Ísafjarðarbær
Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða 3. fundur
= Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Búseta - 2024090077 ===
Lögð fram greinargerð vegna umsóknar um búsetuþjónustu. Sviðs- og félagsmálastjórar leggja til við framkvæmdaráð að umsóknin verði samþykkt.
Málinu frestað til næsta fundar.
=== 2.Búseta - 2024090078 ===
Lögð fram greinargerð vegna umsóknar um búsetuþjónustu. Sviðs- og félagsmálastjóra leggja til við framkvæmdaráð að umsóknin verði samþykkt.
Málinu frestað til næsta fundar.
=== 3.Bakvaktir í barnaverndarþjónustu á Vestfjörðum - 2024070073 ===
Lagt fyrir minnisblað sviðs- og félagsmálastjóra á Vestfjörðum þar sem lögð er til fjölgun yfirvinnutíma í bakvakt úr 17,5 tímum á viku í 20 tíma á viku.
Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða samþykkir tillöguna.
=== 4.Greiðslufyrirkomulag til aðildarsveitarfélaga - 2024070073 ===
Lagt fram erindi frá Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur, sveitarstjóra, fyrir hönd Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Óskað er eftir að félagsþjónustusvæðin fái greitt framlag frá Velferðarþjónustu Vestfjarða fyrir hvern mánuð í lok þess mánaðar.
Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða telur rétt að bíða eftir að uppgjöri BsVest ljúki. Gert er ráð fyrir að vinnu við það ljúki fljótlega. Vonir standa til að niðurstöður uppgjörsins skapi svigrúm til þess að greiða mánaðarleg framlög fyrirfram.
=== 5.Ráðgjöf og stjórnun 2025 - 2024070073 ===
Lagt fram skjal með tillögum sviðs- og félagsmálastjóra um skiptingu ráðgjafar og stjórnunar á milli félagsþjónustusvæðanna.
Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða samþykkir tillöguna.
=== 6.Velferðarþjónusta Vestfjarða - fjárhagsáætlun 2025 - 2024070073 ===
Lagt fram vinnuskjal með drögum að rammaáætlun 2025 fyrir Velferðarþjónustu Vestfjarða.
Lagt fram til kynningar.
=== 7.Viðauki við fjárhagsáætlun 2024 frá Ströndum og Reykhólum - 2024070072 ===
Lagður fram viðauki frá Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla. Viðaukinn er vegna aukins kostnaðar vegna rangrar fjárhagsáætlunar fyrir skammtímavistun á Reykhólum árið 2024. Jafnframt vegna stoðþjónustu innan heimilis, umfram grunnþjónustu.
Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og leggur til við hlutaðeigandi bæjar- og sveitarstjórnir að gera slíkt hið sama.
=== 8.Greinargerð frá FSR vegna aukningar þjónustu í skammtímadvöl - 2024070073 ===
Lögð fram greinargerð frá Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla vegna aukningar á þjónustu í skammtímavistun á Reykhólum. Jafnframt lögð fram launaáætlun vegna aukningarinnar.
Málinu frestað til næsta fundar.
=== 9.Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128 ===
Samningur um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum lagður fram vegna endurskoðunarákvæða í samningnum.
Málinu frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?