Reykjavíkurborg
Fjölmenningarráð - Fundur nr. 75
==
==
[Fjölmenningarráð - Fundur nr. 75
](/fundargerdir/fjolmenningarrad-fundur-nr-75)
**Fjölmenningarráð**
Ár 2024, þriðjudaginn 26. nóvember var haldinn 75. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.04. Fundinn sátu Magnea Gná Jóhannsdóttir, Monika Gabriela Bereza, Milan Chang Gudjonsson og Mouna Nasr. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. mál sl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Helgi Áss Grétarsson. Aleksandra Kozimala ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. nóvember 2024, um að Helgi Áss Grétarsson taki sæti í fjölmenningarráði í stað Birnu Hafstein. MSS22060054
Fylgigögn
Fram fer umræða um fund mannréttinda- og ofbeldisvarnaráðs með samráðsnefndum sem verður haldinn 28. nóvember nk. MSS23010102
Fylgigögn
Fram fer umræða um Alþjóðlegan dag innflytjenda. MSS24110153
Samþykkt að halda næsta fund fjölmenningarráðs þann 18. desember á alþjóðlegum degi innflytjenda.
Fylgigögn
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráð þakkar fyrir kynningu á aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi. Fjölmenningarráð fagnar vinnu sem nú er hafin á verklagi til að bregðast við rasisma í skóla- og frístundastarfi og vonar að innleiðing verklagsins gangi hratt fyrir sig. Öll börn og ungmenni óháð uppruna, stöðu og stétt eiga að upplifa sig velkomin í skóla- og frístundastarf Reykjavíkurborgar og því er mikilvægt að verklag til að bregðast við rasisma sé skýrt og ávallt sé unnið eftir því. Þá imprar Fjölmenningarráð á mikilvægi forvarna gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi og hvetur skóla- og frístundaráð til að fylgja innleiðingunni vel eftir og veita þau verkfæri og þann stuðning sem þarf í innleiðinguna ásamt fjármagni sem þarf til þess að sinna forvörnum gegn rasisma.
Saga Stephensen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Saga Stephensen tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24110154
Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi ályktun:
Ísland er fjölmenningarsamfélag og mikilvægt er að framtíðar starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sé undirbúið til þess að starfa með nemendum með fjölbreyttan bakgrunn. Því leggur Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar áherslu á aukna fræðslu um rasisma og ólíka menningarheima fyrir nema í tómstunda- og frístundafræði og kennaranámi. Öll börn og ungmenni óháð uppruna, stöðu og stétt eiga að upplifa sig velkomin í skóla- og frístundastarf og því er mikilvægt að þekking fagfólks um birtingarmyndir og viðbrögð rasisma séu til staðar sem og þekking á ólíkum menningarheimum. MSS24110179
Samþykkt.
Fram fer kynning mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu um verkefnið Ungir leiðtogar.
Fylgigögn
**Fundi slitið kl. 16.15.**
Magnea Gná Jóhannsdóttir Helgi Áss Grétarsson
Mouna Nasr Monika Gabriela Bereza
Milan Chang
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð fjölmenningarráðs frá 26. nóvember 2024**