Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 43. (2144)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarráð Garðabæjar**
|
|**43. (2144). fundur**
|
|
|19.11.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varamaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2025-2028)**
|Lögð fram eftirfarandi tillaga um álagningu útsvars:
|
"Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að álagningarhlutfall útsvars verði 14,71% á tekjur manna á árinu 2025 samkvæmt heimild í 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sbr. 24.gr. laganna.
Samþykkt bæjarstjórnar skal tilkynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir 15. desember 2024, samkvæmt 2.mgr. 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995."
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Lagt fram yfirlit yfir ábendingar sem borist hafa frá íbúum varðandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.
Farið var yfir yfirlit yfir breytingar á gjaldskrám og lagt fram yfirlit yfir mál sem hefur verið vísað til skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Bæjarstjóri fór yfir helstu atriði og dagsetningar varðandi vinnu við fjárhagsáætlun fram að seinni umræðu í bæjarstjórn, sem fyrirhuguð er 5. desember nk.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2409397 - Furulundur 9 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Tindi Jónssyni, kt. 070687-3569, leyfi til að byggja við húsið Furulund 9 á tvo vegu. Breytingar á ytra útliti með nýrri klæðningu og breyttri gluggasetningu að hluta til. Breytingar innanhúss, herbergjaskipan breytt og baðherbergjum fjölgað.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2409527 - Miðskógar 17 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Þórhildi Eddu Gunnarsdóttur, kt. 260786-2299, leyfi til að byggja við húsið Miðskóga 17 og stækka við vesturgafl aðalbyggingar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2409217 - Stekkholt 22 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Nýju Þaki ehf., kt. 450318-1240, leyfi til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum að Stekkholti 22.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2411164 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna legu undirganga undir Arnarnesveg. **
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 14. nóvember 2024, varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Akra (Akrahverfis).
|
Tillagan gerir ráð fyrir því að tenging Akrabrautar að undirgöngum undir Arnarnesveg yfir í Arnarland færist austar og fjær aðkomu að fjölbýlishúsinu við Hofakur. Lega undirganga er því í samræmi við nýja tillögu að deiliskipulagi Arnarlands sem vísað hefur verið til auglýsingar.
Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.43.gr. og 1.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2110128 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar - **
Arnarnesháls/Arnarland.
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 14. nóvember 2024, varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar sem nær til landnotkunarreitsins Arnarnesháls og nær því til sama svæðis og tillaga að deiliskipulagi Arnarlands.
|
Tillögu að breyttri tillögu að deiliskipulagi Arnarlands var vísað til auglýsingar á nýjan leik og kallaði hún á breytingu á tillögu að breytingu aðalskipulags.
Þær breytingar sem gerðar hafa verið frá áður auglýstri breytingartillögu eru eftirfarandi:
-Tákn um undirgöng undir Arnarnesveg færast austar á uppdrætti til samræmis við nýja tillögu að deiliskipulagi Arnarlands og tillögu að breytingu deiliskipulags Akra.
-Ákvæði um hæðafjölda breytast, verða nú 2-6 hæðir í stað 3-6 og hæð kennisleitisbyggingar allt að 7 hæðir í stað 8.
-Lega stofnstíga breytast innan svæðis til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.
Þar sem að breytingar á tillögunni eru óverulegar frá áður auglýstri tillögu taldi skipulagsnefnd að heimild Skipulagsstofnunar til auglýsingar tillögunnar sé enn í gildi.
Skipulagsnefnd vísaði breytingartillögunni með ofangreindum breytingum til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.31.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2110129 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Arnarland. **
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 14. nóvember 2024 vegna nýrrar tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.
|
Áður auglýst tillaga er lögð til grundvallar en gerðar hafa verið á henni ýmsar breytingar sem koma til móts við þær athugasemdir og umsagnir sem bárust.
-Hámarkshæð kennileitisbyggingar lækkuð úr 8 hæðum í 7 hæðir, auk þess að flestir aðrir hlutar byggingar voru lækkaðir um 1-3 hæðir.
-Hæðafjöldi lækkar á mörgum byggingarreitum, m.a. næst Fífuhvammsvegi.
-Byggingarmagn atvinnu- og íbúðabyggðar minnkar og samhliða minnkar nýtingarhlutfall svæðisins alls úr 1,11 í 0,95.
-Fjöldi íbúða fer úr 529 í 451 íbúðir.
-Bætt við heimild fyrir leiksskóla á miðsvæði á opnu svæði sem myndast í miðju hverfinu þegar dregið hefur verið úr byggingarmagni.
-Undirgöng frá Landakri að Akrabraut, undir Arnarnesveg, færð austar.
-Bætt við kvöð um hitaveitulögn veitna meðfram Fífuhvammsvegi.
-Dælustöð fráveitu neðst á svæði felld út úr tillögu.
Samkvæmt breyttri tillögu minnkar áætluð umferðarsköpun af byggð í Arnaland um 14%.
Skipulagsnefnd lagði áherslu á að mótun deiliskipulagsins verði gerð í sem bestri sátt við íbúa í nágrenninu um leið og að skynsamlegri ráðstöfun þessa mikilvæga og verðmæta uppbyggingarsvæðis sé framfylgt.
Á fyrri stigum ferlisins var brugðist við ábendingum og umsögnum með ýmsu móti, m.a. var dregið úr byggingarmagni, hæðafjölda bygginga osfv. Þær athugasemdir sem bárust við auglýstri tillögu sýndu að íbúar í nágrenninu telja að ganga mætti lengra til móts við ábendingarnar á ýmsa vegu. Nefndin féllst á þau sjónarmið og lagði því til þær breytingar sem nú hafa verið gerðar á tillögunni í samráði við landeiganda og ráðgjafa.
Tillagan kallar á breytingu á auglýstri breytingartillögu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Arnarlands (Arnarneshálss) og var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi. Sú breyting er það óveruleg að skipulagsnefnd taldi að heimild sú sem Skipulagsstofnun veitti fyrir auglýsingu tillögunnar sé óbreytt.
Í samræmi við 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 vísaði skipulagsnefnd tillögunni til auglýsingar á nýjan leik, enda hefur henni verið breytt í grundvallaratriðum. Tillagan skal auglýst í samræmi við 1. mgr. sömu greinar og 1. mgr. 31. gr. sömu laga.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2403204 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hestamýrar, Hestamýri 1-3.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 14. nóvember varðandi umsókn uppbyggingaraðila um breytingu deiliskipulags Hestamýrar sem gerir ráð fyrir því að heimild byggingarmagns við Hestamýri aukist úr 10.000 m2 í 10.400 m2.
|
Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2406836 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar, Svæði I og II, Garðatorg 1.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 14. nóvember 2024, varðandi tillögu að verkefnislýsingu að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar sem gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu á lóðinni Garðatorg 1 og nágrenni.
|
Fram kemur í lýsingu að stefnt sé að því að tillögur verði mótaðar og kynntar samhliða tillögum að deiliskipulagi Móa.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða verkefnislýsingu í samræmi við 1. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2410120 - Opnun tilboða í lampa fyrir gatna- og stígalýsingu í Garðabæ.**
|Afgreiðslu málsins frestað.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2411203 - Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi nýjan stofnsamning, dags. 12. nóvember 2024. **
|Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta nýjan stofnsamning um Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem samþykktur var á fundi stjórnar slökkviliðsins þann 18. október sl.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2411204 - Beiðni Kvennaráðgjafarinnar um styrk fyrir árið 2025, dags. 12. nóvember 2024. **
|Bæjarráð vísar erindinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. .
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)