Kjósarhreppur
Sveitarstjórn
= Sveitarstjórn =
Dagskrá
=== 1.Samningur um vetrarþjónustu í Kjósarhreppi 2024-2027 ===
2411030
Með auglýsingu, dags. 11. september 2024 bauð Kjósarhreppur út framkvæmd verkefnisins „Vetrarþjónusta í Kjósarhreppi 2024-2027“. Tilboð voru opnuð miðvikudaginn 25. september 2024. Lagður er fram til samþykkis sveitarstjórnar, verksamningur um vetrarþjónustu í Kjósarhreppi 2024 til 2027. Verkseljandi er ÓV jarðvegur ehf. kt. 471016-0470.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra að skrifa undir hann.
=== 2.Frávikagreining reksturs Kjósarhrepps 2024 ===
2404064
Sveitarstjóri leggur fram frávikagreiningu rekstur, tímabilið janúar til september 2024
Sveitarstjórn þakkar fyrir framlagða greiningu.
=== 3.Viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024-2027 ===
2411023
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram til staðfestingar.
Smþykkt samhljóða.
=== 4.Álagning gjalda 2025 og aðrar forsendur fjárhagsáætlunar. ===
2411008
Tekin er til umfjöllunar og ákvörðunar álagning gjalda og aðrar forsendur fjárhagsáætlunar 2025.
Lagt er til að:
Útsvarshlutfall ársins 2025 verði 14.45%
Hlutfall fasteignaskatt verði eftirfarandi:
A-flokkur - 0,30 % af fasteignamati húss og lóðar
B-flokkur - 1,32 % af fasteignamati húss og lóðar
C-flokkur - 0,85 % af fasteignamati húss og lóðar
Tekjutengdur afsláttur elli- og örorkuþega í Kjósarhreppi verði óbreyttur eins og hann er lagður fram í Álagningu gjalda 2025.
Heimgreiðsla til foreldra ungbarna verður frá 1. Janúar 2025 kr. 140.000-
Náms- og ferðastyrkur framhaldsskólanema verður frá 1. Janúar 2025 - kr. 60.000-
Frístundastyrkur verði kr. 75.000 fyrir allt skólaárið, fyrir aldurshópinn 6-18 ára.
Frístundastyrkur verði kr. 35.000 fyrir allt skólaárið, fyrir aldurshópinn 3-5 ára.
Samþykkt samhljóða.
Jafnframt samþykkir sveitarstórn samhljóða gjaldskrár um hreinsun rotþróa, gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs, gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna og gjaldskrá vegna dagforeldra.
Útsvarshlutfall ársins 2025 verði 14.45%
Hlutfall fasteignaskatt verði eftirfarandi:
A-flokkur - 0,30 % af fasteignamati húss og lóðar
B-flokkur - 1,32 % af fasteignamati húss og lóðar
C-flokkur - 0,85 % af fasteignamati húss og lóðar
Tekjutengdur afsláttur elli- og örorkuþega í Kjósarhreppi verði óbreyttur eins og hann er lagður fram í Álagningu gjalda 2025.
Heimgreiðsla til foreldra ungbarna verður frá 1. Janúar 2025 kr. 140.000-
Náms- og ferðastyrkur framhaldsskólanema verður frá 1. Janúar 2025 - kr. 60.000-
Frístundastyrkur verði kr. 75.000 fyrir allt skólaárið, fyrir aldurshópinn 6-18 ára.
Frístundastyrkur verði kr. 35.000 fyrir allt skólaárið, fyrir aldurshópinn 3-5 ára.
Samþykkt samhljóða.
Jafnframt samþykkir sveitarstórn samhljóða gjaldskrár um hreinsun rotþróa, gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs, gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna og gjaldskrá vegna dagforeldra.
=== 5.Fjárhagsáætlun 2025-2028 ===
2409023
Lögð er fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlum Kjósarhrepps 2025 - 2028
Fjárhagsáætlun vísað til síðari umræðu.
Fundi slitið - kl. 21:00.