Ísafjarðarbær
Bæjarráð 1305. fundur
= Bæjarráð =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 - 2024030126 ===
Lögð fram til kynningar lokaútgáfa fjárhagsáætlunar 2025, og áranna 2026-2028, auk greinargerðar með áætluninni. Jafnframt lögð fram til kynningar sundurliðuð fjárhagsáætlun 2025 niður á deildir og lykla til samanburðar við fjárhagsáætlun 2024 og ársreikning áranna 2023 og 2022.
Lagt fram til kynningar og vísað til síðari umræðu.
Edda María Hagalín yfirgaf fund kl 09:00
Gestir
- Edda María Hagalín - mæting: 08:10
=== 2.Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði - fundargerðir stjórnar - 2024040140 ===
Lögð fram til kynningar er fundargerð frá fundi Stjórnar Stjórnsýsluhússins á Ísafirði, sem haldin var 25. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120 ===
Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir 956., 957. og 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldnir voru 20., 22. og 24. nóvember 2024,
Lagt fram til kynningar.
=== 4.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 - 2411013F ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 642. skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 17 liðum.
Fundargerðin er í 17 liðum.
Lagt fram til kynningar.
- 4.4 2024110142
[Brekka í Dýrafirði, skógrækt. Umsókn um framkvæmdaleyfi](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/1960#2024110142)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að fenginni umsögn minjavarðar Vestfjarða.
Nefndin bendir á að ef fornleifar koma í ljós við framkvæmdir á Íslandi, skal strax tilkynna það Minjastofnun Íslands eða til viðkomandi sveitarfélags, þar sem framkvæmdaaðilum ber skylda til að bregðast við samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
- 4.5 2024060060
[Brimnesvegur 4a, Flateyri. Stækkun lóðar](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/1960#2024060060)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar í samræmi við lóðarblað tæknideildar dags. 24. september 2024.
- Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðaleigusamning við Grundstíg 26 á Flateyri.
- Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamning við Ólafstún 7 á Flateyri.
- 4.8 2024110107
[Hjallavegur 19, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/1960#2024110107)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings við Hjallaveg 19 á Ísafirði.
- Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning við Hafnarstræti 2 á Ísafirði.
- 4.10 2024110141
[Seljaland 17, Ísafirði. Umsókn um lóð](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/1960#2024110141)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Grétar B. Kristjánsson og Rannveig S. Þorkelsdóttir fái lóðina við Seljaland 17 á Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út, innan 12 mánaða frá úthlutun.
- 4.17 2020070011
[Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/1960#2020070011)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að ganga til samninga við Verkís vegna áframhaldandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.
Fundi slitið - kl. 09:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?