Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 45. (2146)
|
|
|
|**1. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2025-2028)**
|Farið yfir tillögur um álagningu fasteignaskatts og þjónustugjalda ásamt tillögum um breytingar við frumvarp að fjárhagsáætlun sem verða til afgreiðslu við síðari umræðu um fjárhagsáætlun á fundi bæjarstjórnar 5. desember nk.
|
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2407379 - Skerpluholt 11 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita FR77 ehf., kt. 560414-2340, leyfi til að byggja einbýlishús að Skerpluholti 11.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2411149 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi fyrirspurn um skiptingu einbýlishúss við Ásbúð 76 í tvær íbúðir.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. nóvember 2024 varðandi fyrirspurn eiganda einbýlishússins að Ásbúð 76 um skiptingu einbýlishúss í tvær íbúðir.
|
Í grein 2.2.3. í skilmálum deiliskipulags Ásbúðar og Holtsbúðar segir: Ef byggð eru ný hús er einungis leyfð ein íbúð á hverri lóð og skal hvert hús vera óskipt eign.
Umsækjandi bendir á að í húsaröðinni Ásbúð 78, 80 og 82 hafa verið skráðar tvær aðskildar íbúðir um áratugaskeið. Í húsinu Ásbúð 76 hafa verið tvær íbúðir um áratuga skeið sem hafa auk þess verið samþykktar á upphaflegum teikningum án þess að þær hafi hlotið skráningu sem aðskildar íbúðir.
Með vísan í ofangreint gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að húsinu verði skipt upp í tvær aðskildar eignir án undangenginnar deiliskipulagsbreytingar enda er ekki um nýtt hús að ræða sbr. grein 2.2.3 í skilmálum og gert sé ráð fyrir aðskildri íbúð í samþykktum teikningum frá upphafi.
Nefndin bendir á að aðkoma að lóðum við Ásbúð frá Hnoðraholtsbraut er með öllu óheimil.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2410170 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um óverulega breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta vegna Kinnargötu 39-41.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. nóvember 2024 varðandi umsókn um breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta sem gerir ráð fyrir því að heimilað verði smáhýsi á hvorri lóð sem er 4,5 m2 umfram heimild deiliskipulags.
|
Yfirlýsing eigenda aðliggjandi lóða fylgir umsókn.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Í samræmi við 1. ml. 3. mgr. 44. gr. sömu laga er heimilt að stytta tíma grenndarkynningar þar sem að yfirlýsing eigenda aðliggjandi lóða liggur fyrir.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2407178 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Garðahrauns vegna Mosprýði 3.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. nóvember 2024 varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Garðahrauns.
|
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Garðahrauns sem nær til lóðarinnar Mosprýði 3.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2409059 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Heiðmerkur og Sandahlíðar vegna legu reiðstígs í Vífilsstaðahlíð.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. nóvember 2024 varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Heiðmerkur og Sandahlíðar sem gerir ráð fyrir breytingu á legu reiðstígs í Vífilsstaðahlíð frá Grunnuvatnaskarði að reiðstíg milli hrauns og hlíðar. Umsögn Umhverfisstofnunar liggur fyrir og er ekki gerð athugasemd við tillöguna.
|
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Heiðmerkur og Sandahlíðar í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2403396 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Kjóavalla vegna færslu á reíðstíg. **
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. nóvember 2024 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Kjóavalla sem gerir ráð fyrir því að reiðstígur sunnan Andvarareiðskemmu færist suður fyrir tamningagerði sem skipulagið gerir ráð fyrir.
|
Hestamannafélagið Sprettur óskaði eftir breytingunni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Kjóavalla í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Með vísan í 2.ml. 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga er fallið frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda sem er Hestamannafélagið Sprettur.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2411159 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum vegna uppbyggingaráforma við Hrafnistu.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. nóvember 2024 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum.
|
Helstu breytingar eru eftirfarandi: -Breytingin felst í stækkun lóðar úr 25.980 m² í 33.408 m² vegna áður samþykktra breytinga á bæjarfélagsmörkum. -Breyting byggingarmagns; ný álma hjúkrunarheimilis með 118-125 hjúkrunarrýmum (byggingarreitur A) og þrjú fjölbýlishús ásamt einni tengibyggingu/þjónustubyggingu (byggingarreitir B, C og D) á lóðinni sem falla vel að umhverfinu og efla starfsemi Hrafnistu. Heimilt byggingarmagn fer úr 22.586 m² í 52.086 m² (þar af er byggingarmagn nýbygginga 29.500 m2/). -Leyfilegur fjöldi nýrra íbúða verður 118 leiguíbúðir fyrir aldraða í mismunandi stærðum ásamt stækkun á núverandi bílakjallara og öðrum nýjum í tengslum við íbúðir á reit C og D -Nýtingarhlutfall fer úr 0,9 í 1,5. -Tilfærsla á spennistöð.
Eina breytingin sem verður innan Garðabæjar er tilfærsla á vegtengingu frá Hrafnistu að Boðahlein og Naustahlein til vesturs. Skipulagsnefnd beinir því til umhverfissviðs að skoða hvort ekki sé ástæða til að útfæra gatnamót Boðahleinar við aðkomuveg þannig að húsagatan verði botnlangi út frá safngötu.
Skipulagsnefnd samþykkti að vísa tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41.gr. og 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2304320 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hliðs á Álftanesi.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 28. nóvember 2024 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hliðs.
|
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna fyrir sitt leyti enda hefur viðbyggingin hverfandi áhrif á fólkvanginn og umferð um hann.
Þar sem að meira en ár er liðið síðan að athugasemdafresti grenndarkynningar lauk þarf að taka breytinguna fyrir að nýju.
Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við að skipulagsstjóri afgreiði tillöguna sem óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við heimildir embættisins.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2405430 - Verðfyrirspurn, dælubrunnur vegna hreinsistöðvar við Hrakhólma. **
|Lagt fram bréf Eflu vegna dælubrunna sem settir verða niður á Álftanesi á fyrri hluta árs 2025. Kröfur Garðabæjar eru um greitt aðgengi ofan í brunnana og að aðgengið verði í formi hringstiga, en ekki lóðrétts stiga. Dælubrunnarnir verða niðurgrafnir en lokin munu standa um 30cm upp úr yfirborði. Um er að ræða fjóra brunna ásamt samteningar milli þeirra.
|
Lagt fram bréf Eflu vegna verðfyrirspurnar 104052-FYS-001-V01 sem send var til þriggja mögulegra birgja á brunnalausnum sem þessum í leit að tilboðum. Birgjarnir voru Iðnver, Varma- og Vélaverk og Vatnsvirkinn. Þrjú tilboð bárust.
Tilboð 1 var frá Varma- og Vélaverki, en uppfyllti ekki kröfurnar sem óskað var eftir.
Tilboð 2 var frá Vatnsvirkjanum. Það samræmdist kröfum í verðfyrirspurn að nær öllu leyti. Kostnaður við þessa lausn er kr. 57.523.529 án vsk.
Tilboð 3 var frá Varma- og Vélaverki. Það samræmdist kröfum í verðfyrirspurn í virkni en fyrirkomulagið annað. Kosnaður við þessa lausn er kr. 67.900.000 án vsk.
Efla mælir með töku á Tilboði 2 frá Vatnsvirkjanum að fjárhæð kr. 57.523.529 án vsk.
Bæjarráð samþykkir að taka Tilboði 2 frá Vatnsvirkjanum, að fjárhæð kr. 57.523.529 án vsk. og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2410120 - Opnun tilboða í lampa fyrir gatna- og stígalýsingu í Garðabæ. **
|Eftirfarandi tilboð bárust í opnun tilboða í kaup á lömpum fyrir gatna- og stígalýsingu í Garðabæ:
|
Ískraft - Tilboð 1 kr. 199.385.714 - 81,35% af kostnaðaráætlun.
Ískraft - Tilboð 2 kr. 169.918.028 - 69,33% af kostnaðaráætlun.
Johan Rönning hf. kr. 178.605.934 - 72,87% af kostnaðaráætlun.
Rafmagnsþjónustan ehf. kr. 292.068.421 - 119,17% af kostnaðaráætlun.
Rafkaup hf. kr. 197.790.123 - 80,70% af kostnaðaráætlun.
Jóhann Ólafsson kr. 203.163.013 - 82,89% af kostnaðaráætlun.
Reykjafell hf. kr. 210.550.422 - 85,91% af kostnaðaráætlun.
S. Guðjónsson - Tilb.1 kr. 193.789.324 - 79,07% af kostnaðaráætlun.
S. Guðjónsson - Tilb.2 kr. 191.813.671 - 78,26% af kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlun var kr. 245.091.453.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Ískraft - Tilboð 2. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2401511 - Greiðslur til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu um hækkun á gjaldskrá til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna með gildistíma frá 1. janúar 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2208745 - Endurnýjun samnings um samræmda móttöku flóttafólks 2025.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka þjónustusamnings milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Garðabæjar, um samræmda móttöku flóttafólks sem undirritaður var 20. mars 2024. Viðaukinn varðar framlengingu gildistíma núgildandi samnings til og með 31. desember 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2411120 - Reglur Garðabæjar um sérstakan húsnæðisstuðning - Endurskoðun**
|Sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir helstu ákvæðum reglna Garðabæjar um sérstakan húsnæðisstuðning. Bæjarráð vísar drögum að reglum Garðabæjar um sérstakan húsnæðisstuðning, með gildistíma frá og með 1. janúar 2025, til afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2411472 - Rekstraráætlun Sorpu 2025-2029.**
|Lögð fram rekstraráætlun Sorpu fyrir árin 2025-2029. Þar kemur fram að áætlaðar greiðslur Garðabæjar vegna reksturs endurvinnslustöðva á árinu 2025 verði kr. 144.920.146, sem er 7,64% af heildarkostnaði sveitarfélaganna. Jafnframt kemur fram að áætlaðar greiðslur Garðabæjar vegna þjónustusamninga vegna grenndarstöðva á árinu 2025 verði kr. 17.164.858.
|
Bæjarráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|**16. 2411496 - Bréf Oddfellowreglunnar á Íslandi varðandi niðurfellingu gatnagerðargjalda, dags. 28. nóvember 2024.**
|Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá bæjarstjóra.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**17. 2411466 - Beiðni Hjálparsveitar skáta um styrk við kaup á veggjakortum af Garðabæ, dags. 26. nóvember 2024.**
|Bæjarráð samþykkir framkomna styrkbeiðni og felur sviðsstjóra umhverfissviðs afgreiðslu málsins.
|
|
|
|
|