Framkvæmdaleyfi vegna strenglagningar milli Hesteyrar og Selhellu í Mjóafirði**
|Leggja á 3X25 háspennustreng á milli Hesteyrar og Selhellu í Mjóafirði um 2 km. leið. Strengurinn leysir af loftlínu sem reist var árið 1975 og hefur legið undir skemmdum vegna snjóflóða sem hafa fallið á þessu svæði loftlínunnar. Áætlað er að fara í framkvæmdir vor 2025 eða um leið og aðstæður leyfa. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll gögn liggja fyrir.|
**9. 2410211 - Umsókn um stöðuleyfi Vinnubúðir Héraðsverks v. ofanflóðavarnir Neskaupstað**
|Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir Héraðsverks v. ofanflóðavarnir Neskaupstað. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grendakynna stöðuleyfið fyrir íbúum Marbakka 14 og 12 og leggja fyrir nefndina að nýju.|
**10. 2411017 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Óseyri 1**
|Umsókn um stækkun á lóð við Óseyri 1, Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið frekar og leggja fyrir nefndina að nýju.|
**11. 2409229 - Fjölskyldusvæði við Starmýri**
|Tillaga að útfærslu á fjölskyldusvæði við Starmýri. Skipulags- og framkvæmdanefnd líst vel á útfærsluna og felur sviðsstjóra að ræða við hönnuð um nánari útfærslur á því.|
**12. 2404177 - Skipulag úrgangsmála 2024 í Fjarðabyggð**
|Skipulag úrgangsmála í Fjarðabyggð. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra að taka saman fleirri gögn og leggja fyrir næsta fund.|
**13. 2409159 - Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2025**
|Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2025 lögð fram til umfjöllunar. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir gjaldskránna og vísar henni til fjárhagsáætlunar 2025.|