Reykjavíkurborg
Stafrænt ráð - Fundur nr. 47
==
==
[Stafrænt ráð - Fundur nr. 47
](/fundargerdir/stafraent-rad-fundur-nr-47)
**Stafrænt ráð** **Þetta gerðist:**
Lögð er fram tillaga um samstarf Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna sameiginlegrar þróunar og reksturs Veitu. ÞON24110021.
Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Stafrænt ráð lýsir yfir mikilli ánægju með aukið samstarf borgarinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga og hlakkar til að sjá það vaxa enn frekar í samstarfi við ríkið á komandi árum, m.a. til að stuðla að aukinni skilvirkni, hagræðingu og framúrskarandi þjónustu til landsmanna.
Tillaga er samþykkt.
Lögð fer fram tillaga áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna um sjálfsmat íbúaráðanna. MSS24100022.
Vísað til mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu til úrvinnslu.
Fylgigögn
Kynningu á Great Place to Work vottun þjónustu- og nýsköpunarsviðs er frestað. ÞON24110020.
Lögð er fram heimild til að hefja frumathugun fyrir verkefnið rafrænar beiðnabækur fyrir FAS. ÞON24100027.
Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Stafræn ráð fagangar verkefni um rafrænar beiðnabækur fyrir fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar. Mikill sparnaður næst við að stafvæða ferli sem er á pappír og felur í sér áhættu á misnotkun og mikla vinnu við að staðfesta réttmæti. Einnig ber að fagna framlögðu ábatamati við verkefnið sem býr til væntingar um að það muni borga sig á stuttum tíma.
Ágústa Rós Árnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
Lögð er fram heimild til að ljúka innleiðingu á Teams Phone símakerfi inn á öll svið Reykjavíkurborgar. ÞON22100047.
Jóhann Jökull Ásmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúi sósíalistaflokksins situr hjá.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
Lögð er fram heimild til að fara í innkaup á umsjónarkerfi fyrir Vinnuskóla Reykjavíkur. ÞON24110027.
Helen Símonardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
Framlagningu á fundargerðum verkefnaráðs október 2024 er frestað. ÞON20060042.
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stafræna skólaþjónustukerfið Búa. MSS24100156.
Vísað til umsagnar Þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Fylgigögn
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ábatamats verkefna á þjónustu- og nýsköpunarsviði. MSS24110039.
Stafrænt ráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Samkvæmt verklagsreglum Reykjavíkurborgar um fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum skal miða við að hægt sé að svara fyrirspurn í stuttu og hnitmiðuðu svari, sbr. 2. mgr. 2. gr. verklagsreglnanna. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins óskar hér eftir yfirliti yfir raunstöðu 83 stafrænna verkefna, sem felur í sér umfangsmikla vinnu sem ekki er raunhæft að framkvæma í tengslum við svar við fyrirspurn.
Fylgigögn
Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um Better City for Children-verkefnið. MSS24110044.
Stafrænt ráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Reykjavíkurborg hlaut, í október sl., Seoul Smart City Prize 2024 verðlaunin, í flokknum Tech InnovaCity fyrir verkefnið, Betri borg fyrir börn. Verðlaunin voru veitt fyrir hvernig þjónustubreyting með nýju kerfi einfaldaði umsóknarferlið til muna, tryggði örugg samskipti og bætti samskipti milli forelda, kennara og sérfræðinga til muna. Þá var pappírsumsóknum skipt út fyrir stafræna lausn sem stuðlaði að mun skilvirkari þjónustu. Að auki var tiltekið hvernig stofnun lausnarteyma sem vinna með snemmtæka íhlutun skilaði betri þjónustu við börn í borginni. Þjónustan er í dag mun skilvirkari og ánægja notenda hefur aukist. Í dag eru starfrækt lausnateymi innan allra skóla en innleiðing þess er hluti af Betri borg fyrir börn verkefninu sem og sú tæknilega lausn sem þjónustu-umbreytinga verkefnið skilaði. Innleiðing á tæknilegu lausninni sem er stafræn persónumappa barns mun hefjast í janúar 2025 og er heildstætt samskipta kerfi sem smíðað var til að sinna þjónustunni og umsóknir berast í gegnum stafræn umsóknarferli inn á reykjavik.is. Nánari upplýsingar um þjónustuna er hægt að nálgast inn á reykjavik.is.
Fylgigögn
Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ferð starfsfólks þjónustu og nýsköpunarsviðs á fræðslunámskeið til Seoul. MSS24110045.
Stafrænt ráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er engin og hefur aldrei verið fyrirhuguð ferð starfsfólks þjónustu- og nýsköpunarsviðs til Seoul í Suður Kóreu.
Fylgigögn
Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skjalareglur og rafræn skil gagna frá Reykjavíkurborg til Þjóðskjalasafns. MSS24110041.
Vísað til umsagnar Þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Fylgigögn
Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stöðu stafrænna verkefna. MSS24110043.
Stafrænt ráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. Verklagsreglna Reykjavíkurborgar um fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum skal fyrirspurn vera skýr og bein, formálalaus og um afmörkuð atriði. Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins er um mörg ótengd mál sem ekki eiga saman í einni fyrirspurn.
Fylgigögn
Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um verktaka hjá þjónustu og nýsköpunarsviði. MSS24110077.
Vísað til umsagnar Þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Fylgigögn
Lögð er fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ráðningar á þjónustu- og nýsköpunarsviði. MSS24110076.
Vísað til umsagnar Þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Fylgigögn
Lagt er fram svar var við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stafræna umbreytingu vegna skráningar í leikskóla. MSS24090144.
Fylgigögn
Starfið milli funda. ÞON23090021
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð Stafræns ráðs frá 27. nóvember 2024**