Fjarðabyggð

Stjórn menningarstofu - 11

11.11.2024 - Slóð - Skjáskot

    **1. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins**

|Vísað frá öldungaráði til stjórn menningarstofu til kynningar á niðurstöðu og athugasemdum ráðsins að útfærslu á skipulagi lóðar og húsnæðis Íslenska stríðsárasafnsins. Jafnframt rætt um áfangaskiptingu uppbyggingar safnsins og kostnað þess.| Stjórn fór yfir drög að áfangaskiptingu framkvæmda og óskar eftir upplýsingum um kostnað við áfanga framkvæmdanna auk þess að fá tilboð í gerð bogaskemma sem áformað er að reisa að svæðinu. [AK2402A01 StridsarasafnYfirlitsmyndA3500.pdf]( displaydocument.aspx? itemid=VBjnQgCnzky25Wbmog&meetingid=IOGvqTKMQki7T8RyUj37AQ1 &filename=AK2402A01 StridsarasafnYfirlitsmyndA3_500.pdf) 2. 2411048 - Safnasjóður 2024 - umsóknir og styrkveitingar |Verkefnastjóri menningarmála kynnti þrjár umsóknir um styrki í safnasjóð sem unnar hafa verið og sótt hefur verið um í sjóðinn frá Sjóminjasafni Austurlands í samstarfi við söfnin í Fjarðabyggð. Jafnframt greint frá umsóknum í uppbyggingarsjóð.| 3. 2401039 - Verkefni menningarstofu 2024 |Forstöðumaður fór yfir verkefni sem eru á döfinni næstu misseri ásamt þeim verkefnum sem unnið hefur verið að síðustu vikur. Dagskráin næstu vikur og fram að jólum er að mótast og verður mikið af viðburðum á vegum menningarstofunnar sem verður fjölbreytt. | Stjórnin fagnar viðburðarríkri dagskrá sem er framundan og ánægju með viðburði haustsins. 4. 2402019 - Erindi varðandi styrk til fornleifarannsókna í Stöðvarfirði |Vísað frá bæjarráði til stjórnar menningarstofu beiðni Félags um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði um fjárstuðning á árinu 2025. Stjórn hefur lagt til óbreytt framlag á árinu 2025 til framhalds rannsóknanna.| [Tölvupóstur um styrk til fornleifarannsókna.pdf]( displaydocument.aspx? itemid=wJGVZ4NHxkaZvIC59NiA&meetingid=IOGvqTKMQki7T8RyUj37AQ1 &filename=Tölvupóstur um styrk til fornleifarannsókna.pdf)

Framleitt af pallih fyrir gogn.in