Ísafjarðarbær
Velferðarnefnd 482. fundur
= Velferðarnefnd =
Dagskrá
Jóhanna Gréta Hafsteinsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði sat fundinn.
=== 1.Endurskoðun reglna um ferliþjónustu 2024 - 2024020101 ===
Lögð fram drög að reglum Ísafjarðarbæjar um akstursþjónustu ásamt minnisblaði deildarstjóra um breytingar á reglum um akstursþjónustu.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samþykkja nýjar reglur um akstursþjónustu.
=== 2.Endurskoðun - Reglur um fjárhagsaðstoð í Ísafjarðarbæ. - 2024030106 ===
Lögð fram drög að reglum Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð. Ásamt minnisblaði um reglur um fjárhagsaðstoð.
Samþykkt að halda áfram vinnu við gerð reglna Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð.
=== 3.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2025 - 2024110020 ===
Lagt fram bréf til sveitarfélaganna frá Stígamótum dagsett 30. október 2024, þar sem samtökin óska eftir framlagi til starfsemi Stígamóta árið 2025.
Velferðarnefnd vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
=== 4.Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 - 2024100046 ===
Á 1299. fundi bæjarráðs, þann 14. október 2024, var lagður fram til kynningar tölvupóstur Magneu Garðarsdóttir fyrir hönd Vestfjarðarstofu, dags. 9. október 2024, þar sem bent er á að drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 hefur verið sett inn á samráðsgátt til umsagnar. Umsagnarfrestur er til og með 24. október 2024.
Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd, velferðarnefnd og skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Bæjarráð áréttar að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 verður til umræðu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga 18.-19. október 2024.
Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd, velferðarnefnd og skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Bæjarráð áréttar að Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029 verður til umræðu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga 18.-19. október 2024.
Velferðarnefnd mun ekki skila áliti þar sem frestur til þess er liðinn.
=== 5.Mál til umsagnar frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis - 2024110027 ===
Lögð fram til kynningar tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar og hjúkrunarrýmum.
Velferðarnefnd mun ekki skila umsögn um málið.
=== 6.Mál til umsagnar frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis - 2024110027 ===
Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999.
Velferðarnefnd mun ekki skila umsögn um málið.
Fundi slitið - kl. 16:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?