Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 44. (2145)
|26.11.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2025-2028)**
|Sviðsstjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir tillögu að gjaldskrá sorpgjalds sem byggir á því að íbúar greiði samkvæmt gjaldskrá raunkostnað fyrir þjónustu við losun heimilisúrgangs, sbr. lög 103/2021 um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald.
|
Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu breytingum á gjaldskrám.
Bæjarstjóri gerði grein fyrri helstu breytingum sem orðið hafa á fjárhagsáætlun frá fyrri umræðu um fjárhagsáætlunina sem fram fór í bæjarstjórn þann 7. nóvember 2024.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir drögum að framkvæmdaáætlun fyrir árin 2025-2028.
Gert er ráð fyrir að á fundi bæjarráðs 3. desember nk. verði lagðar fram tillögur að breytingum ásamt frumvarpi að fjárhagsáætlun með breytingum. Síðari umræða um fjárhagsáætlun er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 5. desember nk.
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2410475 - Kjarrprýði 10 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita ÍMM eignum ehf., kt. 440924-0500, leyfi fyrir byggingu einbýlishúss á tveimur pöllum með innbyggðri geymslu að Kjarrpýði 10.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2411315 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Lionsklúbbs Álftaness um tímabundið áfengisleyfi í skötuveislu.**
|Lögð fram umsókn Lionsklúbbs Álftaness um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi í tilefni af skötuveislu á Þorláksmessu 23. desember 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2411330 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi bókun frá 586. fundi stjórnar SSH - Fjárhagsáætlun vatnsvernd og vatnsnýting, dags. 9. október 2024.**
|Erindi Samtaka sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu vegna samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu - fjárhagsáætlun 2025.
|
Í erindinu kemur fram áætluð greiðsluskipting vegna nýfjárfestingar við borun rannsóknarborhola og vegna reksturs og viðhalds grunnvatns og rennslilíkans. Áætlað framlag Garðabæjar eru kr. 6.886.749.
Bæjarráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2411391 - Bréf Umf. Stjörnunnar varðandi beiðni um endurskoðun á rekstrarsamningi við Garðabæ, dags. 21. nóvember 2024.**
|Bréf UMF Stjörnunnar, dags. 21. nóvember 2024. Í bréfinu er óskað eftir viðræðum við Garðabæ um endurskoðun rekstrarsamnings Stjörnunnar og Garðabæjar er varðar upphæðir.
|
Bæjarráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2411396 - Bréf Umhverfisstofnunar varðandi áform um breytingu stjórnar Reykjanesfólkvangs, dags. 21. nóvember 2024.**
|Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 21. nóvember 2024 varðandi tillögu að breytingu á auglýsingu um friðlýsingu Reykjanesfólksvangs.
|
Í bréfinu kemur fram að samkvæmt ákvæðum 2. og 3.mgr. 36.gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 kynni Umhverfisstofnun áform um breytingar á friðlýsingu Reykjanesfólksvangs nr. 520/1975, er snýr að skipun stjórnar fólksvangsins þar sem Reykjavíkurborg, Vogar, Kópavogsbær, Reykjanesbær og Seltjarnarnesbær muni falla úr stjórn fólksvangsins.
Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar og meðferðar hjá umhverfissviði og til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|