Garðabær
Skipulagsnefnd Garðabæjar - 14
|
|
|
|**1. 2110128 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 8.Arnarnesháls/Arnarland**
|Jóhanna Helgadóttir hjá Nordic kynnti þær aðal- og deiliskipulagstillögur sem eru í mótun og ganga til móts við þær athugasemdir sem bárust í auglýsingarferli. Tillögur taka það miklum breytingum að nauðsynlegt verður að auglýsa þær að nýju.
|
Tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Arnarlands mun þó breytast óverulega en tákn fyrir undirgöng undir Arnarnesveg færist austar og ákvæði um hæðafjölda kennisleitisbyggingar lækkar úr 8 hæðum í 7.
Vísað til áframhaldandi mótunar hjá skipulagsráðgjafa og umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2110129 - Arnarland. Deiliskipulag**
|Jóhanna Helgadóttir hjá Nordic kynnti þær deiliskipulagstillögur sem eru í mótun og ganga til móts við þær athugasemdir sem bárust í auglýsingarferli. Tillögur taka það miklum breytingum að nauðsynlegt verður að auglýsa þær að nýju.
|
Útfærslan kallar einnig á breytingu á deiliskipulagi Akra og kynnti Jóhanna drög að tillögu þess efnis.
Vísað til áframhaldandi mótunar hjá skipulagsráðgjafa og umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2410235 - Kjarrprýði 4 - Ósk um deiliskipulagsbreytingu**
|Lögð fram umsókn lóðarhafa að Kjarrprýði 4 um breytingu deiliskipulags Garðahrauns sem nær til umræddrar lóðar. Tillagan gerir ráð fyrir því að byggingarreitur breytist á þann veg að ákvæði á nyrðri hluta hans um að taka skuli tillit til hraunmyndanna séu felld út, enda hefur lóðarhafi fjarlægt þær hraunmyndanir sem vernda skal. Lagður fram uppdráttur sem sýnir með hvaða hætti lóðarhafi sjái fyrir sér útfærslu á lóð.
|
Skipulagsnefnd telur að fordæmisgildi þess að fella út ákvæði um varðveislu hraunmyndanna sé mjög mikið og gangi ákveðið gegn því markmiði deiliskipulagsins sem sett er fram í grein 1.5 í deiliskipulagsgreinargerð, þar segir: "Þar sem framkvæmdir eru heimilar samkvæmt skipulaginu er lögð rík áhersla á að halda sem best sérkennum svæðisins og vernda hraunmyndanir eftir því sem nokkur kostur er."
Skipulagsnefnd hafnar umsókn um breytingu deiliskipulags Garðahrauns sem nær til lóðarinnar Kjarrprýði 4.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2403398 - Kjarrprýði 4 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn lóðarhafa að Kjarrprýði 4 um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á einni hæð. Tillagan gerir ekki ráð fyrir því að tekið sé tillit til ákvæða um verndun hraunmyndanna á nyrðri hluta byggingarreits. Lagður fram uppdráttur sem sýnir með hvaða hætti lóðarhafi sjái fyrir sér útfærslu á lóð.
|
Skipulagsnefnd telur að fordæmisgildi þess að fella út ákvæði um varðveislu hraunmyndanna sé mjög mikið og gangi ákveðið gegn því markmiði deiliskipulagsins sem sett er fram í grein 1.5 í deiliskipulagsgreinargerð en þar segir: "Þar sem framkvæmdir eru heimilar samkvæmt skipulaginu er lögð rík áhersla á að halda sem best sérkennum svæðisins og vernda hraunmyndanir eftir því sem nokkur kostur er."
Skipulagsnefnd gerir því athugasemd við að byggingarleyfi sé veitt í samræmi við þá uppdrætti sem lagðir eru fram að einbýlishúsi að Kjarrprýði 4, enda eru uppdrættir ekki í samræmi við ákvæði deiliskipulags Garðahrauns.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2404386 - Eskiás 7 og 10 - Deiliskipulagsbreyting**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til lóðanna Eskiás 7 og Eskiás 10 ásamt þeim athugasemdum sem borist hafa.
|
Skipulagsnefnd kemur til móts við innsendar athugaemdir með því að leggja til að þær breytingar verði gerðar á tillögunni að fjölgun íbúða við Eskiás verði 15 í stað 22 og að hámarks hæðafjöldi á lóð nr.7 verði 2 hæðir og hluti byggingar á lóð nr.10 sem eru næst Ásabraut verði einnig 2 hæðir. Ekki er farið fyrir hámarkshæð húsa í gildandi deiliskipulagi.
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra að svörum við þeim athugsemdum sem borist hafa.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindum breytingum sem breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til fjölbýlishúslóðanna Eskiáss 7 og 10 í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2410218 - Móaflöt 51 - Dsk. br. Flata**
|Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa að Móaflöt 51 sem lýtur að útfærslu á byggingu bílageymslu við efri enda raðhúslengjunnar.
|
Svar: Skipulagsnefnd telur að útfærslan sé í samræmi við svar nefndarinnar frá fundi þann 8. febrúar sl. hvað staðsetningu varðar og er svar nefndarinnar því jákvætt. Hvað stærð bílskúrs varðar telur skipulagsnefnd að stærð byggingarreits (8x8m = 60 m2) eins og hann kemur fram í fyrirspurn sé stærri en hægt sé að fallast á. Hæfilegra væri að miða við grunnflöt í líkingu við bílageymslu við hinn enda raðhúslengjunnar sem er um 40 m2.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2409044 - Mávanes 13 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á einbýlishúsi og lóð að Mávanesi 13.
|
Málið hefur verið til skoðunar hjá umhverfissviði.
Skipulagsnefnd telur að bygging bátaskýlis sem nær út fyrir lóðarmörk sé óásættanleg. Skipulagsnefnd óskar eftir minnisblaði byggingarfulltrúa um möguleg úrræði og viðurlög vegna óleyfisframkvæmdarinnar.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2410220 - Skerpluholt 5 - Dsk. br. Hnoðraholt norður**
|Lögð fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir því að hæðarkóti einbýlishússins hækki um 10 cm. Umsögn gatnahönnuðar liggur fyrir.
|
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar hvað ofangreint atriði varðar á meðan að heimiluð heildarhæð húss yfir sjávarmáli breytist ekki.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2410089 - Kauptún 4 - Auglýsingaskilti á norðurhlið, umsókn um byggingarleyfi.**
|Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir nýrri útfærslu á auglýsingaskilti á norðurhlið verslunarhúss við Kauptún 4.
|
Tillagan gerir ráð fyrir því að skiltið verði sjálflýsandi með LED lýsingu með stillanlegu birtustigi.
Stærð skiltis er í samræmi við ákvæði deiliskipulags sem segir að flatarmál þess skuli ekki vera stærra en 10% af flatarmáli framhliðar. Stærð þess er óbreytt frá því skilti sem er á húsinu í dag.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi sé veitt sem er í samræmi við framlögð gögn byggingarleyfisumsóknar og að útfærsla þess sé í samræmi við lýsingu auglýsingaskiltis með stöðugri lýsingu eins og deiliskipulag heimilar.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2410059 - Kauptún 6 - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Kauptúns sem gerir ráð fyrir stækkun á lóðinni Kauptúni 6 til suðurs og austurs sem nemur alls um 2.580 m2. Tillagan gerir ráð fyrir því að heimilt verði að gera ráð fyrir bílastæðum á þeim tveimur svæðum sem bætast við lóðina.
|
Lóðin yrði eftir sem áður innan landnotkunarreits 5.03 VÞ fyrir verslun og þjónustu í Kauptúni í Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030.
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir þeirri mótun sem átt hefur sér stað á tillögunni.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2210509 - Dreyravellir 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Lögð fram endurbætt tillaga sem fylgir umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á hesthúsinu að Dreyravöllum 5.
|
Skipulagsnefnd telur að útfærslan sé í samræmi við ný ákvæði deiliskipulags um þakform eldri hesthúsa í Andvarahverfi og gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2408587 - Framkvæmdir - Undirgöng undir Flóttamannaveg**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Urrriðaholts austur sem gerir ráð fyrir undirgöngum undir Flóttamannaveg til móts við Kinnargötu 68.
|
Skipulagsnefnd vísar breytingartillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2404323 - Hönnun - Útboð - Arnarnes Endurnýjun fráveitulagna**
|Lögð fram umsókn umhverfissviðs um framkvæmdaleyfi fyrir endurbætur á fráveitulögn í Arnarnesi ásamt framkvæmdastíg neðan við íbúðarhús í Haukanesi.
|
Skipulagsnefnd vísar umsókn til grenndarkynningar í samræmi við 5.mgr. 13.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Kynna skal framkvæmdina eigendum húsa við Haukanes 16, 18, 20,22, 24, 26 og 28 sem og Mávanes 23 og 25.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2410200 - Hafnarfjörður - Stækkun reits samfélagsþjónusta S1 við Hrafnistu - óveruleg br. á aðalskipulagi**
|Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 sem gerir ráð fyrir því að samfélagsþjónustusvæðið S1 stækkar um 0,12 ha og Op1 minnkar sem því nemur.
|
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna.
|
|
|
|