Dalabyggð
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 136
**1. 2408003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2024-2025**
|Farið yfir málin og verkefnin í grunnskólanum, jólaundirbúningur í fullum gangi, kaffihúsakvöld og danskennslu nýlokið svo eitthvað sé nefnt í því sem á dagana hefur drifið í skólastarfi undanfarnar vikur.|
Farið yfir útkomu nemendaþings fyrir 4. til 10. bekk Auðarskóla sem haldið var fyrir stuttu. Fræðslunefnd fagnar þessu framtaki.
**2. 2408004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2024-2025**
|Farið yfir málin og verkefnin í leikskólanum, jólaundirbúningur í fullum gangi svo eitthvað sé nefnt í því sem á dagana hefur drifið í skólastarfi undanfarnar vikur.|
24 börn eru í leikskólanum nú og útlit fyrir að í janúar og febrúar 2025 fjölgi þeim um þrjú.
Skólastjóri lagði fram ósk um að færa skipulagsdag leikskólans sem fyrirhugaður var 11. febrúar 2025 yfir á 12. febrúar 2025. Fræðslunefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leiti.
**3. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna**
|Sveitarstjóri kynnti stöðu mála, stefnt er að því að starfsemi félagsmiðstöðvar hefjist eftir jólafrí og verður það kynnt þegar nær dregur áramótum.|
|Áheyrnarfulltrúar og skólastjóri viku af fundi eftir lið nr. 3.|
**4. 1811022 - Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni**
|Formaður fór yfir framkomna tillögu að uppfærðum reglum varðandi frístundastyrk Dalabyggðar. Fræðslunefnd samþykkti reglurnar með áorðnum breytingum og vísaði til staðfestingar sveitarstjórnar. |
**5. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024**
|Farið yfir stöðu mála.|
**6. 2411021 - Erindi vegna tónlistarskóla**
|Formanni fræðslunefndar og sveitarstjóra falið að fara yfir erindið með skólastjóra og afla frekari gagna varðandi starfsemi skólans og einstaka atriði í starfsemi hans.|
**7. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran**
|Fræðslunefnd vísar til bókunar undir lið 3 á dagskrá fundarins. Fræðslunefnd tekur undir ábendingar frá foreldrafélagi Auðarskóla varðandi það að mikilvægt er að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar hefjist sem fyrst.|
[Erindi frá Foreldrafélagi.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=fGm_CAmvKU2deesMquM7Q&meetingid=Lw023AZpL0uemeWc6XGWHw1)