Garðabær
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar - 24
|
|**Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar**
|06.11.2024 kl. 16:00 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir varamaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir aðalmaður, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Sesselja Þóra Gunnarsdóttir fulltrúi skólastjóra, Ragnheiður Stephensen fulltrúi kennara, Vera Rut Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi Garðabæjar.
|
||Nefndamenn samþykktu tillögu formanns, að byrja á tölulið 6 og 7. Aðrir dagskrárliðir voru samkvæmt dagskrá.
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2408208 - Menntadagurinn 2024**
|Grunnskólafulltrúi sagði frá vel heppnuðum Menntadegi sem haldinn var í Urriðaholtsskóla 1. nóvember sl. Um 500 starfsmenn, frístundaheimila, grunn- og leikskóla sóttu Menntadaginn og nutu glæsilegrar dagskrár. Fríða Bjarney Jónsdóttir flutti fyrirlestur um inngildandi skóla- og frístundastarf, í kjölfarið voru verkefni sem hlotið hafa styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla kynnt á málstofum. Boðið var upp á 26 áhugaverðar og fjölbreyttar málstofur. Leik- og grunnskólanefndir veittu metnaðarfullu starfi leik- og grunnskóla viðurkenningar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2405510 - Viðurkenningar í skólastarfi**
|Rætt var um að veita viðurkenningar skólanefnda grunnskóla Garðabæjar fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf í Garðabæ.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2409265 - Forvarnarvika Garðabæjar 2024**
|Kynnt var dagskrá forvarnvarviku Garðabæjar sem stendur frá 1.-8. nóvember. Áherslan er á "Góð samskipti" og S-in fimm í Samskiptasáttmála Garðabæjar sem eru: Samkennd, seigla, sjálfsstjórn, sjálfstæði og skapandi hugsun.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2410252 - Tillaga Garðabæjarlistans um stofnun starfshóps vegna seinkunar á upphafi skóladags á unglingastigi**
|Kynnt var vinna skólanefndar vegna skoðunar á seinkunar á upphafi skóladags árið 2019 og könnun sem þá var lögð fyrir nemendur og foreldra. Skólanefnd leggur til að lögð verði fyrir ný könnun um málið meðal nemenda, foreldra og skólafólks. Erindinu vísað til fræðslu- og menningarsviðs.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2411020 - Þróunarsjóður grunnskóla 2025**
|Rætt var um áhersluþætti vegna úthlutunar úr Þróunarsjóði grunnskóla 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2411021 - Menningarviðburðir í grunn- og leikskólum 2024-2025**
|Menningarfulltrúi Garðabæjar sagði frá menningarviðburðum sem nemendum í skólum bæjarins verður boðið upp á, skólaárið 2024-2025. Skólanefnd lýsir ánægju sinni með metnaðarfulla dagskrá.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2411056 - Tækjabúnaður í skólatarfi**
|Sviðsstjóri þjónustu og þróunarsviðs og verkefnisstjóri í kennslu- og upplýsingatækni, kynntu m.a., stöðu á úttekt persónuverndar á google umhverfinu, stefnu á tækjamálum og notkun tækja í kennslu.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.
|