Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 17. (950)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarstjórn Garðabæjar**
|
|**17. (950). fundur**
|
|
|21.11.2024 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Stella Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar. Bjarni Theódór Bjarnason varabæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
|
Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Fundargerð bæjarstjórnar frá 7. nóvember 2024 er lögð fram.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2411011F - Fundargerð bæjarráðs frá 12/11 ´24.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 8.tl. Vinnu og virkni fatlaðs fólks í Garðabæ og 9.tl. Holtsbúð 87 - Klaustrið. Samstarfsverkefni um endurbætur, viðhald og rekstur.
|
Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi, sat ekki fundinn undir þessum dagskrárlið.
Fundargerðin sem er 14.tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|2410059 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kauptúns vegna stækkunar á lóð við Kauptún 6.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 7. nóvember 2024, að fengnu samþykki landeiganda, varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Kauptúns sem gerir ráð fyrir stækkun á lóðinni Kauptúni 6 til suðurs og austurs sem nemur alls um 2.580 m2. Tillagan gerir ráð fyrir því að heimilt verði að gera ráð fyrir bílastæðum á þeim tveimur svæðum sem bætast við lóðina. Lóðin yrði eftir sem áður innan landnotkunarreits 5.03 VÞ fyrir verslun og þjónustu í Kauptúni í Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
Samþykkt með 8 atkvæðum (AG, MB, GVG, SS, HRG, BTB, BDG, GK) gegn 2 (ÞÞ, IA).
|
|
|
|
|2404386 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda vegna lóðanna Eskiás 7 og 10.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 7. nóvember 2024 varðandi breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til lóðanna Eskiás 7 og Eskiás 10 ásamt þeim athugasemdum sem borist hafa. Skipulagsnefnd kom til móts við innsendar athugasemdir með því að leggja til að þær breytingar yrðu gerðar á tillögunni að fjölgun íbúða við Eskiás verði 15 í stað 22 og að hámarks hæðafjöldi á lóð nr.7 verði 2 hæðir og hluti byggingar á lóð nr.10 sem eru næst Ásabraut verði einnig 2 hæðir. Ekki er farið fyrir hámarkshæð húsa í gildandi deiliskipulagi. Á fundi skipulagsnefndar var lögð fram tillaga skipulagsstjóra að svörum við þeim athugasemdum sem borist höfðu. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með ofangreindum breytingum sem breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til fjölbýlishúslóðanna Eskiáss 7 og 10 í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|2404323 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna framkvæmdaleyfis vegna endurbóta á fráveitulögn í Arnarnesi.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 7. nóvember 2024 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir endurbætur á fráveitulögn í Arnarnesi ásamt framkvæmdastíg neðan við íbúðarhús í Haukanesi. Skipulagsnefnd vísaði umsókn til grenndarkynningar í samræmi við 5.mgr. 13.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Kynna skal framkvæmdina eigendum húsa við Haukanes 16, 18, 20,22, 24, 26 og 28 sem og Mávanes 23 og 25.
|
|
|
|
|
|2410200 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna samfélagsþjónustusvæðis.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 7. nóvember 2024 varðandi óverulega breytingu aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 sem gerir ráð fyrir því að samfélagsþjónustusvæðið S1 stækkar um 0,12 ha og Op1 minnkar sem því nemur. Skipulagsnefnd Garðabæjar gerði ekki athugasemd við tillöguna.
|
|
|
|
|
|2410220 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna umsóknar um deiliskipulagsbreytingu Hnoðraholts norðurs vegna Skerpluholts 5.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 7. nóvember 2024 varðandi umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir því að hæðarkóti einbýlishússins Skerpluholti 5 hækki um 10 cm. Umsögn gatnahönnuðar liggur fyrir. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar hvað ofangreint atriði varðar á meðan að heimiluð heildarhæð húss yfir sjávarmáli breytist ekki.
|
|
|
|
|
|2410235 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna óskar um breytingu á deiliskipulagi Garðahrauns vegna Kjarrprýði 4.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 7. nóvember 2024 varðandi umsókn lóðarhafa að Kjarrprýði 4 um breytingu deiliskipulags Garðahrauns sem nær til umræddrar lóðar. Tillagan gerir ráð fyrir því að byggingarreitur breytist á þann veg að ákvæði á nyrðri hluta hans um að taka skuli tillit til hraunmyndanna séu felld út, enda hafi lóðarhafi fjarlægt þær hraunmyndanir sem vernda skyldi. Lagður fram uppdráttur sem sýnir með hvaða hætti lóðarhafi sjái fyrir sér útfærslu á lóð. Skipulagsnefnd telur að fordæmisgildi þess að fella út ákvæði um varðveislu hraunmyndanna sé mjög mikið og gangi ákveðið gegn því markmiði deiliskipulagsins sem sett er fram í grein 1.5 í deiliskipulagsgreinargerð, þar segir: "Þar sem framkvæmdir eru heimilar samkvæmt skipulaginu er lögð rík áhersla á að halda sem best sérkennum svæðisins og vernda hraunmyndanir eftir því sem nokkur kostur er." Skipulagsnefnd hafnaði umsókn um breytingu deiliskipulags Garðahrauns sem nær til lóðarinnar Kjarrprýði 4.
|
|
|
|
|
|2408587 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts austurs vegna undirganga undir Flóttamannaveg.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 7. nóvember 2024 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Urriðaholts austur sem gerir ráð fyrir undirgöngum undir Flóttamannaveg til móts við Kinnargötu 68. Skipulagsnefnd vísaði breytingartillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2411021F - Fundargerð bæjarráðs frá 19/11 ´24.**
|Guðlaugur Kristmundsson ræddi 5.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna legu undirganga við Arnarnesveg, 6.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar - Arnarnesháls/Arnarland og 7.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu að deiliskipulagi fyrir Arnarland.
|
Almar Guðmundsson ræddi 5.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna legu undirganga við Arnarnesveg, 6.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar - Arnarnesháls/Arnarland, 7.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu að deiliskipulagi fyrir Arnarland og 9.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar, Svæði I og II, Garðatorg 1.
Fundargerðin sem er 12.tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|2411164 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Akrahverfis vegna legu undirganga undir Arnarnesveg.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 14. nóvember 2024, varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Akra (Akrahverfis). Tillagan gerir ráð fyrir því að tenging Akrabrautar að undirgöngum undir Arnarnesveg yfir í Arnarland færist austar og fjær aðkomu að fjölbýlishúsinu við Hofakur. Lega undirganga er því í samræmi við nýja tillögu að deiliskipulagi Arnarlands sem vísað hefur verið til auglýsingar. Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.43.gr. og 1.mgr.41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|2110128 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar -
|
Arnarnesháls/Arnarland.
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 14. nóvember 2024, varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar sem nær til landnotkunarreitsins Arnarnesháls og nær því til sama svæðis og tillaga að deiliskipulagi Arnarlands. Tillögu að breyttri tillögu að deiliskipulagi Arnarlands var vísað til auglýsingar á nýjan leik og kallaði hún á breytingu á tillögu að breytingu aðalskipulags. Þær breytingar sem gerðar hafa verið frá áður auglýstri breytingartillögu eru eftirfarandi: -Tákn um undirgöng undir Arnarnesveg færast austar á uppdrætti til samræmis við nýja tillögu að deiliskipulagi Arnarlands og tillögu að breytingu deiliskipulags Akra. -Ákvæði um hæðafjölda breytast, verða nú 2-6 hæðir í stað 3-6 og hæð kennisleitisbyggingar allt að 7 hæðir í stað 8. -Lega stofnstíga breytast innan svæðis til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Arnarlands. Þar sem að breytingar á tillögunni eru óverulegar frá áður auglýstri tillögu taldi skipulagsnefnd að heimild Skipulagsstofnunar til auglýsingar tillögunnar sé enn í gildi. Skipulagsnefnd vísaði breytingartillögunni með ofangreindum breytingum til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.31.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|2110129 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Arnarland.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 14. nóvember 2024 vegna nýrrar tillögu að deiliskipulagi Arnarlands. Áður auglýst tillaga er lögð til grundvallar en gerðar hafa verið á henni ýmsar breytingar sem koma til móts við þær athugasemdir og umsagnir sem bárust. -Hámarkshæð kennileitisbyggingar lækkuð úr 8 hæðum í 7 hæðir, auk þess að flestir aðrir hlutar byggingar voru lækkaðir um 1-3 hæðir. -Hæðafjöldi lækkar á mörgum byggingarreitum, m.a. næst Fífuhvammsvegi. -Byggingarmagn atvinnu- og íbúðabyggðar minnkar og samhliða minnkar nýtingarhlutfall svæðisins alls úr 1,11 í 0,95. -Fjöldi íbúða fer úr 529 í 451 íbúðir. -Bætt við heimild fyrir leiksskóla á miðsvæði á opnu svæði sem myndast í miðju hverfinu þegar dregið hefur verið úr byggingarmagni. -Undirgöng frá Landakri að Akrabraut, undir Arnarnesveg, færð austar. -Bætt við kvöð um hitaveitulögn veitna meðfram Fífuhvammsvegi. -Dælustöð fráveitu neðst á svæði felld út úr tillögu. Samkvæmt breyttri tillögu minnkar áætluð umferðarsköpun af byggð í Arnaland um 14%. Skipulagsnefnd lagði áherslu á að mótun deiliskipulagsins verði gerð í sem bestri sátt við íbúa í nágrenninu um leið og að skynsamlegri ráðstöfun þessa mikilvæga og verðmæta uppbyggingarsvæðis sé framfylgt. Á fyrri stigum ferlisins var brugðist við ábendingum og umsögnum með ýmsu móti, m.a. var dregið úr byggingarmagni, hæðafjölda bygginga osfv. Þær athugasemdir sem bárust við auglýstri tillögu sýndu að íbúar í nágrenninu telja að ganga mætti lengra til móts við ábendingarnar á ýmsa vegu. Nefndin féllst á þau sjónarmið og lagði því til þær breytingar sem nú hafa verið gerðar á tillögunni í samráði við landeiganda og ráðgjafa. Tillagan kallar á breytingu á auglýstri breytingartillögu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Arnarlands (Arnarneshálss) og var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi. Sú breyting er það óveruleg að skipulagsnefnd taldi að heimild sú sem Skipulagsstofnun veitti fyrir auglýsingu tillögunnar sé óbreytt. Í samræmi við 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 vísaði skipulagsnefnd tillögunni til auglýsingar á nýjan leik, enda hefur henni verið breytt í grundvallaratriðum. Tillagan skal auglýst í samræmi við 1. mgr. sömu greinar og 1. mgr. 31. gr. sömu laga.
|
|
|
|
|
|2403204 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hestamýrar, Hestamýri 1-3.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 14. nóvember varðandi umsókn uppbyggingaraðila um breytingu deiliskipulags Hestamýrar sem gerir ráð fyrir því að heimild byggingarmagns við Hestamýri aukist úr 10.000 m2 í 10.400 m2. Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|2406836 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar, Svæði I og II, Garðatorg 1.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 14. nóvember 2024, varðandi tillögu að verkefnislýsingu að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar sem gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu á lóðinni Garðatorg 1 og nágrenni. Fram kemur í lýsingu að stefnt sé að því að tillögur verði mótaðar og kynntar samhliða tillögum að deiliskipulagi Móa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða verkefnislýsingu í samræmi við 1. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|2411203 - Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi nýjan stofnsamning, dags. 12. nóvember 2024.
|
|
|
|Bæjarstjórn staðfestir nýjan stofnsamning um Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem samþykktur var á fundi stjórnar slökkviliðsins þann 18. október sl.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2411016F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 13/11 ´24. **
|Harpa Rós Gísladóttir ræddi 1.tl. fjárhagsáætlun - málaflokk 06, 2.tl. hjólreiðastefnu Garðabæjar, 3.tl. Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breytingu 10. Stígakerfi í þéttbýli og þjónustukerfi, 4.tl. íþróttafólk ársins 2024 - Íþróttahátíð Garðabæjar jan 25, 5.tl. rekstur íþróttahússins í Mýrinni og 6.tl. tillögu Garðabæjarlistans um stofnun starfshóps vegna seinkunar á upphafi skóladags á unglingastigi.
|
Almar Guðmundsson ræddi önnur mál "Veistu hvað barnið þitt er með í bakpokanum".
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2411004F - Fundargerð leikskólanefndar frá 13/11 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2410040F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 14/11 ´24.**
|Almar Guðmundsson ræddi 1.tl. Bókasafn Garðabæjar og Iceland Noir hátíðina.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2411005F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 7/11 ´24**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2411006F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 14/11 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2411003F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 6/11 ´24.**
|Ingvar Arnarson ræddi fundargerðina.
|
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 1.tl. Menntadaginn 2024, 3.tl. Forvarnarviku Garðabæjar 2024 og 4.tl. tillögu Garðabæjarlistans um stofnun starfshóps vegna seinkunar á upphafi skóladags á unglingastigi.
Guðfinnur Sigurvinsson ræddi fundargerðina.
Brynja Dan Gunnarsdóttir ræddi 3.tl. Forvarnarviku Garðabæjar.
Almar Guðmundsson ræddi fundargerðina og 3.tl. Forvarnarviku Garðabæjar.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2409027F - Fundargerð ungmennaráðs frá 17/9 ´24.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi fundargerðina og hrósaði Ungmennaráði Garðabæjar fyrir vönduð vinnubrögð.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2411015F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 13/11 ´24.**
|Stella Stefánsdóttir ræddi 1.tl. gróðurelda - greiningu á hættusvæðum í Upplandi Garðabæjar, 2.tl. mengunarmælingar, 4.tl. útikennslu við Vífilsstaðavatn 2024 og 5.tl. Hlið - deiliskipulagsbreytingu - veitingahús.
|
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 1.tl., gróðurelda - greiningu á hættusvæðum í Upplandi Garðabæjar.
Almar Guðmundsson ræddi 1.tl.gróðurelda - greiningu á hættusvæðum í Upplandi Garðabæjar. Þá ræddi hann minningarskjöld um Viðlagasjóðshús.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 2.tl., mengunarmælingar 2024.
Ingvar Arnarson ræddi 1.tl. gróðurelda - greiningu á hættusvæðum í Upplandi Garðabæjar og 4.tl. útikennslu við Vífilsstaðavatn 2024.
Stella Stefánsdóttir tók til máls að nýju og ræddi 2.tl. mengunarmælingar 2024.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2401134 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 27/9 og 18/10 ´24.**
|Fundargerðirnar eru lagðar fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2401136 - Fundargerð stjórnar SSH frá 4/11 ´24.**
|Bjarni Th. Bjarnason ræddi 3.tl. frumniðurstöður ESA um undanþágur á greiðslu tekjuskatts byggðasamlaga.
|
Almar Guðmundsson ræddi 3.tl. frumniðurstöður ESA um undanþágur á greiðslu tekjuskatts byggðasamlaga.
Gunnar Valur Gíslason ræddi 3.tl. frumniðurstöður ESA um undanþágur á greiðslu tekjuskatts byggðasamlaga.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2401137 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 8/11 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 - Tillaga um álagningarhlutfall útsvars.**
|Almar Guðmundsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu um álagningu útsvars á árinu 2025.
|
"Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að álagningarhlutfall útsvars verði 14,71% á tekjur manna á árinu 2025 samkvæmt heimild í 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sbr. 24.gr. laganna.
Samþykkt bæjarstjórnar skal tilkynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir 15. desember 2024, samkvæmt 2.mgr. 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995."
Tillagan samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)