Reykjavíkurborg
Heilbrigðisnefnd - Fundur nr. 155
**Heilbrigðisnefnd**
Ár 2024, fimmtudaginn 14. nóvember kl. 11:05, var haldinn 155. fundur heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 4. hæð, Jörfa. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birna Hafstein, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Sandra Hlíf Ocares og fulltrúi frá samtaka atvinnulífsins, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Guðberg Gíslason, Rósa Magnúsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Guðjón Ingi Eggertsson, Svava Svanborg Steinarsdóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.
**Þetta gerðist:**
Lagt fram til kynningar níu mánaða fjármálauppgjör.
Hreinn Ólafsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. HER24010001
Fram fer kynning á nýju starfsfólki hjá umhverfiseftirliti Reykjavíkur. HER24010001
Fram fer umræða um aðkomu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna hópsýkingar á leikskólanum Mánagarði. HER24010001
Fram fer umræða um stöðvun á starfsemi leikskólans Sælukots og aðkoma Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. HER24010001
Lagt fram til upplýsingar endurskoðun á starfsleyfi Bálstofunnar. HER24010001
Fylgigögn
Lagt fram dagatal yfir fundi heilbrigðisnefndar árið 2025. HER24010001
Fylgigögn
Lögð fram skipulagslýsing aðalskipulags Reykjavíkur um íbúðaruppbyggingu í grónum hverfum, dags. ágúst 2024 þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Skipulagsgátt, mál nr. 1067/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 15. október 2024. HER24010001
Fylgigögn
Lagt fram frumvarp til laga um geislavarnir, dags. maí 2024 þar sem farið er fram á umsagnarbeiðni í Samráðsgátt, mál nr. S-196/2024. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 29. október 2024. HER24010001
Fylgigögn
Lögð fram fyrirspurn Hrafns Hlöðverssonar, dags. 15. ágúst 2024 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. október 2024 um uppbyggingu vetnisstöðvar við Stekkjarbakka, einnig er lögð fram umsagnarbeiðni frá skipulagsfulltrúa, dags. 23. október 2024. Jafnframt er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 5. nóvember 2024. HER24010001
Fylgigögn
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 9. október 2024, 16. október 2024, 17. október 2024, 24. október 2024, 31. október 2024. HER24010001
Fylgigögn
[Fundargerð afgreiðslufundar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 9. október 2024](https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/Fundur%201798%2009.10.2024_undirrita%C3%B0.pdf) [Fundargerð afgreiðslufundar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 16. október 2024](https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/Fundur%201799%2016.10.2024%20-%20aukafundur%20_undirrita%C3%B0.pdf) [Fundargerð afgreiðslufundar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 17. október 2024](https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/Fundur%201800%2017.10.2024_undirritu%C3%B0.pdf) [Fundargerð afgreiðslufundar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 24. október 2024](https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/Fundur%201801%2024.10.2024_undirrita%C3%B0.pdf) [Fundargerð afgreiðslufundar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur 31. október 2024](https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/Fundur%201802%2031.10.2024_undirrita%C3%B0.pdf) **Fundi slitið kl. 11:47**
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Birna Hafstein
Hjálmar Sveinsson Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir
Sandra Hlíf Ocares Ólafur Hvanndal Jónsson
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 14. nóvember 2024**