Vopnafjarðarhreppur
Sveitarstjórn - 36
== Fundur nr. 36 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonNefndarmaður
BA
Bjartur AðalbjörnssonNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
HBÓ
Hafdís Bára ÓskarsdóttirNefndarmaður
BM
Bobana MicanovicNefndarmaður
VOH
Valdimar O. HermannssonSveitarstjóri
ÍEJ
Íris Edda JónsdóttirVerkefnastjóri stjórnsýslu
IG
Ingimar GuðmundssonKPMG
Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 28. nóvember 2024 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00. Í upphafi fundar var óskað eftir að taka inn með afbrigðum, fundargerð menningar- og atvinnumálanefndar Vopnafjarðarhrepps nr. 24. Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Ingimar Guðmundsson frá KPMG mælti fyrir fjárhagsáætlun ásamt sveitarstjóra.
Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2025 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 til 2028.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn vísar fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2025 til 2028 til síðari umræðu í sveitarstjórn.**
Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Bjartur Aðalbjörnsson, Valdimar O. Hermannsson og Axel Örn Sveinbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Lagðar fram tillögur að forsendum að gjaldskrá og útsvari 2025.
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Efitrfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir tillögu hreppsráðs að almenn hækkun á gjaldskrám verði 3,5%. Útsvarsprósenta verður óbreytt eða 14,97%. Gjaldskrár samkvæmt þessari ákvörðun verða lagðar fram við síðari umræðu um fjárhagsáætlun 12. desember n.k.**
Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Valdimar O. Hermannsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri gerir grein fyrir forsendum á fyrirhugaðri lántöku.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarsjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 200.000.000,- með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum.**
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri gerir grein fyrir nýloknum aðalfundi Bustarfells fyrir árið 2024 og tillögum sem þar komu fram um breytingar á rekstri.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku Axel Örn Sveinbjörnsson, Hafdís Bára Óskarsdóttir, Valdimar O. Hermannsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.
Fyrir liggur minnisblað frá sveitarstóra vegna uppsagnar skólastjóra tónlistarskólans og mögulegar breytingar á rekstrarformi.
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson, Axel Örn Sveinbjörnsson og Bjartur Aðalbjörnsson.
Lagt fram til kynningar.
Bobana óskar eftir stuttu fundarhléi kl. 15:10.
Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fundur hefst aftur kl. 15:19.
Í fundargerð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 82, 22. október s.l. og Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 953 25. október s.l. er bókað um áhrif loðnubrest á íslenskt efnahagslíf.
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur bréf frá Berglindi Steindórsdóttur, formanni fjölskylduráðs, dagsett 18. nóvember 2024, þar sem hún segir sig frá störfum í ráðinu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir beiðnina og þakkar Berglindi fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Varaformaður tekur við þangað til nýr formaður hefur verið tilnefndur og nýr varamaður kemur inn í staðinn, þangað til formaður hefur verið tilnefndur.**
Til máls tók Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson og Valdimar O. Hermannsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur minnisblað frá sveitarstjóra um ráðningarferli forstöðumanns þjónustumiðstöðvar, þar sem fram kemur tillaga til sveitarstjórnar um ráðningu.
Bjartur Aðalbjörnsson óskar eftir að fá að víkja af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis. Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Kristrún Ósk Pálsdóttir situr fundinn í stað Bjarts.
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Björn Heiðar Sigurbjörnsson óskar eftir að fá að víkja af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis. Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Agnar Karl Árnason situr fundinn í stað Björns Heiðars.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að Bjarti Aðalbjörnssyni verði boðin staða forstöðumanns þjónustumiðstöðvar. Er það mat sveitarstjórnar, sem samrýmist mati ráðgjafa Attentus eftir viðtal að Bjartur mæti þeim menntunar- og hæfniskröfum sem gerðir voru í auglýsingu um starfið. Alls bárust fjórar umsóknir um stöðuna, þar sem tveir uppfylltu kröfur auglýsingar en annar dró umsókn sína til baka. Sveitarstjóra er falið að ganga frá ráðningarsamningi við Bjart og upplýsa aðra umsækjendur um ráðninguna.**
Til máls tók Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Bobana Micanovic, Sigurður Grétar Sigurðsson og Kristrún Ósk Pálsdóttir.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Kristrún Ósk og Agnar Karl víkja af fundi og inn koma Bjartur og Björn Heiðar.
Sveitarstjóri fór yfir helstu málefni sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Undir lið a. og c. tekur til máls Björn Heiðar Sigurbjörnssson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Undir lið a. taka til máls Bobana Micanovic, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Valdimar O. Hermannsson og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:17.