Akraneskaupstaður
Skipulags- og umhverfisráð 314. fundur
[s. 433 1000](tel:4331000) [Vefir Akraneskaupstaðar](#)
= Skipulags- og umhverfisráð =
Dagskrá
=== 1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar ===
2209259
Farið yfir uppsetningu og verkferla tengda verkefnaskrá, ásamt drögum að aðgerðaáætlun fyrir heildarstefnuna.
Valdís Eyjólfsdóttir situr fundinn.
Valdís Eyjólfsdóttir situr fundinn.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir yfirferð á stöðu verkefnisins.
=== 2.Húsnæðisáætlun 2025 ===
2408258
Húsnæðisáætlun 2025 lögð fram til kynningar.
Skipulags- og umhverfisráðs þakkar fyrir greinagóða kynningu á Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2025.
Valdís Eyjólfsdóttir víkur af fundi.
Valdís Eyjólfsdóttir víkur af fundi.
=== 3.Hólabrúarnáma - Innri-Hólmur - Umsagnarbeiðni ===
2410325
Óskað er eftir umsögn Akraneskaupstaðar vegna breytinga á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar útaf stækkun Hólabrúarnáma - Innri-Hólmur.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir að svo stöddu en áskilur sér rétt til að leggja fram álit á síðari stigum.
=== 4.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - Stillholt 23 og Dalbraut 2 ===
2301128
Umsókn NH-2 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna Stillholts 23 og Dalbrautar 2. í breytingunni fellst að sameina lóðir undir Dalbraut 2, gert er ráð fyrir byggingu sem stallar sig frá fjórum og upp í tíu hæðir, ásamt bílakjallara. Byggingin skiptist í atvinnustarfsemi á jarðhæð en gert er ráð fyrir möguleika sömuleiðis á skrifstofum og/eða þjónustu á annari og þriðju hæð. Íbúðir eru á eftri hæðum hússins og fjöldi getur verið frá 45 íbúðum uppí 75 íbúðir.
Gögn lögð fram til kynningar.
=== 5.Deiliskipulag - Höfðasel ===
2103268
Drög að deiliskipulag Höfðasel kynnt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að skipulagið verði kynnt á opnum kynningarfundi.
=== 6.Hleðslustöðvar - samningur ON ===
2201150
Lagðar fram upplýsingar um rekstur hleðslustöðva ON á Akranesi frá júlí 2023.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að leggja fram minnisblað um stöðu hleðslustöðva á Akranesi m.t.t. hugsanlegs útboðs á þjónustunni.
=== 7.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs ===
2410062
Drög að nýrri gjaldskrá yfir meðhöndlun úrgangs lögð fram. Breytt er flokkun úrgangs hjá heimilum, og uppbyggingu gjaldskrár. Kostnaður við meðhöndlun úrgangs í Gámu verður framvegis innheimtur hjá notendum. Kostnaður við rekstur á móttökustöð Gámu og við grenndarstöðvar verður hluti af gjaldskrá og innheimtur hjá heimilum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir drög að gjaldsskrá og vísar henni til bæjarráðs.
=== 8.Æðaroddi - tæming á taðstíum ===
2411003
Erindi um að losun á húsdýraúrgangi verði leyfð á jarðefnatipp án gjalds.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir erindið og fellst á að leyfa losun húsdýraúrgangs á jarðvegstipp á vegum Akraneskaupstaðar. Gjaldskrá fyrir losun er til að mæta kostnaði við rekstur svæðisins.
=== 9.Gangbrautir í Lundahverfi ===
2408188
Erindi um gangbrautir í Lundahverfi
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að skoða öryggismál gangandi vegfarenda í hverfinu og leggja fram minnisblað. Ráðið bendir á að á næsta ári er ráðgert að setja gönguþverun á gatnamót Eyrarlundar og Álfalundar ásamt gangstétt við lóð leikskólans.
=== 10.Brunavarnir Stúkuhúsið í Görðum ===
2411107
Bréf með ósk um fjármagn til að uppfylla kröfur um brunavarnir í stúkuhúsi á Garðavöllum.
Skipulags- og umhverfisráð hefur ekki athugasemd við áætlaða framkvæmd og vísar erindinu að öðru leyti til bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 21:00.