Garðabær
Skipulagsnefnd Garðabæjar - 15
|
|
|
|**1. 2110128 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 8.Arnarnesháls/Arnarland**
|Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar sem nær til landnotkunarreitsins Arnarneshálss og nær því til sama svæðis og tillaga að deiliskipulagi Arnarlands.
|
Jóhanna Helgadóttir kynnti tillöguna en auk hennar voru Lilja Karlsdóttir samgönguverkfræðingur, Þorgerður Arna Einarsdóttir hjá Landey ehf og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt viðstödd fundinn undir þessum lið.
Tillögu að breyttri tillögu að deiliskipulagi Arnarlands hefur verið vísð til auglýsingar á nýjan leik og kallar hún á breytingu á tillögu að breytingu aðalskipulags,
Þær breytingar sem gerðar hafa verið frá áður auglýstri breytingartillögu eru eftirfarandi:
-Tákn um undirgöng undir Arnarnesveg færast austar á uppdrætti til samræmis við nýja tillögu að deiliskipulagi Arnarlands og tillögu að breytingu deiliskipulags Akra.
-Ákvæði um hæðafjölda breytast, verða nú 2-6 hæðir í stað 3-6 og hæð kennisleitisbyggingar allt að 7 hæðir í stað 8.
-Lega stofnstíga breytast innan svæðis til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.
Þar sem að breytingar á tillögunni eru óverulegar frá áður auglýstri tillögu telur skipulagsnefnd að heimild Skipulagsstofnunar til auglýsingar tillögunnar sé enn í gildi.
Skipulagsnefnd vísar breytingartillögunni með ofangreindum breytingum til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.31.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2110129 - Arnarland. Deiliskipulag**
|Lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi Arnarlands. Sú tillaga sem auglýst var í vor er lögð til grundvallar en gerðar hafa verið á henni ýmsar breytingar sem koma til móts við þær athugasemdir og umsagnir sem bárust.
|
Jóhanna Helgadóttir kynnti tillöguna en auk hennar voru Lilja Karlsdóttir samgönguverkfræðingur, Þorgerður Arna Einarsdóttir hjá Landey ehf og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt viðstödd fundinn undir þessum lið.
Helstu breytingar eru:
-Hámarkshæð kennileitisbyggingar lækkuð úr 8 hæðum í 7 hæðir, auk þess að flestir aðrir hlutar byggingar voru lækkaðir um 1-3 hæðir.
-Hæðafjöldi lækkar á mörgum byggingarreitum, m.a. næst Fífuhvammsvegi.
-Byggingarmagn atvinnu- og íbúðabyggðar minnkar og samhliða minnkar nýtingarhlutfall svæðisins alls úr 1,11 í 0,95.
-Fjöldi íbúða fer úr 529 í 451 íbúðir.
-Bætt við heimild fyrir leiksskóla á miðsvæði á opnu svæði sem myndast í miðju hverfinu þegar dregið hefur verið úr byggingarmagni.
-Undirgöng frá Landakri að Akrabraut, undir Arnarnesveg, færð austar.
-Bætt við kvöð um hitaveitulögn veitna meðfram Fífuhvammsvegi.
-Dælustöð fráveitu neðst á svæði felld út úr tillögu.
Samkvæmt breyttri tillögu minnkar áætluð umferðarsköpun af byggð í Arnaland um 14%.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að mótun deiliskipulagsins sé gerð í sem bestri sátt við íbúa í nágrenninu um leið og að skynsamlegri ráðstöfun þessa mikilvæga og verðmæta uppbyggingarsvæðis sé framfylgt.
Á fyrri stigum ferlisins var brugðist við ábendingum og umsögnum með ýmsu móti, m.a. var dregið úr byggingarmagni, hæðafjölda bygginga osfv. Þær athugasemdir sem bárust við auglýstri tillögu sýna að íbúar í nágrenninu telja að ganga mætti lengra til móts við ábendingarnar á ýmsa vegu. Nefndin fellst á þau sjónarmið og hefur því lagt til þær breytingar sem nú hafa verið gerðar á tillögunni í samráði við landeiganda og ráðgjafa.
Lögð fram svör við athugasemdum sem fram komu í minnisblaði umhverfissviðs Kópavogsbæjar er varðar innviði á svæðinu.
Tillagan kallar á breytingu á auglýstri breytingartillögu aðalaskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Arnarlands (Arnarneshálss) og hefur verið auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi. Sú breyting er það óveruleg að skipulagsnefnd telur að heimild sú sem Skipulagsstofnun veitti fyrir auglýsingu tillögunnar sé óbreytt.
Í samræmi við 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 vísar skipulagsnefnd tillögunni til auglýsingar á nýjan leik, enda hefur henni verið breytt í grundvallaratriðum. Tillagan skal auglýst í samræmi við 1. mgr. sömu greinar og 1. mgr. 31. gr. sömu laga.
Stefnt er að því að halda almennan kynningarfund miðvikudaginn 4. desember, klukkan 17:00.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2411164 - Akrahverfi - Dsk.br. - Undirgöng**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Akra (Akrahverfis).
|
Tillagan gerir ráð fyrir því að tenging Akrabrautar að undirgöngum undir Arnarnesveg yfir í Arnarland færist austar og fjær aðkomu að fjölbýlishúsinu við Hofakur. Lega undirganga er því í samræmi við nýja tillögu að deiliskipulagi Arnarlands sem vísað hefur verið til auglýsingar.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.43.gr. og 1.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2202488 - Deiliskipulag Vetrarmýrar og Smalaholts. Golfvöllur og útivistarskógur.**
|Þráinn Hauksson gerði grein fyrir mótun tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis, golfvallar og útivistarskógs í Vetrarmýri og Smalaholti.
|
Tillögu vísað til áframhaldandi mótunar hjá skipulagsráðgjafa og umhverfissviði. Linda Björk Jóhannsdóttir verkefnastjóri umhverfissviðs og Kári Jónsson íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi sátu kynninguna.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2411167 - Urriðaholt. Lok uppbyggingar.**
|Jón Pálmi Guðmundsson framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf og Drífa Árnadóttir hjá Alta ehf kynntu hugmyndir um uppbyggingu á þeim svæðum í Urriðaholti sem enn eru óbyggð. Þráinn Hauksson landslagsarkitekt sat fundinn undir þessum lið.
|
Hugmyndirnar verða kynntar á íbúafundi í Urriðaholti á næstunni.
Vísað til áframhaldandi mótunar hjá Urriðaholti ehf, ráðgjöfum og umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2409043 - Búðarflöt 1 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir stakstæðri bílageymslu á einbýlishúslóðinni Búðarflöt 1 að lokinni grenndarkynningu. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og því er byggingarleyfisumsókn grenndarkynnt.
|
Ein athugasemd barst frá Veitum.
Umsókn og athugasemd vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2403204 - Hestamýri 1-3 - dsk br. Breiðamýri**
|Lögð fram umsókn uppbyggingaraðila um breytingu deiliskipulags Hestamýrar sem gerir ráð fyrir því að heimild byggingarmagns við Hestamýri aukist úr 10.000 m2 í 10.400 m2.
|
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2406311 - Grásteinsmýri 2 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir og lóðaruppdráttur af fjölbýlishúsi að Grásteinsmýri 2.
|
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlögð gögn hvað skipulagsþátt þeirra varðar.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2407178 - Mosprýði 3 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu Garðahrauns sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits fyrir sólskála við parhúsið Mosprýði 3 að lokinni grenndarkynningu. Ein athugasemd hefur borist og er hún lögð fram.
|
Fyrir mistök samþykkti skipulagsstjóri breytinguna áður en að athugasemd barst og hefur sú samþykkt verið afturkölluð.
Tillögu og athugasemd vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2309596 - Borgarás 10 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Skipulagsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna byggingarleyfis og skipulagsbreytingar að Borgarási 10.
|
Vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2406836 - Miðbær, Svæði I og II, Garðatorg 1, dsk breyting**
|Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar sem gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu á lóðinni Garðatorg 1 og nágrenni.
|
Eins og fram kemur í lýsingu er stefnt að því að tillögur verði mótaðar og kynntar samhliða tillögum að deiliskipulagi Móa.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða verkefnislýsingu í samræmi við 1. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2410467 - Ask.Rvk 2040 - Landnotkunarheimildir við Hringbraut - Hringbraut sem aðalgata frá Bjarkargötu að Ánanaustum**
|Lögð fram verkefnislýsing vegna tillögu að breytingu aðalskipulags Reykjavíkur.
|
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við verkefnislýsinguna.
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2411159 - Hleinar að Langeyrarmölun - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu.**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum sem tengist uppbyggingaráformum við Hrafnistu.
|
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2410051F - Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 14**
|Lagt fram
|
|
|
|
|