Norðurþing
05.07.2022 - Fjölskylduráð 122. fundur
= Fjölskylduráð =
Dagskrá
=== 1.Staða samningamála íþróttafélaga í Norðuringi ===
202206126
Kynning á samstarfs og styrktarsamningum Norðurþings við íþróttafélög í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.
=== 2.Sumaropnun í Sundlaug Húsavíkur ===
202207001
Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um breytingu á sumaropnunartíma í Sundlaug Húsavíkur.
Fjölskylduráð fellst ekki á að breyta sumaropnun Sundlaugar Húsavíkur þetta sumarið en vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
=== 3.Samþætting skóla og tómstundastarfs KPMG. ===
202106115
Til kynningar er staða mála í samþættingu skóla og tómstundastarfs sem unnið er í samstarfi við KPMG
Lagt fram til kynningar.
=== 4.Starfsemi Skólaþjónustu Norðurþings ===
202206061
Fræðslufulltrúi gerir grein fyrir samtali hans við fulltrúa nýsameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um skólaþjónustu.
Lagt fram til kynningar.
=== 5.Skólaakstur 2021-2025 - Samningur ===
202106129
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Kristins Rúnars Tryggvasonar, annars vegar um framlengingu á samningi um skólaakstur á leið 4, Raufarhöfn - Öxarfjarðarskóli og hins vegar um hækkun á aksturstaxta vegna fjölgunar nemenda á leið 1, Lón - Öxarfjarðarskóli.
Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að ganga til samninga um framlengingu á skólaakstri á leið 4.
Fjölskylduráð samþykkir, samkvæmt grein 1.7.4.1 í útboðslýsingu sveitarfélagsins á skólaakstri árið 2021, framlagða hækkun á aksturstaxta á leið 1 vegna verulegra frávika á áætluðum fjölda nemenda á leiðinni og stækkunar á skólabíl þess vegna.
Fjölskylduráð samþykkir, samkvæmt grein 1.7.4.1 í útboðslýsingu sveitarfélagsins á skólaakstri árið 2021, framlagða hækkun á aksturstaxta á leið 1 vegna verulegra frávika á áætluðum fjölda nemenda á leiðinni og stækkunar á skólabíl þess vegna.
=== 6.Skólaakstur 2021-2025 - Samningur ===
202106126
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Ágústu Ágústsdóttur um endurskoðun á samningi um skólaakstur á leið 2, Reistarnes - Öxarfjarðarskóli vegna breytinga á aðstæðum.
Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að endurskoða samninga á skólaakstri á leið 2.
=== 7.Umsóknir um stuðning til náms í menntavísindum ===
202206119
Í fyrstu grein reglna Norðurþings um stuðning til fjarnáms í menntavísindum segir: Starfandi leiðbeinendur við leik- og grunnskóla Norðurþings sem hyggjast stunda fjarnám í
menntavísindum til diplómaprófs, B.Ed prófs, M.Ed prófs eða til kennsluréttinda við Háskóla Íslands
eða Háskólann á Akureyri geta sótt um stuðning til sveitarsjóðs vegna námsins.
Skólastjóri Borgarhólsskóla leggur nú fyrir fjölskylduráð umsóknir starfsmanna Borgarhólsskóla um stuðning til fjarnáms í menntavísindum fyrir skólaárið 2022-2023 ásamt umsögn sinni.
menntavísindum til diplómaprófs, B.Ed prófs, M.Ed prófs eða til kennsluréttinda við Háskóla Íslands
eða Háskólann á Akureyri geta sótt um stuðning til sveitarsjóðs vegna námsins.
Skólastjóri Borgarhólsskóla leggur nú fyrir fjölskylduráð umsóknir starfsmanna Borgarhólsskóla um stuðning til fjarnáms í menntavísindum fyrir skólaárið 2022-2023 ásamt umsögn sinni.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir um stuðning til fjarnáms.
=== 8.Systkinaafsláttur í Skólamötuneytum Norðurþings ===
202206104
Fræðslufulltrúi leggur fyrir ráðið útreikninga á kostnaði vegna systkinaafsláttar í skólamötuneytum Norðurþings.
Gera má ráð fyrir að tekjur skerðist um tæpar 4 milljónir ef systkinaafsláttur verði 25% en um tæpar 10 milljónir verði systkinaafsláttur 50% fyrir annað systkini og 100% fyrir þriðja systkini eða fleiri.
Gera má ráð fyrir að tekjur skerðist um tæpar 4 milljónir ef systkinaafsláttur verði 25% en um tæpar 10 milljónir verði systkinaafsláttur 50% fyrir annað systkini og 100% fyrir þriðja systkini eða fleiri.
Fjölskylduráð vísar tillögu Rebekku um systkinaafslátt til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
=== 9.Beiðni um kaup á íbúð í eigu Norðurþings ===
202206115
Íbúi leiguíbúðar hefur lýst yfir áhuga á að festa kaup á fasteign Norðurþings sem hann leigir. Fyrir fjölskylduráði liggar að taka ákvörðun um hvort heimila eigi sölu á eigninni.
Fjölskylduráð samþykkir að heimila sölu á eigninni þar sem hún hentar ekki skjólstæðingum félagsþjónustunnar og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Fundi slitið - kl. 11:10.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 3-8.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá skólaþjónust, sat fundinn undir lið 4.