Ísafjarðarbær
Umhverfis- og framkvæmdanefnd 152. fundur
= Umhverfis- og framkvæmdanefnd =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
Hjörleifur Finnsson mætir til fundar kl. 08:30
=== 1.Kynning á gerð loftslagsstefnu og niðurstöður vinnustofu um orkuskipti - 2024100063 ===
Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri umhverfis-, og loftslagsmála hjá Vestfjarðastofu mætir til fundar til að kynna gerð loftslagsstefnu, niðurstöður vinnustofu um orkuskipti og þýðingu hennar fyrir stefnu Ísafjarðarbæjar í umhverfismálum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Hjörleifi fyrir erindið.
Hjörleifur Finnsson yfirgarf fund kl. 09:15.
=== 2.Úrgangsstjórnun og svæðisáætlun - 2022090018 ===
Lokaútgáfa svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum 2024-2035 lögð fram til kynningar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
=== 3.Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 - 2024100046 ===
Á 1299. fundi bæjarráðs, þann 14. október 2024, var lagður fram til kynningar tölvupóstur Magneu Garðarsdóttir fyrir hönd Vestfjarðarstofu, dags. 9. október 2024, þar sem bent er á að drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 hefur verið sett inn á samráðsgátt til umsagnar. Umsagnarfrestur er til og með 24. október 2024.
Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd, velferðarnefnd og skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Bæjarráð áréttar að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 verður til umræðu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga 18.-19. október 2024.
Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd, velferðarnefnd og skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Bæjarráð áréttar að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 verður til umræðu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga 18.-19. október 2024.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029.
=== 4.Neysluvatnssýni 2024 - 2024050035 ===
Lagðar fram niðurstöður vatnssýnatöku Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða í Skutulsfirði.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?