Garðabær
Skipulagsnefnd Garðabæjar - 16
|
|
|
|**1. 2304320 - Hlið - Deiliskipulagsbreyting - Veitingahús**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hliðs ásamt umsögn Umhverfisstofnunar og umhverfisnefndar. Skipulagsnefnd tekur undir bókun umhverfisnefndar. Umsögn Umhverfisstofnunar vísað til umhverfissviðs.
|
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna fyrir sitt leyti enda hefur viðbyggingin hverfandi áhrif á fólkvanginn og umferð um hann.
Þar sem að meira en ár er liðið síðan að athugasemdafresti grenndarkynningar lauk þarf að taka breytinguna fyrir að nýju.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skipulagsstjóri afgreiði tillöguna sem óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við heimildir embættisins.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2410092 - Álftanes - Skóla og íþróttasvæði - Strætóskýli/stoppistöð**
|Skipulagsstjóri gerði grein fyrir því verkefni sem staðið er frammi fyrir að finna aðra staðsetningu fyrir biðstöð strætó á miðsvæði Álftaness.
|
Verið er að undirbúa vinnu við yfirborðsfrágang ásamt því að fara yfir umferðaröryggi á svæðinu.
Vísað til umhverfissviðs og skipulagsráðgjafa að móta tillögu og meta hvort útfærsla kalli á deiliskipulagsbreytingar.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2407178 - Mosprýði 3 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Garðahrauns ásamt erindi frá þeim aðila sem sendi inn athugasemd. Í erindi kemur fram að athugasemd er dregin til baka.
|
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Garðahrauns sem nær til lóðarinnar Mosprýði 3.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2305550 - Nýhöfn 1-5, breyting á bílastæðum**
|Lögð fram umsókn íbúa að Nýhöfn 1-5 um breytingu deiliskipulags Sjálands sem gerir ráð fyrir stækkun lóðar sem nemur ca 360 m2 fyrir bílastæði framan við innbyggða bílageymslu og annarri útfærslu á bílastæðum í götu.
|
Vísað til umhverfissviðs.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2410358 - Frjóakur 5 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir baðhýsi utan byggingarreits við lóðarmörk að Frjóakri 3 og liggur fyrir samþykki eiganda þeirrar lóðar.
|
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
Björg Fenger vék af fundi undir þessum lið.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2407179 - Sigurhæð 7 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn. Umsóknin felur í sér viðbyggingu norðaustan, suðvestan og suðaustan megin við húsið. Húsið er í dag 182,4 m² og verður 248,2 m². Nýtingarhlutfall fer úr 0,23 í 0,33 en deiliskipulag heimilar nýtingarhlutfall 0,4. Samkvæmt uppdráttum þá fara viðbyggingar út fyrir byggingarreit á tveimur stöðum. Auk þess gerir tillaga ráð fyrir auka íbúð án þess að innangengt sé milli íbúða.
|
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt án undangengis breytingarferlis deiliskipulags.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2411149 - Ásbúð 76 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn eiganda einbýlishússins að Ásbúð 76 um skiptingu einbýlishúss í tvær íbúðir.
|
Í grein 2.2.3. í skilmálum deiliskipulags Ásbúðar og Holtsbúðar segir: Ef byggð eru ný hús er einungis leyfð ein íbúð á hverri lóð og skal hvert hús vera óskipt eign.
Umsækjandi bendir á að í húsaröðinni Ásbúð 78, 80 og 82 hafa verið skráðar tvær aðskildar íbúðir um áratugaskeið. Í húsinu Ásbúð 76 hafa verið tvær íbúðir um áratuga skeið sem hafa auk þess verið samþykktar á upphaflegum teikningum án þess að þær hafi hlotið skráningu sem aðskildar íbúðir.
Með vísan í ofangreint gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að húsinu verði skipt upp í tvær aðskildar eignir án undangenginnar deiliskipulagsbreytingar enda er ekki um nýtt hús að ræða sbr. grein 2.2.3 í skilmálum og gert sé ráð fyrir aðskildri íbúð í samþykktum teikningum frá upphafi.
Nefndin bendir á að aðkoma að lóðum við Ásbúð frá Hnoðraholtsbraut er með öllu óheimil.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2410170 - Ósk um deiliskipulagsbreytingu - Kinnargata 39-41**
|Lögð fram umsókn um breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta sem gerir ráð fyrir því að heimilað verði smáhýsi á hvorri lóð sem er 4,5 m2 umfram heimild deiliskipulags.
|
Yfirlýsing eigenda aðliggjandi lóða fylgir umsókn.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga. Í samræmi við 1. ml. 3. mgr. 44. gr. sömu laga er heimilt að stytta tíma grenndarkynningar þar sem að yfirlýsing eigenda aðliggjandi lóða liggur fyrir.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2403396 - Kjóavellir - óveruleg dsk.br. - Reiðstígar**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Kjóavalla sem gerir ráð fyrir því að reiðstígur sunnan Andvarareiðskemmu færist suður fyrir tamningagerði sem skipulagið gerir ráð fyrir.
|
Hestamannafélagið Sprettur hefur óskað eftir breytingunni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Kjóavalla í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Með vísan í 2.ml. 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga er fallið frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda sem er Hestamannafélagið Sprettur.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2409059 - Reiðstígur í Vífilsstaðahlíð - Dsk.br.**
|Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Heiðmerkur og Sandahlíðar sem gerir ráð fyrir breytingu á legu reiðstígs í Vífilsstaðahlíð frá Grunnuvatnaskarði að reiðstíg milli hrauns og hlíðar. Umsögn Umhverfisstofnunar liggur fyrir og er ekki gerð athugasemd við tillöguna.
|
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Heiðmerkur og Sandahlíðar í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2410271 - Bókun 586. fundar SSH - Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024**
|Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024 ásamt bókun fundar svæðisskipulagsnefndar lögð fram.
|
Formaður skipulagsnefndar greindi frá innihaldi skýrslunnar.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2301586 - Gróðureldar - Greining á hættusvæðum í Upplandi Garðabæjar**
|Hrönn Hafliðadóttir kynnti fyrir nefndinni námsverkefni sem Ásdís Björk Friðgeirsdóttir nemandi í skógfræði hefur unnið við Landbúnaðarháskóla Íslands.
|
Verkefnið var unnið í samstarfi við sveitarfélagið Garðabæ þar sem Hrönn Hafliðadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála hjá Garðabæ, var tengiliður við Landbúnaðarháskóla Íslands en hún kynnti verkefnið og kom að upplýsingaöflun. Verkefnið snýr að því að nota landslagsgreiningu til að skilgreina hættumat vegna gróðurelda á grónu landi í upplandi Garðabæjar. Hluti af því svæði tilheyrir Heiðmörk en einnig er Sandahlíð hluti af svæðinu. Gróðureldar flokkast sem náttúruvá en ljóst er að ein mikilvægasta forvörnin til að draga úr
og jafnvel fyrirbyggja náttúruhamfarir vegna náttúruvár er gott skipulag. Það byggir m.a. á hættu- og áhættumati. Með slíku verklagi má draga verulega úr tjónnæmi samfélagsins og
auka seiglu þess. Hættu- og áhættumat stuðlar einnig að bættu eftirliti vegna náttúruvár.
Skipulagsnefnd lýsir yfir ánægju með afrakstur verkefnisins og þá samvinnu Garðabæjar við Landbúnaðarháskólann. Vísað til umhverfissviðs að meta hvort niðurstaða verkefnisins kalli á endurskoðun skipulagsáætlana í upplandi Garðabæjar.
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2411159 - Hleinar að Langeyrarmölum - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu.**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum.
|
Helstu breytingar eru eftirfarandi: -Breytingin felst í stækkun lóðar úr 25.980 m² í 33.408 m² vegna áður samþykktra breytinga á bæjarfélagsmörkum. -Breyting byggingarmagns; ný álma hjúkrunarheimilis með 118-125 hjúkrunarrýmum (byggingarreitur A) og þrjú fjölbýlishús ásamt einni tengibyggingu/þjónustubyggingu (byggingarreitir B, C og D) á lóðinni sem falla vel að umhverfinu og efla starfsemi Hrafnistu. Heimilt byggingarmagn fer úr 22.586 m² í 52.086 m² (þar af er byggingarmagn nýbygginga 29.500 m2/). -Leyfilegur fjöldi nýrra íbúða verður 118 leiguíbúðir fyrir aldraða í mismunandi stærðum ásamt stækkun á núverandi bílakjallara og öðrum nýjum í tengslum við íbúðir á reit C og D -Nýtingarhlutfallfer úr 0,9 í 1,5. -Tilfærsla á spennistöð.
Eina breytingin sem verður innan Garðabæjar er tilfærsla á vegtengingu frá Hrafnistu að Boðahlein og Naustahlein til vesturs. Skipulagsnefnd beinir því til umhverfissviðs að skoða hvort ekki sé ástæða til að útfæra gatnamót Boðahleinar við aðkomuveg þannig að húsagatan verði botnlangi út frá safngötu.
Skipulagsnefnd samþykkir að vísað tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41.gr. og 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2411348 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 - Tillaga, rammahluti - Borgarlína 1. lota: Ártún - Fossvogsbrú**
|Lögð fram tilaga að breytingu Aðalskipulags Reykjavíkur 2040.
|
Um er að ræða tillögu að rammahluta aðalskipulagsins sem fjallar um Borgarlínuna. Í honum birtast forsendur og viðmið fyrir framkvæmdum, bindandi stefna um legu Borgarlínunnar og staðsetningu kjarnastöðva, ásamt leiðbeiningum um forgangsröðun ferðamáta og skipulag göturýmis. Jafnframt eru kynnt þau viðmið sem líta ber til við útfærslu Borgarlínunnar, hvort sem er í deiliskipulagi göturýmis eða hönnun innviða Borgarlínunnar. Nákvæm útfærsla Borgarlínunnar verður ákvörðuð í deiliskipulagi fyrir hvern legg. Í hönnunarleiðbeiningunum er svigrúm til að móta Borgarlínuna að þörfum, rými og ásýnd umhverfisins. Fyrsta lota Borgarlínunnar er um 14 km löng og liggur milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Lengd Borgarlínuleiðar innan Reykjavíkurborgar er tæplega 12 km.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25.janúar 2025.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2409373 - Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna Fornubúðar 5 - Ósk um umsögn**
|Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**16. 2411232 - Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, vegna varúðarsvæðis**
|Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**17. 2410234 - Hátún 7A - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi **
|Lögð fram tilkynning um framkvæmdir á lóðinni Hátún 7A.
|
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
|
|
|
|