Ísafjarðarbær
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd 13. fundur
= Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
Formaður leggur til að mál nr. 2024030029, úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar, verði tekið inn með afbrigðum. Það er samþykkt af 5-0 og verður sett inn sem þriðja mál á dagskrá fundarins
=== 1.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025 ===
Lögð fram uppfærð drög að samningi Ísafjarðarbæjar við Hjallastefnuna dags. 11. nóvember 2024.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að leggja útreikninga fyrir nefndina í samræmi við umræður á fundinum.
=== 2.Uppbyggingasamningar 2025 - 2024090090 ===
Lögð fram drög af verklags- og úthlutunarreglum uppbyggingasamninga Ísafjarðarbæjar.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar.
=== 3.Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar - 2024030029 ===
Formaður fer yfir fund sem hann átti með formanni HSV varðandi úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar og þéttara samstarf við HSV.
Formaður gerir grein fyrir fundinum. Nefndin lýsir yfir ánægju með að málið sé í góðum farvegi innan HSV.
Fundi slitið - kl. 09:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?