Garðabær
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 14
|
|
|
|**1. 2411095 - Blikastígur 11 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn sem snýr að 23 m² viðbyggingu sem tengir saman bílskúr og íbúðarhúsnæði.
|
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir norðurhluta Álftaness.
Í samræmi við 2 ml. 3. mgr. 44. gr. sömu laga er fallið frá grenndarkynningu þar sem viðbyggingin varðar ekki hagsmuni annarra.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
|
|
|
|
|
|**2. 2007660 - Litlabæjarvör 22 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn. Umsóknin felur í sér byggingu steyptrar girðingar á lóðarmörkum.
|
Samþykki eigenda að Litlubæjarvör 21 og 23 liggur fyrir.
Austurhlið lóðar snýr að landi Garðabæjar.
Aðaluppdrættir gera ráð fyrir því að á lóðarmörkum Garðabæjar verði 1,9 m steypt girðing.
Með vísan í samþykkt Garðabæjar um veggi og girðingar getur skipulagsstjóri ekki fallist á að heimila veggi eða girðingar á lóðarmörkum Garðabæjar sem snúa að opnum svæðum, stígum og safngötum hærri en 1,5 m.
|
|
|
|
|
|**3. 2410171 - Mosprýði 2 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja byggingarleyfi.
|
Unmsóknin felur í sér að breyta óútgröfnu rými í tæknirými og geymslu.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem eru í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|**4. 2410475 - Kjarrprýði 10 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Kjarrprýði 10, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|
|**5. 2411132 - Mávanes 16 - tvö fastanúmer - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn um fjölgun íbúða Mávanes 16 (tvö fastanúmer). Með vísan í eldri fyrirspurnir sama eðlis, um fjölgun íbúða í einbýlishúsum í Garðabæ, er afar ólíklegt að skipulagsnefnd fallist á að vísa umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir fjölgun íbúða í einbýlishúsahverfi í ferli.
|
|
|
|
|
|
|**6. 2404512 - Smiðsbúð 9 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn á húsnæðinu að Smiðsbúð 9. Tillagan er í samræmi við ákvæði deiliskipulags þar sem heimilt er að hafa íbúðarrými á efri hæð. Minnt skal á að þjónusturými á neðri hæð eru ekki ætluð til búsetu.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem eru í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|**7. 2411149 - Ásbúð 76 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn um að skipta eigninni Ásbúð 76 upp í tvo eignarhluta. Með vísan í fyrri fyrirspurnir sama eðlis, um fjölgun íbúða í húsum í einbýlishúsahverfum í Garðabæ, er afar ólíklegt að skipulagsnefnd fallist á að vísa umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir fjölgun íbúða í einbýlishúsahverfi í ferli.
|
|
|
|
|
|
|**8. 2409317 - Þorraholt 11 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir af fjölbýlishúsi að Þorraholti 11 sem fylgja umsókn um byggingarleyfi. Umsögn deiliskipulagshöfundar lögð fram ásamt greinargerð hönnuðar hússins þar sem brugðist er við umsögninni.
|
Samkvæmt afstöðumynd á aðaluppdrætti ná svalir á vesturgafli og suðurgafli byggingar lengra út fyrir byggingarreit en deiliskipulag kveður á um.
Breidd byggingar á 4 m kafla er 16,6 m en samkvæmt skipulagi skal hámarksbreidd byggingar vera 15 m.
Skipulagsstjóri lítur svo á að ákvæði um bílastæðafjölda sé lágmarksákvæði.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis verði vikið frá kröfum 2. mgr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar hvað svalir og breidd byggingar varðar enda útfærsla hússins í góðu samræmi við markmið deiliskipulags að öllu öðru leyti. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
|
|
|
|
|
|**9. 2407382 - Vorbraut 15 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verði vikið frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar hvað varðar uppbrot úthliða, sem minnst er á í umsögn deiliskipulagshöfundar enda hönnun hússins að öllu öðru leyti í góðu samræmi við markmið deiliskipulags. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
|
|
|
|
|
|**10. 2409410 - Vorbraut 19 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vorbraut 19 - Flokkur 2**
|Lagðir fram aðaluppdrættir ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|**11. 2411084 - Vorbraut 49-55 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn um breytingu á gólfkótum raðhúslengjunnar Vorbrautar 49-55 þess efnis hvort unnt sé að breyta gólfkótum húsa nr. 53 og 55, þannig að þeir verða þeir sömu og við 49 og 51. Umsögn gatnahönnuðar liggur fyrir og er hún jákvæð. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að gólfkótum verði breytt á mæliblaði í samræmi við fyrirspurn með því ákvæði að hámarkshæð miði enn við upprunalegu gólfkóta.
|
|
|
|
|
|
|**12. 2404284 - Útholt 2 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt sem er i samræmi við framlagða uppdrætti. Gólfkóti á mæliblað hefur verið leiðréttur í kjölfar breytinga á gatnahönnun. Hámarkshæð húss miðast enn við upphaflegan gólfkóta, 77,05 mys.
|
|
|
|
|
|
|**13. 2409605 - Útholt 4 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt sem er i samræmi við framlagða uppdrætti. Gólfkóti á mæliblað hefur verið leiðréttur í kjölfar breytinga á gatnahönnun. Hámarkshæð húss miðast enn við upphaflegan gólfkóta, 78,45 mys.
|
|
|
|
|
|
|**14. 2409320 - Skerpluholt 3 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu sem felur í sér hækkun á gólfkóta um 20 cm að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust og skoðast því tillagan samþykkt.
|
|
|
|
|
|
|**15. 2410060 - Víkurgata 16 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn.
|
Umsóknin felur í sér byggingu á 25,6 m² sólskála.
Sólskálinn nær út fyrir byggingarreit að stórum hluta. Umsókn kallar á deiliskipulagsferli og því ekki hægt að fallast á útfærsluna að óbreyttu.
|
|