Norðurþing
05.07.2022 - Skipulags- og framkvæmdaráð 129. fundur
= Skipulags- og framkvæmdaráð =
Dagskrá
=== 1.Ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir eldisstöð Rifós í Kelduhverfi ===
202205062
Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags fyrir eldisstöð Rifóss í Kelduhverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að tillaga að breytingu deiliskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
=== 2.Skipulagsnámskeið ===
202206128
Efla verkfræðistofa bíður sveitarfélaginu upp á námskeið um skipulagsmál fyrir fulltrúa í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að undirbúa námskeið um skipulagsmál fyrir fulltrúa í ráðinu í lok sumars.
=== 3.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistingar fyrir Stóragarð 6 ===
202206127
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings um rekstrarleyfi til sölu gistingar í Flokki II-G.
Skipulags- og framkvæmdaráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
=== 4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir flóttastiga við Borgarhólsskóla ===
202206118
Basalt Arkitektar ehf, f.h. Norðurþings, óska byggingarleyfis fyrir flóttastiga við Borgarhólsskóla. Fyrir liggja teikningar af fyrirhuguðum stiga sem unnar eru af Basalt Arkitektum.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja erindið.
=== 5.Ósk um samþykki fyrir afmökrun lóðar Braggans Yst ===
202206028
Óskað er eftir samþykki fyrir afmörkun lóðar umhverfis Braggann Yst í Núpasveit. Fyrir liggja undirskriftir annara landeigenda á svæðinu sem samþykkir eru afmörkuninni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt.
=== 6.Ósk um samþykki fyrir afmörkun lóðar Vinar ===
202206027
Óskað er eftir samþykki fyrir afmörkun lóðar umhverfis Vin í Núpasveit. Fyrir liggja undirskriftir annara landeigenda á svæðinu sem samþykkir eru afmörkuninni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt.
=== 7.Umsókn um lóðina Stóragarð 18 undir fjölbýlishús ===
202206089
Naustalækur ehf óskar eftir úthlutun lóðarinnar Stóragarðs 18 undir uppbyggingu fimm hæða fjölbýlishús með allt að 25 íbúðum. Erindið felur jafnframt í sér að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem heimili 25 íbúðir á lóðinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að Naustalæk verði úthlutað lóðinni að Stóragarði 18 undir uppbyggingu fjölbýlishúss. Ráðið fellst jafnframt á að gera tillögu að breytingu deiliskipulags sem heimili allt að 25 íbúðir á lóðinni. Úthlutunin er háð því að fyrirhugaðar skipulagsbreytingar í Reitnum nái fram að ganga.
=== 8.Ósk um stofnun lóðar utan um Norðursíldarhúsið við Höfðabraut ===
202206110
Norðurþing óskar stofnunar lóðar umhverfis Norðursíldarhúsið við Höfðabraut. Fyrir liggur tillaga að afmörkun lóðar sem fengi heitið Höfðabraut 14.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að afmörkuð verði lóð umhverfis Höfðabraut 14 eins og lóðarblað sýnir.
=== 9.Ósk um leyfi fyrir bílastæði á lóð Skálabrekku 17 ===
202206103
Óskað er eftir að gera bílastæði lóð Skálabrekku 17
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar að gert verði bílastæði að Skálabrekku 17 og að framkvæmd á niðurtekt gangstéttar verði unnin í samráði við framkvæmda- og þjónustufulltrúa.
=== 10.Umsókn um breytingu á gangstétt og bílastæði við Stakkholt 2 ===
202206129
Óskað er eftir að fá stækkun á bílastæði við Stakkholt.2
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stækkun á bílastæði að Stakkholti 2.
=== 11.Girðing á Húsavíkurhöfða ===
202206086
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um hvað
gera skal við girðingu norðan Sjóbaða.
gera skal við girðingu norðan Sjóbaða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera viðeigandi ráðstafanir til að girðingin geti þjónað sínum tilgangi.
=== 12.Römpum upp Ísland ===
202203136
Til kynnigar er verkefnið Römpum upp Ísland
Skipulags- og framkvæmdaráð hvetur verslanir og þjónustuaðila í Norðurþingi til að sækja um styrk í verkefnið Römpum upp Ísland til að bæta aðgengi.
=== 13.Eldvarnareftirlit í eignum Norðurþings. ===
201906072
Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur skoðunarskýrsla frá Slökkviliði Norðurþings vegna brunavarna í Garðarsbraut 22, samkomuhús.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja saman kostnaðaráætlun sem tekur mið af þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og leggja fyrir ráðið að nýju.
=== 14.Ósk um yfirborðsfrágang á Búðárvöllum ===
202206130
Húseigendur á Búðarvöllum óska eftir að farið verði í yfirborðsfrágang sem fyrst til að gera svæðið meira aðlagandi fyrir ferðamenn og aðra gesti.
Áki Hauksson vék af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur sér ekki fært að fara í yfirborðsfrágang í sumar þar sem fyrirhugaðar eru fornleifarannsóknir á svæðinu í lok sumars. Í kjölfarið verði svæðið hannað í samráði við lóðarhafa. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir vorið 2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur sér ekki fært að fara í yfirborðsfrágang í sumar þar sem fyrirhugaðar eru fornleifarannsóknir á svæðinu í lok sumars. Í kjölfarið verði svæðið hannað í samráði við lóðarhafa. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir vorið 2023.
=== 15.Viðhald á Akurgerði 4 - Skólahús. ===
201908084
Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður útboðs vegna viðhaldsframkvæmda á Akurgerði 4, Skólahúsi á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að bjóða 1. áfanga framkvæmdarinnar út að nýju næsta haust.
=== 16.Beiðni um kaup á íbúð í eigu Norðurþings ===
202206115
Íbúi leiguíbúðar hefur lýst yfir áhuga á að festa kaup á fasteign Norðurþings sem hann leigir. Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggar að taka ákvörðun um hvort ganga eigi til viðræðna við umræddan leigjanda um sölu eignarinnar.
Á 122. fundi fjölskylduráði 5. júlí 2022, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir að heimila sölu á eigninni þar sem hún hentar ekki skjólstæðingum félagsþjónustunnar og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Á 122. fundi fjölskylduráði 5. júlí 2022, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir að heimila sölu á eigninni þar sem hún hentar ekki skjólstæðingum félagsþjónustunnar og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að bjóða leigjanda eignarinnar hana til kaups að undangengnu tvöföldu verðmati.
=== 17.Fyrirspurn vegna gjaldheimtu kattaleyfis ===
202206071
Guðný María Waage óskar eftir við nefndina að kattarleyfisgjald verði endurskoðað.
Þar sem gjaldskrá fyrir leyfisgjald vegna hunda- og kattahalds endurspeglar raunkostnað við umhirðu þeirra, stendur ekki til að endurskoða gjaldskrána að svo stöddu. Skipulags- og framkvæmdaráð hvetur hunda- og kattaeigendur til að sækja um endurgreiðslu á dýralæknakostnaði vegna ormahreinsunar og bólusetningar dýranna.
=== 18.Golfklúbbur Húsavíkur óskar leyfis fyrir 18 m² kofa ===
202207009
Golfklúbbur Húsavíkur sækir um að fá leyfi til að setja niður 18m2 geymslukofa á golfvellinum.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar Golfklúbbi Húsavíkur að setja niður geymslukofann.
Fundi slitið - kl. 16:20.