Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 42. (2143)
|
|
|
|**1. 2410059 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kauptúns vegna stækkunar á lóð við Kauptún 6.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 7. nóvember 2024, að fengnu samþykki landeiganda, varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Kauptúns sem gerir ráð fyrir stækkun á lóðinni Kauptúni 6 til suðurs og austurs sem nemur alls um 2.580 m2. Tillagan gerir ráð fyrir því að heimilt verði að gera ráð fyrir bílastæðum á þeim tveimur svæðum sem bætast við lóðina.
|
Lóðin yrði eftir sem áður innan landnotkunarreits 5.03 VÞ fyrir verslun og þjónustu í Kauptúni í Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030.
Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2404386 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda vegna lóðanna Eskiás 7 og 10.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 7. nóvember 2024 varðandi breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til lóðanna Eskiás 7 og Eskiás 10 ásamt þeim athugasemdum sem borist hafa.
|
Skipulagsnefnd kom til móts við innsendar athugasemdir með því að leggja til að þær breytingar yrðu gerðar á tillögunni að fjölgun íbúða við Eskiás verði 15 í stað 22 og að hámarks hæðafjöldi á lóð nr.7 verði 2 hæðir og hluti byggingar á lóð nr.10 sem eru næst Ásabraut verði einnig 2 hæðir. Ekki er farið fyrir hámarkshæð húsa í gildandi deiliskipulagi.
Á fundi skipulagsnefndar var lögð fram tillaga skipulagsstjóra að svörum við þeim athugasemdum sem borist höfðu.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með ofangreindum breytingum sem breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til fjölbýlishúslóðanna Eskiáss 7 og 10 í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2404323 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna framkvæmdaleyfis vegna endurbóta á fráveitulögn í Arnarnesi.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 7. nóvember varðandi framkvæmdaleyfi fyrir endurbætur á fráveitulögn í Arnarnesi ásamt framkvæmdastíg neðan við íbúðarhús í Haukanesi.
|
Skipulagsnefnd vísaði umsókn til grenndarkynningar í samræmi við 5.mgr. 13.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Kynna skal framkvæmdina eigendum húsa við Haukanes 16, 18, 20,22, 24, 26 og 28 sem og Mávanes 23 og 25.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2410200 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna samfélagsþjónustusvæðis. **
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 7. nóvember 2024 varðandi óverulega breytingu aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 sem gerir ráð fyrir því að samfélagsþjónustusvæðið S1 stækkar um 0,12 ha og Op1 minnkar sem því nemur.
|
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerði ekki athugasemd við tillöguna.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2410220 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna umsóknar um deiliskipulagsbreytingu Hnoðraholts norðurs vegna Skerpluholts 5.**
| Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 7. nóvember 2024 varðandi umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir því að hæðarkóti einbýlishússins Skerpluholti 5 hækki um 10 cm. Umsögn gatnahönnuðar liggur fyrir.
|
Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar hvað ofangreint atriði varðar á meðan að heimiluð heildarhæð húss yfir sjávarmáli breytist ekki.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2410235 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna óskar um breytingu á deiliskipulagi Garðahrauns vegna Kjarrprýði 4.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 7. nóvember 2024 varðandi umsókn lóðarhafa að Kjarrprýði 4 um breytingu deiliskipulags Garðahrauns sem nær til umræddrar lóðar. Tillagan gerir ráð fyrir því að byggingarreitur breytist á þann veg að ákvæði á nyrðri hluta hans um að taka skuli tillit til hraunmyndanna séu felld út, enda hafi lóðarhafi fjarlægt þær hraunmyndanir sem vernda skyldi. Lagður fram uppdráttur sem sýnir með hvaða hætti lóðarhafi sjái fyrir sér útfærslu á lóð.
|
Skipulagsnefnd telur að fordæmisgildi þess að fella út ákvæði um varðveislu hraunmyndanna sé mjög mikið og gangi ákveðið gegn því markmiði deiliskipulagsins sem sett er fram í grein 1.5 í deiliskipulagsgreinargerð, þar segir: "Þar sem framkvæmdir eru heimilar samkvæmt skipulaginu er lögð rík áhersla á að halda sem best sérkennum svæðisins og vernda hraunmyndanir eftir því sem nokkur kostur er."
Skipulagsnefnd hafnaði umsókn um breytingu deiliskipulags Garðahrauns sem nær til lóðarinnar Kjarrprýði 4.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2408587 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts austurs vegna undirganga undir Flóttamannaveg.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 7. nóvember 2024 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Urriðaholts austur sem gerir ráð fyrir undirgöngum undir Flóttamannaveg til móts við Kinnargötu 68.
|
Skipulagsnefnd vísaði breytingartillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2306307 - Vinna og virkni fatlaðs fólks í Garðabæ**
|Bæjarráð samþykkir að skoðaður verði fýsileiki þess að stofna virknimiðstöð fyrir fatlað fólk í Garðabæ, þar sem m.a. verði skilgreint nánar húsnæði slíkrar stöðvar miðað við að þar verði boðið upp á sambland úrræða.
|
Bæjarráð vísar málinu til velferðarsviðs.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2401526 - Holtsbúð 87 - Klaustrið. Samstarfsverkefni um endurbætur, viðhald og rekstur.**
|Niðurstaða matsnefndar og tillaga að vali á samningsaðila í verkefninu: Klaustrið í Garðabæ, samstarfsverkefni um endurbætur, viðhald og rekstur kynnt.
|
Yfirlit yfir mat á tillögum bjóðenda, einkunnagjöf og rökstuðning matsins lögð fram. Tillaga matsnefndar er að á grundvelli þessa mats verði gengið til samninga við E. Sigurðsson ehf., sem hlaut flest stig m.t.t. valforsendna útboðs fyrir verðtilboð og gæðaþætti.
Bæjarráð felur VSÓ Ráðgjöf að kynna niðurstöður útboðsins fyrir bjóðendum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samningaviðræðna við E. Sigurðsson ehf.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2411115 - Bréf Siglingaklúbbsins Vogs varðandi aðstöðu og búnaðarkaup, dags. 4. nóvember 2024. **
|Í bréfinu er óskað eftir stuðningi Garðabæjar við uppbyggingu á siglingaraðstöðu ásamt kaupum á búnaði til að efla starfsemi klúbbsins. Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2411117 - Fundargerð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 1. nóvember 2024.**
|Lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2411131 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 75. mál., dags. 6. nóvember 2024.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2411126 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (réttur til sambúðar), 79. mál., dags. 6. nóvember 2024.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2411019 - Bréf UMF Stjörnunnar varðandi afnot af íþróttahúsinu Mýrinni fyrir þorrablót 2025, dags. 1. nóvember 2024. **
|Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
|
|
|
|
|